Menn í vinnu krefjast skaðabóta frá Sýn, Eiríki og Unni Sverrisdóttur Jakob Bjarnar skrifar 1. mars 2019 14:14 Enn bætist í hóp þeirra sem starfsmannaleigan Menn í vinnu hafa krafið um bætur. Fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, Eiríki Jónssyni og Unni Sverrisdóttur forstjóra Vinnumálastofnunar hefur verið sent bréf frá Jóhannesi S. Ólafssyni, lögmanni starfsmannaleigunnar Menn í vinnu ehf. Þar er farið fram á afsökunarbeiðni og miskabætur vegna ummæla sem tengjast máli sem upp kom nýverið í frétt sem fjallar um aðbúnað Rúmena; en þeir töldu sig grátt leikna af starfsmannaleigunni. Mikil reiði fylgdi í kjölfarið og var víða fjallað um málið. Jóhannes segir hins vegar allar ásakanir um að Rúmenarnir hafi verið grátt leiknir af hálfu starfsmannaleigunnar úr lausu lofti gripnar, það sýni öll gögn málsins. Rúmenarnir hafi reyndar haft fjölmiðla og aðila vinnumarkaðarins að fífli í málinu.Vísir greindi frá því í gær að Menn í vinnu hafa sent sambærileg bréf til ýmissa forystumanna í verkalýðshreyfingunni, sem eru: Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, Halldór Þór Grönvold aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, Drífa Snædal forseti ASÍ, María Lóa Friðjónsdóttir sérfræðingur hjá ASÍ og Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar.Jóhannes S. Ólafsson, lögmaður hjá Impact sækir málið fyrir hönd Manna í vinnu.Ummælin sem þau höfðu uppi um starfsemi Manna í vinnu voru mjög afdráttarlaus fordæming og telja Menn í vinnu þau hafa valdið fyrirtækinu miklum skaða og í raun leitt til þess að fjöldi manna tapaði vinnu sinni. Miðað við viðbrögðin frá þeim sem þegar hefur borist bréf virðist fátt geta komið í veg fyrir að Jóhannes stefni viðkomandi og sæki til saka. Hann segir ummælin alvarleg og velkist ekki í vafa um að viðkomandi séu sekir og að þeir muni verða dæmdir verði þeim stefnt.Vilja tvær milljónir frá Sýn Í kröfunni sem send var á Sýn er þess krafist að fyrirtækið greiði starfsmannaleigunni Menn í vinnu tvær milljónir króna í skaðabætur auk 400 þúsund króna í lögmannskostnað. Frestur er veittur til 8. mars til að verða við því. Í bréfinu eru reifuð ýmis ummæli sem höfð voru eftir viðmælum í tengslum við áðurnefnda frétt Stöðvar 2 og svo önnur þar sem vísað er beint í orð fréttamanns: „Þeir fá ekki greidd laun í samræmi við langa og erfiða vinnudaga.“Þessi fimm hafa öll fengið bréf og í gær bættust þrír í hópinn: Sýn, Eiríkur Jónsson og Unnur hjá Vinnumálastofnun.VísirAð auki er vísað til ummæla sem finna má í fréttum sem fylgdu á Vísi svo sem: „Hafa enga peninga svo enginn kemst burt.“ Í bréfinu segir: „Hér er einungis um nokkur dæmi að ræða en ljóst er að enn fleiri ósönn og ærumeiðandi ummæli voru höfð upp,“ og sagt að um sé að ræða aðdróttanir, ærumeiðingar og „gríðarlega alvarlegar ásakanir um hin ýmsu refsiverðu brot, sem margra ára fangelsi liggur við skv. íslenskum lögum,“.„Þrælahaldarar Rúmenana“ Það sem snýr að Eiríki Jónssyni og vef hans eirikurjonsson.is þá er þess krafist af að Eiríkur greiði Mönnum í vinnu 450 þúsund krónur, eða 150 þúsund á þau ummæli sem Jóhannes telur til ærumeyðinga. Og auk þess er þess krafist að Eiríkur greiði lögmannskostnað sem nemur 150 þúsund krónum. Eiríkur fær, eins og Sýn, frest til 8. mars til að semja um málið.Frétt Eiríks sem um var ræðir var í fyrstu undir fyrirsögninni: Þrælahaldarar Rúmenana. Því var svo breytt í: Menn í vinnu - þetta er fólkið.visir/valliÞau ummæli sem Eiríkur telst samkvæmt bréfinu bera ábyrgð á er fréttin: „Þrælahaldarar Rúmenana“ þar sem segir: „Menn í vinnu ehf. var með rúmensku verkamennina á sínum snærum, en í síðustu viku var ljósi varpað á hörmulegan aðbúnað þeirra og margvísleg svik gagnvart þeim af hálfum Manna í vinnu.