Þorvaldur ætlar að kæra hjólreiðamann eftir árekstur Birgir Olgeirsson skrifar 6. mars 2019 21:21 Mynd af stíg í Reykjavík en atvikið átti sér stað úti á Seltjarnarnesi. Vísir/Getty Þorvaldur Ingvarsson læknir íhugar að kæra hjólreiðamann til lögreglu eftir að hafa verið hjólaður niður á göngustíg úti á Seltjarnarnesi á þriðjudag í síðustu viku. Þorvaldur var á gangi með félaga sínum og hundi hans á stígnum við Bakkatjörn en Þorvaldur segir í samtali við Vísi að það hefði ekki átt að fara framhjá neinum að þeir voru á stígnum. Hann segist hafa heyrt einhvern kalla og snúið sér aftur til að athuga málið. „Þá skellur hjólreiðamaður á mér á fullum hraða,“ segir Þorvaldur. Margir hjólreiðamenn notast við forritið Strava þar sem hægt er að fylgjast með ferðum og hraða fólks, hvort sem það er gangandi, hjólandi eða hlaupandi.Þorvaldur Ingvarsson læknirÞorvaldur segir umræddan hjólreiðamann hafa verið á því forriti. Við skoðun á ferð hans um stíginn við Bakkatjörn kom í ljós að hann var á rúmlega þrjátíu kílómetra hraða. Þorvaldur kastaðist fram og aftur, missti andann og kom niður á hendur á fætur. „Og hálf vankaðist. Ég er allur lurkum laminn. Ég býð ekki í það ef þetta hefði verið krakki sem lenti í þessu,“ segir Þorvaldur. Spurður hvort eitthvað hefði farið á milli hans og hjólreiðamannsins eftir áreksturinn segist Þorvaldur hafa heyrt takmarkað í honum. „Ég náði varla andanum,“ segir Þorvaldur en honum heyrðist hjólreiðamaðurinn hafa skammað sig og félaga sinn fyrir að hafa verið fyrir honum. Félagi Þorvaldar fékk hins vegar nafn og kennitölu mannsins. „Og hafði áhyggjur af því að hjólið væri skemmt. Svo hjólaði hann sína leið,“ segir Þorvaldur. Hann segist hafa leitað á heilsugæslustöð í kjölfarið vegna eymsla í hálsi og baki en var einnig með skrapsár á hnjám og marbletti hingað og þangað um líkamann.Atvikið átti sér stað á stígnum við Nestjörn.Map.isÞorvaldur býst við því að fara á lögreglustöð og kæra málið. „Því mér finnst að það verði að gera eitthvað í þessu. Það verður að aðskilja betur þessa umferð gangandi og hjólandi.“ Hann segir þessa umferð ekki fara saman og bendir til dæmis á að á Ægissíðu séu stígar aðskildir fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur. „Hjólreiðamenn virðast samt hjóla meira á göngustígnum heldur en hjólastígnum sem var lagður fyrir þá. Það þarf ekki annað en að fara þarna til að sjá það. Fólk verður allavega að nýta hluti sem voru gerðir fyrir hjólreiðamenn og fara varlega.“ Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi, greindi frá því fyrr í dag að hann ætli að leggja fram tillögu í bæjarstjórn um hámarkshraða á göngustígum í sveitarfélaginu. Var ástæðan áreksturinn sem Þorvaldur varð fyrir í síðustu viku. Benti Karl á að í Garðabæ hafi verið settur 15 kílómetra hámarkshraði á klukkustund á stígum. Þorvaldur segist styðja þessa hugmynd eindregið. Hjólreiðar Seltjarnarnes Tengdar fréttir Vill hámarkshraða á blandaða stíga á Seltjarnarnesi Hámarkshraði á göngustígum gæti litið dagsins ljós á Seltjarnarnes en Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi og oddviti Viðreisnar/Neslista, hyggst leggja fram tillögu til bæjarstjórnar þess efnis að hámarkshraði verði settur á stíga 6. mars 2019 19:15 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Sjá meira
