Formaður VR segir verkalýðsfélög nauðbeygð í aðgerðir Heimir Már Pétursson skrifar 1. mars 2019 14:45 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. vísir/vilhelm Formaður VR segir verkalýðsfélögunum nauðugur sá kostur að boða til verkfalla til að þrýsta á körfur sínar gagnvart Samtökum atvinnulífsins. Stærstu hótel landsins og hópbifreiðafyrirtækin séu mikilvæg í samfélaginu og vonandi dragi verkfallsboðun hjá þeim atvinnurekendur aftur að samningaborðinu. VR og Efling hafa ákveðið að boða til atkvæðagreiðslu um röð verkfalla hjá tuttugu stærstu hótelunum og hópbifreiðafyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu og í Hvergagerði. Aðgerðirnar munu fyrst um sinn standa yfir í einn dag og síðan þrjá og enda með allsherjarverkfalli hinn fyrsta maí. Þá hefur Verkalýðsfélag Akraness ákveðið að boða til allsherjarverkfalls í apríl. Fyrstu sameiginlegu aðgerðir Eflingar og VR verða hinn 22. mars þegar félagsmenn félaganna fara í eins dags verkfall verði aðgerðirnar samþykktar í atkvæðagreiðslu, sem Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir að boðað verði til í næstu viku. Áhrif aðgerðanna yrðu mikil þar sem þær munu ná yfir stóran hluta starfsmanna tuttugu stærstu hótelanna sem og hópferðabílafyrirtækja og má því segja að ferðaþjónustan lamist. Aðgerðirnar stigmagnast síðan með tveggja daga verkfalli hinn 28. mars, þriggja daga verkföllum sem myndu hefjast 3., 9., 15. og 23. mars og enda í ótímabundnu verkfalli hinn 1. maí hafi ekki samist. Ragnar Þór segir ekki tilviljun að aðgerðir beinist að þessum hópi fyrirtækja. „Fyrst og fremst vegna þess að þarna myndi ég segja að hafi verið gríðarlegur uppgangur á kostnað vinnuaflsins. Þarna er launastrúktúrinn nánast byggður upp á strípuðum töxtum,” segir Ragnar Þór. Aðeins starfsmenn sem verkföllin munu ná til greiða atkvæði um verkföllin. En þau munu til að mynda ná til Fosshótela, Íslandshótela, Flugleiðahótela, KEA og fleiri stórra hótela. Ragnar Þór segir þetta vera fyrirtæki sem séu það mikilvæg í íslensku samfélagi að aðgerðir gegn þeim muni þrýsta viðsemjendum aftur að borðinu. „Þetta snýst í rauninni ekki um að fara í verkföll bara til að fara í verkföll. Þetta er mjög alvarlegur hlutur og það er enginn að leika sér í þessu. Við erum einfaldlega nauðbeygð í aðgerðir og þá forum við í aðgerðir. Þetta er okkar helsta vopn. Til að fara í aðgerðir þurfa þær að bíta og við teljum að þær muni bíta fast í þessari atvinnugrein og hjá þessum fyrirtækjum,” segir Ragnar Þór Ingólfsson. Þá hefur Verkalýðsfélag Akraness ákveðið að boða til atkvæðagreiðslu um boðun allsherjarverkfalls félagsmanna sinna. Atkvæðagreiðslan hefst hinn 29. mars og stendur til 5. apríl og ef verkfallsboðun verður samþykkt hæfist allsherjarverkfall félagsmanna á Akranesi hinn 12. apríl. Kjaramál Tengdar fréttir Kosið um allsherjarverkfall á Skaganum Stjórn Verkalýðsfélags Akraness hefur ákveðið að láta fara fram allsherjaatkvæðagreiðslu um verkfallsboðun meðal félagsmanna sinna sem heyra undir kjarasamning sem félagið á við Samtök atvinnulífsins vegna veitinga-, gisti-, þjónustu og greiðasölustaða, afþreyingarfyrirtækja og hliðstæðrar starfsemi. 1. mars 2019 10:37 Efling stendur öðruvísi að næstu atkvæðagreiðslu um verkfall Samninganefnd Eflingar-stéttarfélags samþykkti á fundi sínum í gær 28. febrúar 2019 að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum og á 40 hótelum á félagssvæði Eflingar á tilteknum dagsetningum. 1. mars 2019 10:54 VR stefnir á fimmtán verkfallsdaga og svo allsherjarstopp þann 1. maí Stjórn VR samþykkti á fundi sínum þann 25. febrúar 2019, að boða til leynilegrar atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði. Aðeins starfsmenn fyrirtækja, sem verkfallið mun taka til, munu greiða atkvæði um verkfall. 1. mars 2019 10:24 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Sjá meira