“ Eiríkur sýnir í kjölfarið hverjir eru forsvarsmenn starfsmannaleigunnar. Í bréfinu segir jafnframt: „Þess skal getið að síðar breyttir þú fyrirsögninni á framangreindri færslu úr „Þrælahaldarar Rúmenana“ yfir í „Menn í vinnu – þetta er fólkið“. Hins vegar tókst þú ekki út nafnbirtingar sem og ljósmyndir af umbj. mínum sem er enn að finna í greininni. Ummæli þín um þrælahald stóðu inni á vefnum óhreyfð í meira en sólarhring og var greininni deilt í gríð og erg á ýmsum facebook síðum og öðrum síðum internetsins áður en þú breyttir fyrirsögninni.“Unnur segir að það verði að stöðva þessa glæpastarfsemi Sá þriðji sem fékk bréf í gær frá lögfræðingi Manna í vinnu er Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Þess er krafist að hún greiði skaðabætur að upphæð 600 þúsund krónur auk lögmannskostnaðar sem nemur 150 þúsund króna. Auk þess sem hún dragi ummæli sín til baka og biðjist afsökunar.Menn í vinnu telja að Unnur hafi verið undir miklum þrýstingi af hálfu fréttamiðla þegar hún lét þau ummæli falla sem starfsmannaleigan telur vafasöm.Menn í vinnu telja ásættanlegt í þessu eina tilfelli að fallast á að láta bótakröfu falla niður ef Unnur biðst afsökunar en eingöngu vegna þess að „þeir telja að þú hafir verið beitt miklum þrýstingi af hálfu fréttamiðla og annarra aðila sem að málinu koma.“ Öðrum kosti verður Unnur sótt til saka. Ummæli sem rakin eru til Unnar birtust á RÚV, í frétt sem heitir „Þetta er glæpastarfsemi“ og þar er haft eftir Unni: „Við höfum haft þetta fyrirtæki eiginlega í gjörgæslu allt frá haustdögum og aflað gagna sem okkar lagaheimildir heimila okkur. Það er ekkert að finna þarna nema þetta er allt eðlilegt og leit allt vel út. Við fundum þarna smá misræmi í þessum gögnum og kærðum málið til lögreglu í desember en því var, því miður, vísað frá í janúar […] Þetta er alveg hræðilegt að þetta skuli viðgangast og það verður bara að taka saman höndum núna og stöðva þetta. Það er bara alveg nauðsynlegt, allir verða að taka höndum saman. Þetta er glæpastarfsemi, þetta er ekkert annað.“Athugist! Vísir er í eigu Sýnar, er hluti af fréttastofu sem fyrirtækið rekur og þannig aðili máls. Dómsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Skammast sín ekki fyrir að enduróma málflutning félagsmanna Forseti Alþýðusambans Íslands segir það hlutverk sitt að enduróma málflutning félagsmanna og standa með þeim. Forsetinn hefur fengið aðvörun um málshöfðun frá starfsmannaleigunni Menn í vinnu vegna ummæla í máli rúmenskra verkamanna. 28. febrúar 2019 14:15 Menn í vinnu vilja milljón frá Viðari auk afsökunarbeiðni Starfsmannaleigan Menn í vinnu hefur krafið Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóra Eflingar, um afsökunarbeiðni og greiðslu einnar milljónar vegna ummæla hans um starfsemi fyrirtækisins, ella standi hann frammi fyrir málshöfðun. 27. febrúar 2019 23:29 Forkólfum í verkalýðshreyfingunni stefnt vegna ummæla um Menn í vinnu Lögmaður starfsmannaleigunnar segir hin harkalegu ummæli algerlega tilhæfulaus. 28. febrúar 2019 16:45 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Fleiri fréttir Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Sjá meira
Fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, Eiríki Jónssyni og Unni Sverrisdóttur forstjóra Vinnumálastofnunar hefur verið sent bréf frá Jóhannesi S. Ólafssyni, lögmanni starfsmannaleigunnar Menn í vinnu ehf. Þar er farið fram á afsökunarbeiðni og miskabætur vegna ummæla sem tengjast máli sem upp kom nýverið í frétt sem fjallar um aðbúnað Rúmena; en þeir töldu sig grátt leikna af starfsmannaleigunni. Mikil reiði fylgdi í kjölfarið og var víða fjallað um málið. Jóhannes segir hins vegar allar ásakanir um að Rúmenarnir hafi verið grátt leiknir af hálfu starfsmannaleigunnar úr lausu lofti gripnar, það sýni öll gögn málsins. Rúmenarnir hafi reyndar haft fjölmiðla og aðila vinnumarkaðarins að fífli í málinu.Vísir greindi frá því í gær að Menn í vinnu hafa sent sambærileg bréf til ýmissa forystumanna í verkalýðshreyfingunni, sem eru: Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, Halldór Þór Grönvold aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, Drífa Snædal forseti ASÍ, María Lóa Friðjónsdóttir sérfræðingur hjá ASÍ og Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar.Jóhannes S. Ólafsson, lögmaður hjá Impact sækir málið fyrir hönd Manna í vinnu.Ummælin sem þau höfðu uppi um starfsemi Manna í vinnu voru mjög afdráttarlaus fordæming og telja Menn í vinnu þau hafa valdið fyrirtækinu miklum skaða og í raun leitt til þess að fjöldi manna tapaði vinnu sinni. Miðað við viðbrögðin frá þeim sem þegar hefur borist bréf virðist fátt geta komið í veg fyrir að Jóhannes stefni viðkomandi og sæki til saka. Hann segir ummælin alvarleg og velkist ekki í vafa um að viðkomandi séu sekir og að þeir muni verða dæmdir verði þeim stefnt.Vilja tvær milljónir frá Sýn Í kröfunni sem send var á Sýn er þess krafist að fyrirtækið greiði starfsmannaleigunni Menn í vinnu tvær milljónir króna í skaðabætur auk 400 þúsund króna í lögmannskostnað. Frestur er veittur til 8. mars til að verða við því. Í bréfinu eru reifuð ýmis ummæli sem höfð voru eftir viðmælum í tengslum við áðurnefnda frétt Stöðvar 2 og svo önnur þar sem vísað er beint í orð fréttamanns: „Þeir fá ekki greidd laun í samræmi við langa og erfiða vinnudaga.“Þessi fimm hafa öll fengið bréf og í gær bættust þrír í hópinn: Sýn, Eiríkur Jónsson og Unnur hjá Vinnumálastofnun.VísirAð auki er vísað til ummæla sem finna má í fréttum sem fylgdu á Vísi svo sem: „Hafa enga peninga svo enginn kemst burt.“ Í bréfinu segir: „Hér er einungis um nokkur dæmi að ræða en ljóst er að enn fleiri ósönn og ærumeiðandi ummæli voru höfð upp,“ og sagt að um sé að ræða aðdróttanir, ærumeiðingar og „gríðarlega alvarlegar ásakanir um hin ýmsu refsiverðu brot, sem margra ára fangelsi liggur við skv. íslenskum lögum,“.„Þrælahaldarar Rúmenana“ Það sem snýr að Eiríki Jónssyni og vef hans eirikurjonsson.is þá er þess krafist af að Eiríkur greiði Mönnum í vinnu 450 þúsund krónur, eða 150 þúsund á þau ummæli sem Jóhannes telur til ærumeyðinga. Og auk þess er þess krafist að Eiríkur greiði lögmannskostnað sem nemur 150 þúsund krónum. Eiríkur fær, eins og Sýn, frest til 8. mars til að semja um málið.Frétt Eiríks sem um var ræðir var í fyrstu undir fyrirsögninni: Þrælahaldarar Rúmenana. Því var svo breytt í: Menn í vinnu - þetta er fólkið.visir/valliÞau ummæli sem Eiríkur telst samkvæmt bréfinu bera ábyrgð á er fréttin: „Þrælahaldarar Rúmenana“ þar sem segir: „Menn í vinnu ehf. var með rúmensku verkamennina á sínum snærum, en í síðustu viku var ljósi varpað á hörmulegan aðbúnað þeirra og margvísleg svik gagnvart þeim af hálfum Manna í vinnu.“ Eiríkur sýnir í kjölfarið hverjir eru forsvarsmenn starfsmannaleigunnar. Í bréfinu segir jafnframt: „Þess skal getið að síðar breyttir þú fyrirsögninni á framangreindri færslu úr „Þrælahaldarar Rúmenana“ yfir í „Menn í vinnu – þetta er fólkið“. Hins vegar tókst þú ekki út nafnbirtingar sem og ljósmyndir af umbj. mínum sem er enn að finna í greininni. Ummæli þín um þrælahald stóðu inni á vefnum óhreyfð í meira en sólarhring og var greininni deilt í gríð og erg á ýmsum facebook síðum og öðrum síðum internetsins áður en þú breyttir fyrirsögninni.“Unnur segir að það verði að stöðva þessa glæpastarfsemi Sá þriðji sem fékk bréf í gær frá lögfræðingi Manna í vinnu er Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Þess er krafist að hún greiði skaðabætur að upphæð 600 þúsund krónur auk lögmannskostnaðar sem nemur 150 þúsund króna. Auk þess sem hún dragi ummæli sín til baka og biðjist afsökunar.Menn í vinnu telja að Unnur hafi verið undir miklum þrýstingi af hálfu fréttamiðla þegar hún lét þau ummæli falla sem starfsmannaleigan telur vafasöm.Menn í vinnu telja ásættanlegt í þessu eina tilfelli að fallast á að láta bótakröfu falla niður ef Unnur biðst afsökunar en eingöngu vegna þess að „þeir telja að þú hafir verið beitt miklum þrýstingi af hálfu fréttamiðla og annarra aðila sem að málinu koma.“ Öðrum kosti verður Unnur sótt til saka. Ummæli sem rakin eru til Unnar birtust á RÚV, í frétt sem heitir „Þetta er glæpastarfsemi“ og þar er haft eftir Unni: „Við höfum haft þetta fyrirtæki eiginlega í gjörgæslu allt frá haustdögum og aflað gagna sem okkar lagaheimildir heimila okkur. Það er ekkert að finna þarna nema þetta er allt eðlilegt og leit allt vel út. Við fundum þarna smá misræmi í þessum gögnum og kærðum málið til lögreglu í desember en því var, því miður, vísað frá í janúar […] Þetta er alveg hræðilegt að þetta skuli viðgangast og það verður bara að taka saman höndum núna og stöðva þetta. Það er bara alveg nauðsynlegt, allir verða að taka höndum saman. Þetta er glæpastarfsemi, þetta er ekkert annað.“Athugist! Vísir er í eigu Sýnar, er hluti af fréttastofu sem fyrirtækið rekur og þannig aðili máls.
Dómsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Skammast sín ekki fyrir að enduróma málflutning félagsmanna Forseti Alþýðusambans Íslands segir það hlutverk sitt að enduróma málflutning félagsmanna og standa með þeim. Forsetinn hefur fengið aðvörun um málshöfðun frá starfsmannaleigunni Menn í vinnu vegna ummæla í máli rúmenskra verkamanna. 28. febrúar 2019 14:15 Menn í vinnu vilja milljón frá Viðari auk afsökunarbeiðni Starfsmannaleigan Menn í vinnu hefur krafið Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóra Eflingar, um afsökunarbeiðni og greiðslu einnar milljónar vegna ummæla hans um starfsemi fyrirtækisins, ella standi hann frammi fyrir málshöfðun. 27. febrúar 2019 23:29 Forkólfum í verkalýðshreyfingunni stefnt vegna ummæla um Menn í vinnu Lögmaður starfsmannaleigunnar segir hin harkalegu ummæli algerlega tilhæfulaus. 28. febrúar 2019 16:45 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Fleiri fréttir Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Sjá meira
Skammast sín ekki fyrir að enduróma málflutning félagsmanna Forseti Alþýðusambans Íslands segir það hlutverk sitt að enduróma málflutning félagsmanna og standa með þeim. Forsetinn hefur fengið aðvörun um málshöfðun frá starfsmannaleigunni Menn í vinnu vegna ummæla í máli rúmenskra verkamanna. 28. febrúar 2019 14:15
Menn í vinnu vilja milljón frá Viðari auk afsökunarbeiðni Starfsmannaleigan Menn í vinnu hefur krafið Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóra Eflingar, um afsökunarbeiðni og greiðslu einnar milljónar vegna ummæla hans um starfsemi fyrirtækisins, ella standi hann frammi fyrir málshöfðun. 27. febrúar 2019 23:29
Forkólfum í verkalýðshreyfingunni stefnt vegna ummæla um Menn í vinnu Lögmaður starfsmannaleigunnar segir hin harkalegu ummæli algerlega tilhæfulaus. 28. febrúar 2019 16:45
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent