Algengt að taka sér frí fyrir háskólanám Ari Brynjólfsson skrifar 2. mars 2019 11:00 Þórunn Hilda Jónasdóttir stóð í ströngu í gær við að undirbúa Háskóladaginn í HR. Fréttablaðið/Stefán Karlsson Í dag, laugardag, kynna sjö háskólar landsins yfir 500 námsbrautir í húsakynnum HÍ, HR og LHÍ frá kl. 12 til 16. Þar geta gestir og gangandi kynnt sér námsframboðið ásamt því að spjalla við nemendur og starfsfólk skólanna um allt sem viðkemur náminu. Katrín Árnadóttir, forstöðumaður markaðssviðs Háskólans á Akureyri, segir að skólinn hafi varla undan að taka við nemendum. „Við erum svo gott sem full.“ Hún skynjar meiri áhuga stúdenta á hjúkrunarfræði og sálfræði, þar að auki sé allt fullt í lögreglunámið. HA býður upp á sveigjanlegt nám sem þýðir að nemendur þurfa ekki að mæta í skólann heldur geta sinnt því að mestu leyti heima, hvar sem er. Katrín segir skólann ítreka það við nemendur að háskólanám sé krefjandi og í raun full vinna. „Við reynum að impra á þessu við nemendur okkar, en eins og í samfélaginu öllu, það er mikill hraði og mikil krafa að margir nemar eru bara búnir á því á þriðja ári,“ segir Katrín. Sömu sögu er að heyra hjá Háskólanum í Reykjavík. Þar á bæ er stöðug fjölgun á öllum námsbrautum, flestir eru á leið í tölvunarfræði. HR hefur lagt mikið upp úr því að jafna hlut kynjanna í tæknigreinum og hefur það gengið vel, eru konur nú um þriðjungur nemenda í tölvunarfræði. Ilmur Dögg Gísladóttir, kynningarstjóri Listaháskóla Íslands, segir að margir fari beint í háskólanám eftir stúdent en jafn margir taki sér ársfrí, ferðist eða nýti pásuárið til þess að undirbúa sig sérstaklega fyrir LHÍ. „Það er jöfn ásókn á langflestar námsbrautir LHÍ en stærsta deildin er hönnunar- og arkitektúrdeild. Við sjáum sveiflur í vinsældum einstaka námsbrauta svo sem í fatahönnun og vöruhönnun,“ segir Ilmur. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Sjá meira
Í dag, laugardag, kynna sjö háskólar landsins yfir 500 námsbrautir í húsakynnum HÍ, HR og LHÍ frá kl. 12 til 16. Þar geta gestir og gangandi kynnt sér námsframboðið ásamt því að spjalla við nemendur og starfsfólk skólanna um allt sem viðkemur náminu. Katrín Árnadóttir, forstöðumaður markaðssviðs Háskólans á Akureyri, segir að skólinn hafi varla undan að taka við nemendum. „Við erum svo gott sem full.“ Hún skynjar meiri áhuga stúdenta á hjúkrunarfræði og sálfræði, þar að auki sé allt fullt í lögreglunámið. HA býður upp á sveigjanlegt nám sem þýðir að nemendur þurfa ekki að mæta í skólann heldur geta sinnt því að mestu leyti heima, hvar sem er. Katrín segir skólann ítreka það við nemendur að háskólanám sé krefjandi og í raun full vinna. „Við reynum að impra á þessu við nemendur okkar, en eins og í samfélaginu öllu, það er mikill hraði og mikil krafa að margir nemar eru bara búnir á því á þriðja ári,“ segir Katrín. Sömu sögu er að heyra hjá Háskólanum í Reykjavík. Þar á bæ er stöðug fjölgun á öllum námsbrautum, flestir eru á leið í tölvunarfræði. HR hefur lagt mikið upp úr því að jafna hlut kynjanna í tæknigreinum og hefur það gengið vel, eru konur nú um þriðjungur nemenda í tölvunarfræði. Ilmur Dögg Gísladóttir, kynningarstjóri Listaháskóla Íslands, segir að margir fari beint í háskólanám eftir stúdent en jafn margir taki sér ársfrí, ferðist eða nýti pásuárið til þess að undirbúa sig sérstaklega fyrir LHÍ. „Það er jöfn ásókn á langflestar námsbrautir LHÍ en stærsta deildin er hönnunar- og arkitektúrdeild. Við sjáum sveiflur í vinsældum einstaka námsbrauta svo sem í fatahönnun og vöruhönnun,“ segir Ilmur.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Sjá meira