Formaður VR segir verkalýðsfélögunum nauðugur sá kostur að boða til verkfalla til að þrýsta á körfur sínar gagnvart Samtökum atvinnulífsins. Stærstu hótel landsins og hópbifreiðafyrirtækin séu mikilvæg í samfélaginu og vonandi dragi verkfallsboðun hjá þeim atvinnurekendur aftur að samningaborðinu. VR og Efling hafa ákveðið að boða til atkvæðagreiðslu um röð verkfalla hjá tuttugu stærstu hótelunum og hópbifreiðafyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu og í Hvergagerði. Aðgerðirnar munu fyrst um sinn standa yfir í einn dag og síðan þrjá og enda með allsherjarverkfalli hinn fyrsta maí. Þá hefur Verkalýðsfélag Akraness ákveðið að boða til allsherjarverkfalls í apríl. Fyrstu sameiginlegu aðgerðir Eflingar og VR verða hinn 22. mars þegar félagsmenn félaganna fara í eins dags verkfall verði aðgerðirnar samþykktar í atkvæðagreiðslu, sem Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir að boðað verði til í næstu viku. Áhrif aðgerðanna yrðu mikil þar sem þær munu ná yfir stóran hluta starfsmanna tuttugu stærstu hótelanna sem og hópferðabílafyrirtækja og má því segja að ferðaþjónustan lamist. Aðgerðirnar stigmagnast síðan með tveggja daga verkfalli hinn 28. mars, þriggja daga verkföllum sem myndu hefjast 3., 9., 15. og 23. mars og enda í ótímabundnu verkfalli hinn 1. maí hafi ekki samist. Ragnar Þór segir ekki tilviljun að aðgerðir beinist að þessum hópi fyrirtækja. „Fyrst og fremst vegna þess að þarna myndi ég segja að hafi verið gríðarlegur uppgangur á kostnað vinnuaflsins. Þarna er launastrúktúrinn nánast byggður upp á strípuðum töxtum,” segir Ragnar Þór. Aðeins starfsmenn sem verkföllin munu ná til greiða atkvæði um verkföllin. En þau munu til að mynda ná til Fosshótela, Íslandshótela, Flugleiðahótela, KEA og fleiri stórra hótela. Ragnar Þór segir þetta vera fyrirtæki sem séu það mikilvæg í íslensku samfélagi að aðgerðir gegn þeim muni þrýsta viðsemjendum aftur að borðinu. „Þetta snýst í rauninni ekki um að fara í verkföll bara til að fara í verkföll. Þetta er mjög alvarlegur hlutur og það er enginn að leika sér í þessu. Við erum einfaldlega nauðbeygð í aðgerðir og þá forum við í aðgerðir. Þetta er okkar helsta vopn. Til að fara í aðgerðir þurfa þær að bíta og við teljum að þær muni bíta fast í þessari atvinnugrein og hjá þessum fyrirtækjum,” segir Ragnar Þór Ingólfsson. Þá hefur Verkalýðsfélag Akraness ákveðið að boða til atkvæðagreiðslu um boðun allsherjarverkfalls félagsmanna sinna. Atkvæðagreiðslan hefst hinn 29. mars og stendur til 5. apríl og ef verkfallsboðun verður samþykkt hæfist allsherjarverkfall félagsmanna á Akranesi hinn 12. apríl.
Kjaramál Tengdar fréttir Kosið um allsherjarverkfall á Skaganum Stjórn Verkalýðsfélags Akraness hefur ákveðið að láta fara fram allsherjaatkvæðagreiðslu um verkfallsboðun meðal félagsmanna sinna sem heyra undir kjarasamning sem félagið á við Samtök atvinnulífsins vegna veitinga-, gisti-, þjónustu og greiðasölustaða, afþreyingarfyrirtækja og hliðstæðrar starfsemi. 1. mars 2019 10:37 Efling stendur öðruvísi að næstu atkvæðagreiðslu um verkfall Samninganefnd Eflingar-stéttarfélags samþykkti á fundi sínum í gær 28. febrúar 2019 að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum og á 40 hótelum á félagssvæði Eflingar á tilteknum dagsetningum. 1. mars 2019 10:54 VR stefnir á fimmtán verkfallsdaga og svo allsherjarstopp þann 1. maí Stjórn VR samþykkti á fundi sínum þann 25. febrúar 2019, að boða til leynilegrar atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði. Aðeins starfsmenn fyrirtækja, sem verkfallið mun taka til, munu greiða atkvæði um verkfall. 1. mars 2019 10:24 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Sjá meira
Kosið um allsherjarverkfall á Skaganum Stjórn Verkalýðsfélags Akraness hefur ákveðið að láta fara fram allsherjaatkvæðagreiðslu um verkfallsboðun meðal félagsmanna sinna sem heyra undir kjarasamning sem félagið á við Samtök atvinnulífsins vegna veitinga-, gisti-, þjónustu og greiðasölustaða, afþreyingarfyrirtækja og hliðstæðrar starfsemi. 1. mars 2019 10:37
Efling stendur öðruvísi að næstu atkvæðagreiðslu um verkfall Samninganefnd Eflingar-stéttarfélags samþykkti á fundi sínum í gær 28. febrúar 2019 að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum og á 40 hótelum á félagssvæði Eflingar á tilteknum dagsetningum. 1. mars 2019 10:54
VR stefnir á fimmtán verkfallsdaga og svo allsherjarstopp þann 1. maí Stjórn VR samþykkti á fundi sínum þann 25. febrúar 2019, að boða til leynilegrar atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði. Aðeins starfsmenn fyrirtækja, sem verkfallið mun taka til, munu greiða atkvæði um verkfall. 1. mars 2019 10:24