Ráðherra segir af sér vegna meintra afskipta Trudeau af rannsókn Kjartan Kjartansson skrifar 5. mars 2019 07:35 Philpott segist hafa misst trú á viðbrögð ríkisstjórnar Trudeau við ásökununum. Vísir/Getty Jane Philpott, einn hæst setti ráðherrann í ríkisstjórn Justins Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur sagt af sér. Hún segist hafa misst trú á hvernig ríkisstjórnin hefur tekið á spillingarrannsókn á verkfræðifyrirtæki. Trudeau hefur verið sakaður um að þrýsta á dómsmálaráðherra sinn um að grípa inn í rannsóknina á fyrirtækinu. Í afsagnarbréfi sem Philpott, sem er forseti svonefnds fjármálaráðs Kanada, ritaði segist hún verða að fylgja grunngildum sínum og siðferðislegum og stjórnarskrárlegum skyldum. Hún hafi þungar áhyggjur af því að vísbendingar séu um að stjórnmálamenn og embættismenn hafi þrýst á fyrrverandi dómsmálaráðherra að beita sér í sakamálarannsókna á SNC-Lavalin. „Það getur kostað sitt að standa við lífsreglur sínar en það kostar enn meira að láta þær lönd og leið,“ skrifaði Philpott sem sagði sér ekki lengur sætt í ríkisstjórninni. Hún ætlar þó áfram að sitja sem þingmaður Frjálslynda flokksins. Trudeau sagði afsögn Philpott vonbrigði en að hann hefði skilning á henni. Vinsældir hans í skoðanakönnunum hafa minnkað vegna hneykslismálsins en kosið verður til þings í október. Philpott er þriðji ráðherrann sem hefur sagt af sér vegna þess, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. SNC-Lavalin er eitt stærsta verkfræði- og byggingarfyrirtæki heims. Það hefur verið til rannsóknar vegna ásakana um fjársvik og spillingu vegna meintra mútugreiðslna til líbískra embættismanna á árunum 2001 til 2011. Jody Wilson-Raybould sagði af sér sem dómsmálaráðherra í febrúar og sagði þá að hún og starfslið hennar hefði setið undir sífelldum og óviðeigandi tilraunum til að koma SNC-Lavalin undan saksókn. Trudeau og nokkrir helstu ráðgjafar hans hafa verið sakaðir um að hafa staðið að þeim tilraunum. Einn helsti ráðgjafi forsætisráðherrann sagði af sér upp úr miðjum febrúar en neitaði að hafa gert nokkuð óviðeigandi í starfi. Kanada Tengdar fréttir Forsætisráðherra Kanada sagður hafa reynt að koma verkfræðistofu undan málaferlum Trudeau hafnar ásökununum. 11. febrúar 2019 22:46 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Jane Philpott, einn hæst setti ráðherrann í ríkisstjórn Justins Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur sagt af sér. Hún segist hafa misst trú á hvernig ríkisstjórnin hefur tekið á spillingarrannsókn á verkfræðifyrirtæki. Trudeau hefur verið sakaður um að þrýsta á dómsmálaráðherra sinn um að grípa inn í rannsóknina á fyrirtækinu. Í afsagnarbréfi sem Philpott, sem er forseti svonefnds fjármálaráðs Kanada, ritaði segist hún verða að fylgja grunngildum sínum og siðferðislegum og stjórnarskrárlegum skyldum. Hún hafi þungar áhyggjur af því að vísbendingar séu um að stjórnmálamenn og embættismenn hafi þrýst á fyrrverandi dómsmálaráðherra að beita sér í sakamálarannsókna á SNC-Lavalin. „Það getur kostað sitt að standa við lífsreglur sínar en það kostar enn meira að láta þær lönd og leið,“ skrifaði Philpott sem sagði sér ekki lengur sætt í ríkisstjórninni. Hún ætlar þó áfram að sitja sem þingmaður Frjálslynda flokksins. Trudeau sagði afsögn Philpott vonbrigði en að hann hefði skilning á henni. Vinsældir hans í skoðanakönnunum hafa minnkað vegna hneykslismálsins en kosið verður til þings í október. Philpott er þriðji ráðherrann sem hefur sagt af sér vegna þess, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. SNC-Lavalin er eitt stærsta verkfræði- og byggingarfyrirtæki heims. Það hefur verið til rannsóknar vegna ásakana um fjársvik og spillingu vegna meintra mútugreiðslna til líbískra embættismanna á árunum 2001 til 2011. Jody Wilson-Raybould sagði af sér sem dómsmálaráðherra í febrúar og sagði þá að hún og starfslið hennar hefði setið undir sífelldum og óviðeigandi tilraunum til að koma SNC-Lavalin undan saksókn. Trudeau og nokkrir helstu ráðgjafar hans hafa verið sakaðir um að hafa staðið að þeim tilraunum. Einn helsti ráðgjafi forsætisráðherrann sagði af sér upp úr miðjum febrúar en neitaði að hafa gert nokkuð óviðeigandi í starfi.
Kanada Tengdar fréttir Forsætisráðherra Kanada sagður hafa reynt að koma verkfræðistofu undan málaferlum Trudeau hafnar ásökununum. 11. febrúar 2019 22:46 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Forsætisráðherra Kanada sagður hafa reynt að koma verkfræðistofu undan málaferlum Trudeau hafnar ásökununum. 11. febrúar 2019 22:46