Bumbur minnka og minnka í Hveragerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. mars 2019 20:30 Það er líf og fjör í eina uppblásna íþróttahúsi landsins, Hamarshöllinni í Hveragerði þessa dagana því þar taka um áttatíu íbúar bæjarins, sextíu ára og eldri í heilsueflingarverkefni sem Hveragerðisbær býður upp á. „Maður verður aðeins skárri og bumban minnkar aðeins“, segir einn þátttakandi.Það fer vel um 60 plús hópinn í Hamarshöllinni þar sem þau gera styrktaræfingar undir stjórn Jónínu Benediktsdóttur sem býr í Hveragerði. Verkefnið er hluti af Heilsueflandi Samfélagi sem Hveragerðisbær tekur þátt í. Dagskrá átaksins byggir á styrktarþjálfun, þolþjálfun og fræðslufyrirlestrum um næringu, líkamsrækt og andlegt heilbrigði.„Það er bara einhver heilsubylting í gangi hér í Hveragerði, þökk sé bæjarfélaginu að bjóða 60 ára og eldri upp á þessa þjónustu í þessu frábæra húsi. Ég er fyrst og fremst að þjálfa fólkið í liðleika, styrk og úthaldi. Við erum einnig að fara yfir lífstílstengda sjúkdóma, sem er alveg nýtt á Íslandi í þessum geira mínum. Þátttakan á námskeiðinu er frábær, ég held að þetta sé bara heimsmet miðað við höfðatölu. Ég er svo orðlaus og rosalega þakklát fyrir að vera treyst fyrir þessu verkefni“, segir Jónina. Jónína Benediktsdóttir, sem býr í Hveragerði hefur yfirumsjón með verkefninu sem er ókeypis og stendur yfir í átta vikur.Öll aðstaða í Hamarshöllinni er til fyrirmyndar fyrir hópinn. „Þetta er náttúrulega alveg magnað framtak að vera með þetta í gang, alveg stórkostlegt og þökk sé Jónínu og bæjarfélaginu, þetta er frábært, það hafa allir gott af þessu“, segir Birgir Helgason, þátttakandi á námskeiðinu. Jóna Einarsdóttir, íbúi í Hveragerði og þátttakandi á námskeiðinu tekur undir það með Birgi. „Það eru 16 ár síðan ég hætti á Heilsustofnun og þar vann ég í 39 ár. Ég veit hvað er kennt þar og ég hef reynt að hafa þann lífsstíl áfram“. Ísleifur Gíslason, sem er líka þátttakandi á námskeiðinu er alsæll með það. „Maður verður aðeins skárri og bumban minnkar aðeins og svoleiðis, það er kannski aðal skemmtunin“, segir Ísleifur. Hópurinn við æfingar í Hamarshöllinni.Magnús HlynurHópurinn sem tekur þátt í heilsueflingarverkefni Hveragerðisbæjar þar sem Hamarshöllin nýtist vel undir ýmsar æfingar.Magnús Hlynur Heilsa Hveragerði Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Það er líf og fjör í eina uppblásna íþróttahúsi landsins, Hamarshöllinni í Hveragerði þessa dagana því þar taka um áttatíu íbúar bæjarins, sextíu ára og eldri í heilsueflingarverkefni sem Hveragerðisbær býður upp á. „Maður verður aðeins skárri og bumban minnkar aðeins“, segir einn þátttakandi.Það fer vel um 60 plús hópinn í Hamarshöllinni þar sem þau gera styrktaræfingar undir stjórn Jónínu Benediktsdóttur sem býr í Hveragerði. Verkefnið er hluti af Heilsueflandi Samfélagi sem Hveragerðisbær tekur þátt í. Dagskrá átaksins byggir á styrktarþjálfun, þolþjálfun og fræðslufyrirlestrum um næringu, líkamsrækt og andlegt heilbrigði.„Það er bara einhver heilsubylting í gangi hér í Hveragerði, þökk sé bæjarfélaginu að bjóða 60 ára og eldri upp á þessa þjónustu í þessu frábæra húsi. Ég er fyrst og fremst að þjálfa fólkið í liðleika, styrk og úthaldi. Við erum einnig að fara yfir lífstílstengda sjúkdóma, sem er alveg nýtt á Íslandi í þessum geira mínum. Þátttakan á námskeiðinu er frábær, ég held að þetta sé bara heimsmet miðað við höfðatölu. Ég er svo orðlaus og rosalega þakklát fyrir að vera treyst fyrir þessu verkefni“, segir Jónina. Jónína Benediktsdóttir, sem býr í Hveragerði hefur yfirumsjón með verkefninu sem er ókeypis og stendur yfir í átta vikur.Öll aðstaða í Hamarshöllinni er til fyrirmyndar fyrir hópinn. „Þetta er náttúrulega alveg magnað framtak að vera með þetta í gang, alveg stórkostlegt og þökk sé Jónínu og bæjarfélaginu, þetta er frábært, það hafa allir gott af þessu“, segir Birgir Helgason, þátttakandi á námskeiðinu. Jóna Einarsdóttir, íbúi í Hveragerði og þátttakandi á námskeiðinu tekur undir það með Birgi. „Það eru 16 ár síðan ég hætti á Heilsustofnun og þar vann ég í 39 ár. Ég veit hvað er kennt þar og ég hef reynt að hafa þann lífsstíl áfram“. Ísleifur Gíslason, sem er líka þátttakandi á námskeiðinu er alsæll með það. „Maður verður aðeins skárri og bumban minnkar aðeins og svoleiðis, það er kannski aðal skemmtunin“, segir Ísleifur. Hópurinn við æfingar í Hamarshöllinni.Magnús HlynurHópurinn sem tekur þátt í heilsueflingarverkefni Hveragerðisbæjar þar sem Hamarshöllin nýtist vel undir ýmsar æfingar.Magnús Hlynur
Heilsa Hveragerði Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira