Nálgast samkomulag um vöruviðskipti eftir Brexit Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. mars 2019 20:30 Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi. Íslensk og bresk stjórnvöld eru að nálgast samkomulag um vöruviðskipti ríkjanna eftir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu að sögn sendiherra Bretlands á Íslandi. Utanríkisráðherra segir heppilegra fyrir Ísland ef Bretar ná samningum við Evrópusambandið fyrir útgönguna. Ríkisstjórn Theresu May hyggst halda til streitu fyrirliggjandi samningi við Evrópusambandið sem brösulega hefur gengið að fá samþykktan í breska þinginu. Önnur atkvæðagreiðsla er áformuð á þriðjudaginn í næstu viku. „Við ræðum nú við ESB um breytingar, einkum á svokölluðum fyrirvara um landamæri N-Írlands. Við vonumst svo til að leggja málið aftur fyrir breska þingið fyrir 12. mars. Og efna til annarrar atkvæðagreiðslu um samkomulagið við ESB,“ segir Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi. Bresk-íslenska viðskiptaráðið og Samtök verslunar og þjónustu, í samvinnu við utanríkisráðuneytið og breska sendiráðið stóðu fyrir málfundi í morgun um stöðuna sem uppi er, enda á Ísland töluverðra hagsmuna að gæta. „Ef við skoðum málið út frá því að ekkert samkomulag verði. Þá er Ísland utan við tollabandalag ESB. Það mun því hafa takmörkuð áhrif. Við erum einnig við það að ná samkomulagi um vöruviðskipti. Verði ekkert Brexit-samkomulag getum við haldið áfram. Fríverslun með tollaívilnunum sem er þegar fyrir hendi. Áfram verður hægt að flytja íslenskar fiskaafurðir hindrunarlaust til Bretlands.“ Utanríkisráðherra tekur í sama streng. „Núna er staðan sú að það væri einfaldara fyrir okkur ef að Bretar færu út með samningi en ef þeir fara án samnings þá reynum við búa þannig um hnútana að það muni hafa sem minnst áhrif á Íslendinga og íslenskt atvinnulíf. En sumt ráðum við ekkert við og það eru samskipti Evrópusambandsins og Bretlands,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Brexit Utanríkismál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Sjá meira
Íslensk og bresk stjórnvöld eru að nálgast samkomulag um vöruviðskipti ríkjanna eftir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu að sögn sendiherra Bretlands á Íslandi. Utanríkisráðherra segir heppilegra fyrir Ísland ef Bretar ná samningum við Evrópusambandið fyrir útgönguna. Ríkisstjórn Theresu May hyggst halda til streitu fyrirliggjandi samningi við Evrópusambandið sem brösulega hefur gengið að fá samþykktan í breska þinginu. Önnur atkvæðagreiðsla er áformuð á þriðjudaginn í næstu viku. „Við ræðum nú við ESB um breytingar, einkum á svokölluðum fyrirvara um landamæri N-Írlands. Við vonumst svo til að leggja málið aftur fyrir breska þingið fyrir 12. mars. Og efna til annarrar atkvæðagreiðslu um samkomulagið við ESB,“ segir Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi. Bresk-íslenska viðskiptaráðið og Samtök verslunar og þjónustu, í samvinnu við utanríkisráðuneytið og breska sendiráðið stóðu fyrir málfundi í morgun um stöðuna sem uppi er, enda á Ísland töluverðra hagsmuna að gæta. „Ef við skoðum málið út frá því að ekkert samkomulag verði. Þá er Ísland utan við tollabandalag ESB. Það mun því hafa takmörkuð áhrif. Við erum einnig við það að ná samkomulagi um vöruviðskipti. Verði ekkert Brexit-samkomulag getum við haldið áfram. Fríverslun með tollaívilnunum sem er þegar fyrir hendi. Áfram verður hægt að flytja íslenskar fiskaafurðir hindrunarlaust til Bretlands.“ Utanríkisráðherra tekur í sama streng. „Núna er staðan sú að það væri einfaldara fyrir okkur ef að Bretar færu út með samningi en ef þeir fara án samnings þá reynum við búa þannig um hnútana að það muni hafa sem minnst áhrif á Íslendinga og íslenskt atvinnulíf. En sumt ráðum við ekkert við og það eru samskipti Evrópusambandsins og Bretlands,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Brexit Utanríkismál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Sjá meira