Telur ljóst að tillögur stjórnvalda væru aldrei að fara að brúa bilið á milli deiluaðila Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 22. febrúar 2019 13:00 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í Ráðherrabústaðnum í morgun. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að sér lítist ekkert sérstaklega vel á þá stöðu sem upp er komin í kjaraviðræðum SA og félaganna fjögurra sem slitu viðræðunum í gær. Félögin hafa hafið undirbúning verkfallsaðgerða og Efling boðar þannig verkföll á gisti- og veitingahúsum um allt land. Bjarni segir jafnframt að í ljósi fregna af kröfum félaganna um tugprósenta launahækkanir að tillögur stjórnvalda, hvort sem væri í skattamálum eða húsnæðismálum, væru aldrei að fara að brúa bilið á milli deiluaðila. „Það eru auðvitað viss vonbrigði að þessi langa lota skyldi rata út í þennan farveg. Það er samt erfitt að segja að þetta komi á óvart miðað við það að það virðist hafa verið langt í land. Nú er að koma upp á yfirborðið að kröfurnar hljóða upp á 60 til 80, 85 prósent launahækkanir, og þá segi ég bara að það var ekki von að aðkoma stjórnvalda gæti hjálpað þegar það er jafnmikil gjá á milli aðilanna. Það var alveg ljóst að tillögur okkar um svona einstaka stefnumál, hvort sem laut að skattamálum eða aðgerðum í húsnæðismálum, þær voru aldrei að fara að brúa slíkt bil,“ sagði Bjarni þegar fréttastofa náði tali af honum í Ráðherrabústaðnum í morgun. Hann kvaðst aðspurður ekki sjá ástæðu til þess að stjórnvöld fari aftur yfir skattatillögur sínar og breyti þeim ef til vill. Tillögurnar væru vel útfærðar og kæmu láglaunafólki í fullu starfi best.Klippa: Viðtal við Bjarna Benediktsson vegna stöðunnar í kjaraviðræðum Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, segir alla geta verið sammála um það að staðan sé alvarleg ef fram fer sem horfir. „Mikilvægast er að aðilar vinnumarkaðar geti haldið sínu samtali áfram og reyna að leita leiða til þess að leysa þessi mál. Stjórnvöld eru og hafa verið tilbúin til þess að reyna að koma að því með einhverjum hætti. Áhrifin eru auðvitað aldrei góð af svona verkföllum ef til þeirra kemur. Mikilvægt er hins vegar að allir nálgist hvern annan af virðingu og eru lausnamiðaðir,“ sagði Ásmundur í samtali við fréttastofu í Ráðherrabústaðnum í morgun. Hann kvaðst hafa fullan skilning á baráttu stéttarfélaganna fyrir tekjulægstu hópa samfélagsins. Það væri þó þannig að samningarnir væru á milli atvinnulífsins annars vegar og stéttarfélaganna hins vegar þótt að stjórnvöld myndu reyn að koma að málum með einhverjum hætti. Þá þurfi að gæta að hagkerfinu og passa að hér verði ekki verðbólguskot.Klippa: Viðtal við Ásmund Einar Daðason vegna stöðunnar í kjaraviðræðum Kjaramál Tengdar fréttir Segir fullyrðingar SA opinbera „sturlað viðhorf“ til kröfugerðarinnar Formaður VR gagnrýnir fullyrðingar SA um kröfur félagsins um launahækkanir. 22. febrúar 2019 11:00 Verkfall hefur áhrif á bróðurpart gisti- og veitingahúsa í landinu Verkfallið mun ná til starfsfólks í veitinga- og gistihúsum og hliðstæðri starfsemi á samningum Eflingar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. 22. febrúar 2019 12:00 Svarar Friðjóni fullum hálsi og hafnar „talnaleikfimi Fréttablaðsins og fyrirtækjaeigenda“ Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins og fjölmiðlamaður, segist ekki kannast við harðskeytta orðræðu hjá sér eða fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar. 22. febrúar 2019 10:17 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að sér lítist ekkert sérstaklega vel á þá stöðu sem upp er komin í kjaraviðræðum SA og félaganna fjögurra sem slitu viðræðunum í gær. Félögin hafa hafið undirbúning verkfallsaðgerða og Efling boðar þannig verkföll á gisti- og veitingahúsum um allt land. Bjarni segir jafnframt að í ljósi fregna af kröfum félaganna um tugprósenta launahækkanir að tillögur stjórnvalda, hvort sem væri í skattamálum eða húsnæðismálum, væru aldrei að fara að brúa bilið á milli deiluaðila. „Það eru auðvitað viss vonbrigði að þessi langa lota skyldi rata út í þennan farveg. Það er samt erfitt að segja að þetta komi á óvart miðað við það að það virðist hafa verið langt í land. Nú er að koma upp á yfirborðið að kröfurnar hljóða upp á 60 til 80, 85 prósent launahækkanir, og þá segi ég bara að það var ekki von að aðkoma stjórnvalda gæti hjálpað þegar það er jafnmikil gjá á milli aðilanna. Það var alveg ljóst að tillögur okkar um svona einstaka stefnumál, hvort sem laut að skattamálum eða aðgerðum í húsnæðismálum, þær voru aldrei að fara að brúa slíkt bil,“ sagði Bjarni þegar fréttastofa náði tali af honum í Ráðherrabústaðnum í morgun. Hann kvaðst aðspurður ekki sjá ástæðu til þess að stjórnvöld fari aftur yfir skattatillögur sínar og breyti þeim ef til vill. Tillögurnar væru vel útfærðar og kæmu láglaunafólki í fullu starfi best.Klippa: Viðtal við Bjarna Benediktsson vegna stöðunnar í kjaraviðræðum Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, segir alla geta verið sammála um það að staðan sé alvarleg ef fram fer sem horfir. „Mikilvægast er að aðilar vinnumarkaðar geti haldið sínu samtali áfram og reyna að leita leiða til þess að leysa þessi mál. Stjórnvöld eru og hafa verið tilbúin til þess að reyna að koma að því með einhverjum hætti. Áhrifin eru auðvitað aldrei góð af svona verkföllum ef til þeirra kemur. Mikilvægt er hins vegar að allir nálgist hvern annan af virðingu og eru lausnamiðaðir,“ sagði Ásmundur í samtali við fréttastofu í Ráðherrabústaðnum í morgun. Hann kvaðst hafa fullan skilning á baráttu stéttarfélaganna fyrir tekjulægstu hópa samfélagsins. Það væri þó þannig að samningarnir væru á milli atvinnulífsins annars vegar og stéttarfélaganna hins vegar þótt að stjórnvöld myndu reyn að koma að málum með einhverjum hætti. Þá þurfi að gæta að hagkerfinu og passa að hér verði ekki verðbólguskot.Klippa: Viðtal við Ásmund Einar Daðason vegna stöðunnar í kjaraviðræðum
Kjaramál Tengdar fréttir Segir fullyrðingar SA opinbera „sturlað viðhorf“ til kröfugerðarinnar Formaður VR gagnrýnir fullyrðingar SA um kröfur félagsins um launahækkanir. 22. febrúar 2019 11:00 Verkfall hefur áhrif á bróðurpart gisti- og veitingahúsa í landinu Verkfallið mun ná til starfsfólks í veitinga- og gistihúsum og hliðstæðri starfsemi á samningum Eflingar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. 22. febrúar 2019 12:00 Svarar Friðjóni fullum hálsi og hafnar „talnaleikfimi Fréttablaðsins og fyrirtækjaeigenda“ Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins og fjölmiðlamaður, segist ekki kannast við harðskeytta orðræðu hjá sér eða fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar. 22. febrúar 2019 10:17 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Segir fullyrðingar SA opinbera „sturlað viðhorf“ til kröfugerðarinnar Formaður VR gagnrýnir fullyrðingar SA um kröfur félagsins um launahækkanir. 22. febrúar 2019 11:00
Verkfall hefur áhrif á bróðurpart gisti- og veitingahúsa í landinu Verkfallið mun ná til starfsfólks í veitinga- og gistihúsum og hliðstæðri starfsemi á samningum Eflingar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. 22. febrúar 2019 12:00
Svarar Friðjóni fullum hálsi og hafnar „talnaleikfimi Fréttablaðsins og fyrirtækjaeigenda“ Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins og fjölmiðlamaður, segist ekki kannast við harðskeytta orðræðu hjá sér eða fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar. 22. febrúar 2019 10:17