Þorvaldur Ingvarsson læknir íhugar að kæra hjólreiðamann til lögreglu eftir að hafa verið hjólaður niður á göngustíg úti á Seltjarnarnesi á þriðjudag í síðustu viku. Þorvaldur var á gangi með félaga sínum og hundi hans á stígnum við Bakkatjörn en Þorvaldur segir í samtali við Vísi að það hefði ekki átt að fara framhjá neinum að þeir voru á stígnum. Hann segist hafa heyrt einhvern kalla og snúið sér aftur til að athuga málið. „Þá skellur hjólreiðamaður á mér á fullum hraða,“ segir Þorvaldur. Margir hjólreiðamenn notast við forritið Strava þar sem hægt er að fylgjast með ferðum og hraða fólks, hvort sem það er gangandi, hjólandi eða hlaupandi.Þorvaldur Ingvarsson læknirÞorvaldur segir umræddan hjólreiðamann hafa verið á því forriti. Við skoðun á ferð hans um stíginn við Bakkatjörn kom í ljós að hann var á rúmlega þrjátíu kílómetra hraða. Þorvaldur kastaðist fram og aftur, missti andann og kom niður á hendur á fætur. „Og hálf vankaðist. Ég er allur lurkum laminn. Ég býð ekki í það ef þetta hefði verið krakki sem lenti í þessu,“ segir Þorvaldur. Spurður hvort eitthvað hefði farið á milli hans og hjólreiðamannsins eftir áreksturinn segist Þorvaldur hafa heyrt takmarkað í honum. „Ég náði varla andanum,“ segir Þorvaldur en honum heyrðist hjólreiðamaðurinn hafa skammað sig og félaga sinn fyrir að hafa verið fyrir honum. Félagi Þorvaldar fékk hins vegar nafn og kennitölu mannsins. „Og hafði áhyggjur af því að hjólið væri skemmt. Svo hjólaði hann sína leið,“ segir Þorvaldur. Hann segist hafa leitað á heilsugæslustöð í kjölfarið vegna eymsla í hálsi og baki en var einnig með skrapsár á hnjám og marbletti hingað og þangað um líkamann.Atvikið átti sér stað á stígnum við Nestjörn.Map.isÞorvaldur býst við því að fara á lögreglustöð og kæra málið. „Því mér finnst að það verði að gera eitthvað í þessu. Það verður að aðskilja betur þessa umferð gangandi og hjólandi.“ Hann segir þessa umferð ekki fara saman og bendir til dæmis á að á Ægissíðu séu stígar aðskildir fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur. „Hjólreiðamenn virðast samt hjóla meira á göngustígnum heldur en hjólastígnum sem var lagður fyrir þá. Það þarf ekki annað en að fara þarna til að sjá það. Fólk verður allavega að nýta hluti sem voru gerðir fyrir hjólreiðamenn og fara varlega.“ Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi, greindi frá því fyrr í dag að hann ætli að leggja fram tillögu í bæjarstjórn um hámarkshraða á göngustígum í sveitarfélaginu. Var ástæðan áreksturinn sem Þorvaldur varð fyrir í síðustu viku. Benti Karl á að í Garðabæ hafi verið settur 15 kílómetra hámarkshraði á klukkustund á stígum. Þorvaldur segist styðja þessa hugmynd eindregið.
Hjólreiðar Seltjarnarnes Tengdar fréttir Vill hámarkshraða á blandaða stíga á Seltjarnarnesi Hámarkshraði á göngustígum gæti litið dagsins ljós á Seltjarnarnes en Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi og oddviti Viðreisnar/Neslista, hyggst leggja fram tillögu til bæjarstjórnar þess efnis að hámarkshraði verði settur á stíga 6. mars 2019 19:15 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Sjá meira
Vill hámarkshraða á blandaða stíga á Seltjarnarnesi Hámarkshraði á göngustígum gæti litið dagsins ljós á Seltjarnarnes en Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi og oddviti Viðreisnar/Neslista, hyggst leggja fram tillögu til bæjarstjórnar þess efnis að hámarkshraði verði settur á stíga 6. mars 2019 19:15