Laun bankastjóra Íslandsbanka ekki leiðandi að mati stjórnar bankans Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. febrúar 2019 10:25 Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. Fréttablaðið/Ernir Stjórn Íslandsbanka lítur svo á að laun Birnu Einarsdóttur, bankastjóra bankans, séu ekki leiðandi í samanburði við forstjóra á Íslandi.Þetta kemur fram í svari stjórnar bankans við bréfi Bankasýslu ríkisins sem sent var bankanum í liðinni viku. Þar var óskað eftir upplýsingum um sjónarmið ráðsins varðandi laun bankastjóra bankans.Samskonar bréf var sent til bankaráðs Landsbankans. Bréfin voru send í tilefni umfjöllunar umlaunhækkanir Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans.Í tilfelli Íslandsbanka taldi Bankasýslan sig ekki hafa fullnægjandi upplýsingar um launaþróun bankastjóra Íslandsbanka, auk þess sem óskað var eftir afstöðu stjórnarinnar til umræddrar launaþróunar, með tilliti til eigendastefnu ríkisins, þar sem meðal annars koma fram áherslur um „hófsemi í launaákvörðunum hjá fjármálafyrirtækjum í eigu ríkisins.“Í svari stjórnar bankanser bent á að laun Birnu, sem ráðinn var bankastjóri í október 2008 hafi lækkað um 600 þúsund krónur frá árinu 2016, sé tekið tillit til brottfalls samninga um kaupauka. Eftir að íslenska ríkið tók yfir bankann voru kaupaukar lagðir af í Íslandsbanka frá og með 1. janúar 2017.Höfuðstöðvar Íslandsbanka.vísir/vilhelmKemur fram að þann 1. janúar síðastliðinn hafi Birna verið með 4,2 milljónir á mánuði auk 200 þúsund króna í formi hlunninda, samtals 4,4 milljónir á mánuði. Mánaðarlaun bankastjóra Landsbankans eru 3,8 milljónir króna.Starfsárangur Birnu mjög góður að mati stjórnar Í svarinu eru launakjör Birnu rökstudd með tilliti til þess að starfsárangur hennar hafi verið afar góður. Þá sé bankinn „mjög stórt“ fyrirtæki á íslenskan mælikvarða. Alþjóðlega fjármálatímaritið EuroMoney hafi valið Íslandsbanka besta bankann árið 2018, efnahagur bankans sé traustur og rekstur stöðugur á sama tíma og viðskiptavinir hans hafi verið þeir ánægðustu þegar kemur að bankaþjónustu samkvæmt mælingum. Telur stjórnin sig hafa unnið í samræmi við ákvæði starfskjarastefnu bankans en þar er kveðið á um að föst laun og aðrar greiðslur skuli vera samkeppnishæf en ekki leiðandi. Þá segir einnig að stjórnin fari reglulega yfir samanburð á launakjörum bankastjóra við launakjör forstjóra á Íslandi. „Stjórn telur þann samanburð sýna að laun bankastjórans séu ekki leiðandi.“Svar stjórnar Íslandsbanka má lesa hér. Íslenskir bankar Kjaramál Mest lesið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Costco mun umturna íslenskum markaði Viðskipti innlent Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Stjórn Íslandsbanka lítur svo á að laun Birnu Einarsdóttur, bankastjóra bankans, séu ekki leiðandi í samanburði við forstjóra á Íslandi.Þetta kemur fram í svari stjórnar bankans við bréfi Bankasýslu ríkisins sem sent var bankanum í liðinni viku. Þar var óskað eftir upplýsingum um sjónarmið ráðsins varðandi laun bankastjóra bankans.Samskonar bréf var sent til bankaráðs Landsbankans. Bréfin voru send í tilefni umfjöllunar umlaunhækkanir Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans.Í tilfelli Íslandsbanka taldi Bankasýslan sig ekki hafa fullnægjandi upplýsingar um launaþróun bankastjóra Íslandsbanka, auk þess sem óskað var eftir afstöðu stjórnarinnar til umræddrar launaþróunar, með tilliti til eigendastefnu ríkisins, þar sem meðal annars koma fram áherslur um „hófsemi í launaákvörðunum hjá fjármálafyrirtækjum í eigu ríkisins.“Í svari stjórnar bankanser bent á að laun Birnu, sem ráðinn var bankastjóri í október 2008 hafi lækkað um 600 þúsund krónur frá árinu 2016, sé tekið tillit til brottfalls samninga um kaupauka. Eftir að íslenska ríkið tók yfir bankann voru kaupaukar lagðir af í Íslandsbanka frá og með 1. janúar 2017.Höfuðstöðvar Íslandsbanka.vísir/vilhelmKemur fram að þann 1. janúar síðastliðinn hafi Birna verið með 4,2 milljónir á mánuði auk 200 þúsund króna í formi hlunninda, samtals 4,4 milljónir á mánuði. Mánaðarlaun bankastjóra Landsbankans eru 3,8 milljónir króna.Starfsárangur Birnu mjög góður að mati stjórnar Í svarinu eru launakjör Birnu rökstudd með tilliti til þess að starfsárangur hennar hafi verið afar góður. Þá sé bankinn „mjög stórt“ fyrirtæki á íslenskan mælikvarða. Alþjóðlega fjármálatímaritið EuroMoney hafi valið Íslandsbanka besta bankann árið 2018, efnahagur bankans sé traustur og rekstur stöðugur á sama tíma og viðskiptavinir hans hafi verið þeir ánægðustu þegar kemur að bankaþjónustu samkvæmt mælingum. Telur stjórnin sig hafa unnið í samræmi við ákvæði starfskjarastefnu bankans en þar er kveðið á um að föst laun og aðrar greiðslur skuli vera samkeppnishæf en ekki leiðandi. Þá segir einnig að stjórnin fari reglulega yfir samanburð á launakjörum bankastjóra við launakjör forstjóra á Íslandi. „Stjórn telur þann samanburð sýna að laun bankastjórans séu ekki leiðandi.“Svar stjórnar Íslandsbanka má lesa hér.
Íslenskir bankar Kjaramál Mest lesið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Costco mun umturna íslenskum markaði Viðskipti innlent Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur