Stöndum vörð um hreyfanleikann Þórlindur Kjartansson skrifar 22. febrúar 2019 07:15 Sumir hlutir eru svo augljósir að það telst nánast til marks um brenglun að efast um þá, nánast eins og grundvallarforsendur í stærðfræði eða fullsönnuð lögmál náttúrunnar. Til dæmis var lengi vitað að maður fitnar og verður veikur af því að borða feitmeti. Trúðu ekki allir hverju einasta orði í textanum þegar sungið var: „Þeir sem bara borða kjöt og bjúgu alla daga, feitir verða og flón af því og fá svo illt í maga?“ Það er nefnilega mjög gott þegar allir sjá sannleikann með sömu augum því þá þarf ekki að sólunda tíma í að ræða markmiðin heldur bara leiðirnar. Ef markmiðið er að koma í veg fyrir að fólk fitni þurfti því ekki að rífast mikið um það undanfarna áratugi hvað þyrfti að gera—heldur bara hvernig ætti að fara að því. Og spurningin um hvernig mætti sporna við offitu snerist ekki um orsakirnar, sem voru álitnar augljósar. Flestir þekkja núorðið söguna á bak við það hvernig linnulaus áróður gegn fitu í matvælum—hin raunverulega fitusmánun—leiddi til algjörrar samfélagslegrar samstöðu um það markmið að draga úr neyslu fitu. Allir lögðust á eitt. Stjórnvöld héldu úti áróðri og matvælaframleiðendur brugðust við með því að þróa leiðir til þess að ná fjandans fitunni út úr matnum, þannig að eftir væru bara prótín og kolvetni—sem allir vissu að voru meinholl. Og þegar í ljós kom að flest matvæli urðu nánast óæt þegar búið var að fjarlægja fituna af feitu bitunum þá var dælt fleiri kolvetnum—meiri sykri—í matinn. Þannig var hægt að auglýsa að þetta og hitt væri fitulaust eða fituskert. „Fáðér rúsínubrauð, nær algjörlega fitusnauð.“ Og eftir því sem meiri sykur fór í matinn, þeim mun duglegri voru börnin að borða alla þessa fitusnauðu hollustu. Og viti menn—það tókst. Fituneysla snarminnkaði á Vesturlöndum og allir urðu aftur grannir og spengilegir eins og glímukappar á gulnuðum myndum frá upphafi 20. aldar.Ketó Eða nei. Það var víst ekki þannig. Hollráðin reyndust stórhættuleg og stórjuku offitu og stuðluðu að illvígum lífsstílssjúkdómum. Þetta þarf eflaust ekki að tyggja ofan í lesendur, sem eru örugglega flestir fyrir löngu búnir að átta sig á vitleysunni, komnir í viðvarandi ketósu og flokka „grófa brauðið, krækiberin og kartöfluna“ með metamfetamíni og neyta helst ekki „steinseljunnar“ nema til hátíðabrigða. Á undanförnum hálfum áratug eða svo hefur nefnilega orðið hressilegur viðsnúningur í umræðunni um fituneyslu; og það þykir ekki lengur vera tilefni til geðrannsóknar þegar fólk segist lifa á litlu öðru en fituríkum matvælum. Nú eru allir sammála um að það er alls ekki fitan sem er hættuleg heldur einmitt kolvetnin sem áttu að bjarga okkur öllum frá því að verða offitu að bráð. Nú höfum við sem betur fer fundið rétta svarið, sem er einmitt alveg þveröfugt við vitlausa svarið sem allir trúðu skilyrðislaust á fyrir örfáum árum. Það góða við nýja svarið er þó auðvitað sú staðreynd að það er hið endanlega rétta svar, ólíkt því fyrra, sem allir gátu auðvitað séð að var mjög kolrangt, og einkum verður auðveldara að sjá það fyrir eftir því sem frá líður. Eða hvað?Ekki vera með vesen Sjálfsögð sannindi—sem enginn heilvita maður dregur í efa—eru auðvitað sérstaklega þægileg í stjórnmálum. Og ein sjálfsögðu sannindin sem stjórnmálamenn allra flokka eru tilbúnir til að kvitta upp á er að stöðugleiki sé ofsalega góður og eftirsóknarverður eiginleiki í samfélaginu. Þeir sem eru með vesen eru ásakaðir um að „ógna“ stöðugleikanum og eins og allir vita þá er stöðugleikinn svo góður fyrir alla að það er algjör óþarfi að ræða um hvort hann sé eftirsóknarverður; einungis um bestu leiðirnar til þess að ná honum fram. Aðilar vinnumarkaðarins segjast almennt séð vera sammála um að stöðugleiki sé ákaflega mikilvægt markmið; og vissulega má heita augljóst að andstaðan við stöðugleika—fullkomin upplausn—er ekki líkleg til þess að hjálpa til við sköpun neins konar lífsgæða. En stöðugleikinn getur líka farið út í öfgar. Hann getur stundum gefið fólki góðar aðstæður til þess að skapa efnahagsleg, félagsleg og menningarleg verðmæti en hann getur líka fryst í klakaböndum ósanngirni og óréttlæti. Ef stöðugleikinn verndar óverðskulduð forréttindi ákveðinna þjóðfélagshópa á kostnað annarra þá ætti krafa allra sem vilja réttlátara samfélag frekar að vera hreyfanleiki en stöðugleiki. Meðal annars af þessum ástæðum getur hár erfðafjárskattur verið réttlátur. Ef völd og peningar safnast um of á hendur þeirra sem ekki hafa sjálfir skapað verðmætin þá er næsta víst að hatrömm varðstaða um sérhagsmuni verður áberandi í stjórnmálunum. Slíkt ástand getur af sér gremju og óþol, algjörlega óháð því hvað óhrekjanlegar hagtölur segja um það hvort fólk hafi það gott eða slæmt.Gremja þrátt fyrir velsæld Ísland er mjög ríkt samfélag og hér ríkir miklu meiri tekjujöfnuður en víðast hvar í sambærilegum löndum. Því er heldur ekki mótmælt að lægstu laun hér eru mun betri en lægstu laun nánast alls staðar annars staðar. Samt sem áður virðist stefna í að allt hlaupi í bál og brand í illdeilum vegna kjarasamninga. Þetta er hörmuleg niðurstaða, ef af verður. Skaðinn af slíkum aðgerðum getur orðið yfirþyrmandi og mun líklega bitna einna verst á þeim fyrirtækjum sem eru að vaxa, stunda alþjóðleg viðskipti og standa í harðri samkeppni. Lausn á kjaradeilunum mun svo taka fyrst og fremst mið af rótgrónu, stóru fyrirtækjunum—stöðugu fyrirtækjunum, mjög líklega á kostnað þeirra smærri og vaxandi. Illdeilurnar, vantraustið og átakaþorstinn mun því hjálpa til við að festa í sessi hagsmuni þeirra stóru og sterku mjög líklega á kostnað þeirrar starfsemi sem þarf einmitt að ná að vaxa til þess að viðhalda samkeppnishæfni og velsæld á Íslandi. Ef nýr stöðugleiki er fenginn á kostnað hreyfanleika er öruggt að allir sigrar í baráttunni fyrir réttlæti verða skammvinnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Þórlindur Kjartansson Mest lesið Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Sjá meira
Sumir hlutir eru svo augljósir að það telst nánast til marks um brenglun að efast um þá, nánast eins og grundvallarforsendur í stærðfræði eða fullsönnuð lögmál náttúrunnar. Til dæmis var lengi vitað að maður fitnar og verður veikur af því að borða feitmeti. Trúðu ekki allir hverju einasta orði í textanum þegar sungið var: „Þeir sem bara borða kjöt og bjúgu alla daga, feitir verða og flón af því og fá svo illt í maga?“ Það er nefnilega mjög gott þegar allir sjá sannleikann með sömu augum því þá þarf ekki að sólunda tíma í að ræða markmiðin heldur bara leiðirnar. Ef markmiðið er að koma í veg fyrir að fólk fitni þurfti því ekki að rífast mikið um það undanfarna áratugi hvað þyrfti að gera—heldur bara hvernig ætti að fara að því. Og spurningin um hvernig mætti sporna við offitu snerist ekki um orsakirnar, sem voru álitnar augljósar. Flestir þekkja núorðið söguna á bak við það hvernig linnulaus áróður gegn fitu í matvælum—hin raunverulega fitusmánun—leiddi til algjörrar samfélagslegrar samstöðu um það markmið að draga úr neyslu fitu. Allir lögðust á eitt. Stjórnvöld héldu úti áróðri og matvælaframleiðendur brugðust við með því að þróa leiðir til þess að ná fjandans fitunni út úr matnum, þannig að eftir væru bara prótín og kolvetni—sem allir vissu að voru meinholl. Og þegar í ljós kom að flest matvæli urðu nánast óæt þegar búið var að fjarlægja fituna af feitu bitunum þá var dælt fleiri kolvetnum—meiri sykri—í matinn. Þannig var hægt að auglýsa að þetta og hitt væri fitulaust eða fituskert. „Fáðér rúsínubrauð, nær algjörlega fitusnauð.“ Og eftir því sem meiri sykur fór í matinn, þeim mun duglegri voru börnin að borða alla þessa fitusnauðu hollustu. Og viti menn—það tókst. Fituneysla snarminnkaði á Vesturlöndum og allir urðu aftur grannir og spengilegir eins og glímukappar á gulnuðum myndum frá upphafi 20. aldar.Ketó Eða nei. Það var víst ekki þannig. Hollráðin reyndust stórhættuleg og stórjuku offitu og stuðluðu að illvígum lífsstílssjúkdómum. Þetta þarf eflaust ekki að tyggja ofan í lesendur, sem eru örugglega flestir fyrir löngu búnir að átta sig á vitleysunni, komnir í viðvarandi ketósu og flokka „grófa brauðið, krækiberin og kartöfluna“ með metamfetamíni og neyta helst ekki „steinseljunnar“ nema til hátíðabrigða. Á undanförnum hálfum áratug eða svo hefur nefnilega orðið hressilegur viðsnúningur í umræðunni um fituneyslu; og það þykir ekki lengur vera tilefni til geðrannsóknar þegar fólk segist lifa á litlu öðru en fituríkum matvælum. Nú eru allir sammála um að það er alls ekki fitan sem er hættuleg heldur einmitt kolvetnin sem áttu að bjarga okkur öllum frá því að verða offitu að bráð. Nú höfum við sem betur fer fundið rétta svarið, sem er einmitt alveg þveröfugt við vitlausa svarið sem allir trúðu skilyrðislaust á fyrir örfáum árum. Það góða við nýja svarið er þó auðvitað sú staðreynd að það er hið endanlega rétta svar, ólíkt því fyrra, sem allir gátu auðvitað séð að var mjög kolrangt, og einkum verður auðveldara að sjá það fyrir eftir því sem frá líður. Eða hvað?Ekki vera með vesen Sjálfsögð sannindi—sem enginn heilvita maður dregur í efa—eru auðvitað sérstaklega þægileg í stjórnmálum. Og ein sjálfsögðu sannindin sem stjórnmálamenn allra flokka eru tilbúnir til að kvitta upp á er að stöðugleiki sé ofsalega góður og eftirsóknarverður eiginleiki í samfélaginu. Þeir sem eru með vesen eru ásakaðir um að „ógna“ stöðugleikanum og eins og allir vita þá er stöðugleikinn svo góður fyrir alla að það er algjör óþarfi að ræða um hvort hann sé eftirsóknarverður; einungis um bestu leiðirnar til þess að ná honum fram. Aðilar vinnumarkaðarins segjast almennt séð vera sammála um að stöðugleiki sé ákaflega mikilvægt markmið; og vissulega má heita augljóst að andstaðan við stöðugleika—fullkomin upplausn—er ekki líkleg til þess að hjálpa til við sköpun neins konar lífsgæða. En stöðugleikinn getur líka farið út í öfgar. Hann getur stundum gefið fólki góðar aðstæður til þess að skapa efnahagsleg, félagsleg og menningarleg verðmæti en hann getur líka fryst í klakaböndum ósanngirni og óréttlæti. Ef stöðugleikinn verndar óverðskulduð forréttindi ákveðinna þjóðfélagshópa á kostnað annarra þá ætti krafa allra sem vilja réttlátara samfélag frekar að vera hreyfanleiki en stöðugleiki. Meðal annars af þessum ástæðum getur hár erfðafjárskattur verið réttlátur. Ef völd og peningar safnast um of á hendur þeirra sem ekki hafa sjálfir skapað verðmætin þá er næsta víst að hatrömm varðstaða um sérhagsmuni verður áberandi í stjórnmálunum. Slíkt ástand getur af sér gremju og óþol, algjörlega óháð því hvað óhrekjanlegar hagtölur segja um það hvort fólk hafi það gott eða slæmt.Gremja þrátt fyrir velsæld Ísland er mjög ríkt samfélag og hér ríkir miklu meiri tekjujöfnuður en víðast hvar í sambærilegum löndum. Því er heldur ekki mótmælt að lægstu laun hér eru mun betri en lægstu laun nánast alls staðar annars staðar. Samt sem áður virðist stefna í að allt hlaupi í bál og brand í illdeilum vegna kjarasamninga. Þetta er hörmuleg niðurstaða, ef af verður. Skaðinn af slíkum aðgerðum getur orðið yfirþyrmandi og mun líklega bitna einna verst á þeim fyrirtækjum sem eru að vaxa, stunda alþjóðleg viðskipti og standa í harðri samkeppni. Lausn á kjaradeilunum mun svo taka fyrst og fremst mið af rótgrónu, stóru fyrirtækjunum—stöðugu fyrirtækjunum, mjög líklega á kostnað þeirra smærri og vaxandi. Illdeilurnar, vantraustið og átakaþorstinn mun því hjálpa til við að festa í sessi hagsmuni þeirra stóru og sterku mjög líklega á kostnað þeirrar starfsemi sem þarf einmitt að ná að vaxa til þess að viðhalda samkeppnishæfni og velsæld á Íslandi. Ef nýr stöðugleiki er fenginn á kostnað hreyfanleika er öruggt að allir sigrar í baráttunni fyrir réttlæti verða skammvinnir.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar