Eiga allir að grauta í öllu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar 4. mars 2019 13:07 Læknar eru læknar og lækna fólk, röntgentæknar taka röntgenmyndir, flugumferðarsjórar stjórna flugumferð, vélstjórar stjórna vélum og forritarar forrita. Fáum dettur í hug að láta þessa hópa fara gera eitthvað allt annað en þeir eru menntaðir til. En í skólakerfinu virðist hins vegar vera í lagi að allir séu að grautast í öllu á öllum skólastigum. Þannig mátti túlka það sem mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, sagði á opnum fundi með kennurum í nóvember síðastliðnum í Fjölbrautaskólanum í Ármúla. Í kjölfar fundarins bárust Félagi framhaldsskólakennara ályktanir frá kennurum í 13 framhaldskólum landsins, þar sem varað er sterklega við þessum hugmyndum.Skyndilega í samráðsgátt Í nóvember var hugmyndin á byrjunarreit, en nú er hún hins vegar orðin að frumvarpi sem er komið inn í samráðsgátt stjórnvalda, þrátt fyrir formlega tilkynningu um að málinu yrði frestað til hausts. Á að keyra málið í gegn á þessu þingi og af hverju er þessi flýtir? Á sama fundi sagði Lilja að sérhæfing innan skólakerfsins myndi haldast innan framhaldsskólans, þar sem margir kennarar eru með BA eða MA próf í sinni kennslugrein og hafa svo bætt við sig kennsluréttindum. Gott og vel, sérhæfing er góð, glutrum henni ekki niður. Af framsögu Lilju mátti líka skilja að frumvarpið væri tilkomið að stærstum hluta vegna þess að hún hefur áhyggjur af stöðu grunnskólanna, þar sem hún sagði að væri fyrirsjáanlegur kennaraskortur. En starfsumhverfi framhaldsskóla væri gott um þessar mundir. Vel má vera að það hafi batnað og þar eiga launahækkanir fyrst og fremst stærstan hlut.Grunnskólavandamál? En fyrst kennaravandinn er svona brýnn í grunn- og leikskóla, hvers vegna þá ekki að grípa til sérstakra aðgerða, eins og betri launa og starfsskilyrða, sem beinast fyrst og fremst að þessum skólastigum? Það væri miklu eðlilegra skref til að glíma við vanda skólakerfisins, frekar en að keyra í gegn ný lög um eitt leyfisbréf sem engin þörf á. Fyrir allar stéttir skipta almenn kjör mestu máli, að vinnan sé metin að verðleikum, að fóllki finnist það vera að gera gagn og að það njóti virðingar fyrir störf sín. Væri ekki nær að vinna að því?Leyfisbréf engin töfralausn Eitt leyfisbréf á línuna er ekki sú töfralausn sem við þurfum til að leysa vandamál menntakerfsins. Lausnin felst í að bæta almenn launakjör grunn- og leikskólakennara, þannig að þeir verði ánægðari með kjör sín og þar með ánægðari í sínu starfi. Og að ungt fólk sjái sér hag í og vilji leggja kennarastarfið fyrir sig, því það er bæði lifandi og skemmtilegt. Þá verður enginn kennaraskortur. Brýnna er að huga að menntun kennara, vettvangsnámi þeirra og nýliðun í stéttinni til þess að bæta menntakerfið á Íslandi. Það er gott eins og er, en getur að sjálfsögðu orðið enn betra. Og að því skulum við stefna.Höfundur er framhaldsskólakennari og formaður kennarafélags Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Læknar eru læknar og lækna fólk, röntgentæknar taka röntgenmyndir, flugumferðarsjórar stjórna flugumferð, vélstjórar stjórna vélum og forritarar forrita. Fáum dettur í hug að láta þessa hópa fara gera eitthvað allt annað en þeir eru menntaðir til. En í skólakerfinu virðist hins vegar vera í lagi að allir séu að grautast í öllu á öllum skólastigum. Þannig mátti túlka það sem mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, sagði á opnum fundi með kennurum í nóvember síðastliðnum í Fjölbrautaskólanum í Ármúla. Í kjölfar fundarins bárust Félagi framhaldsskólakennara ályktanir frá kennurum í 13 framhaldskólum landsins, þar sem varað er sterklega við þessum hugmyndum.Skyndilega í samráðsgátt Í nóvember var hugmyndin á byrjunarreit, en nú er hún hins vegar orðin að frumvarpi sem er komið inn í samráðsgátt stjórnvalda, þrátt fyrir formlega tilkynningu um að málinu yrði frestað til hausts. Á að keyra málið í gegn á þessu þingi og af hverju er þessi flýtir? Á sama fundi sagði Lilja að sérhæfing innan skólakerfsins myndi haldast innan framhaldsskólans, þar sem margir kennarar eru með BA eða MA próf í sinni kennslugrein og hafa svo bætt við sig kennsluréttindum. Gott og vel, sérhæfing er góð, glutrum henni ekki niður. Af framsögu Lilju mátti líka skilja að frumvarpið væri tilkomið að stærstum hluta vegna þess að hún hefur áhyggjur af stöðu grunnskólanna, þar sem hún sagði að væri fyrirsjáanlegur kennaraskortur. En starfsumhverfi framhaldsskóla væri gott um þessar mundir. Vel má vera að það hafi batnað og þar eiga launahækkanir fyrst og fremst stærstan hlut.Grunnskólavandamál? En fyrst kennaravandinn er svona brýnn í grunn- og leikskóla, hvers vegna þá ekki að grípa til sérstakra aðgerða, eins og betri launa og starfsskilyrða, sem beinast fyrst og fremst að þessum skólastigum? Það væri miklu eðlilegra skref til að glíma við vanda skólakerfisins, frekar en að keyra í gegn ný lög um eitt leyfisbréf sem engin þörf á. Fyrir allar stéttir skipta almenn kjör mestu máli, að vinnan sé metin að verðleikum, að fóllki finnist það vera að gera gagn og að það njóti virðingar fyrir störf sín. Væri ekki nær að vinna að því?Leyfisbréf engin töfralausn Eitt leyfisbréf á línuna er ekki sú töfralausn sem við þurfum til að leysa vandamál menntakerfsins. Lausnin felst í að bæta almenn launakjör grunn- og leikskólakennara, þannig að þeir verði ánægðari með kjör sín og þar með ánægðari í sínu starfi. Og að ungt fólk sjái sér hag í og vilji leggja kennarastarfið fyrir sig, því það er bæði lifandi og skemmtilegt. Þá verður enginn kennaraskortur. Brýnna er að huga að menntun kennara, vettvangsnámi þeirra og nýliðun í stéttinni til þess að bæta menntakerfið á Íslandi. Það er gott eins og er, en getur að sjálfsögðu orðið enn betra. Og að því skulum við stefna.Höfundur er framhaldsskólakennari og formaður kennarafélags Fjölbrautaskólans í Garðabæ.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun