Flugmaðurinn kominn að landamærum Indlands Samúel Karl Ólason skrifar 1. mars 2019 11:17 Indverjar bíða eftir afhendingu flugmannsins. AP/Channi Anand Yfirvöld Pakistan hafa sleppt indverskum flugmanni úr haldi og hafa flutt hann til Indlands. Flugmaðurinn sem heitir Abhinandan Varthaman var skotinn niður yfir Kasmír-héraði. Það gerðist degi eftir loftárás sem Indverjar segja að hafi beinst gegn hryðjuverkasamtökum sem hafa lýst yfir ábyrgð á sjálfsmorðsárás sem 40 indverskir hermenn féllu í í Kasmír þann 14. febrúar. Pakistanar ákváðu að varpa sprengjum á yfirráðasvæði Indverja í Kasmír og kom til bardaga á milli orrustuþota og var minnst ein þota skotin niður. Varthaman var fluttur til landamæra ríkjanna í morgun og afhentur Indverjum. Yfirvöld Pakistan segja honum hafa verið sleppt úr haldi til að draga úr spennu á milli ríkjanna en hún hefur verið mikil. Tvennum sögum hefur farið af því hvernig árásin fór, hve margar orrustuþotur voru skotnar niður og ýmislegt annað. Indverjar segjast hafa valdið miklum skaða og mannfalli á búðum Jaish-e-Mohammad, JeM, sem hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Pakistanar segja sprengjur Indverja hins vegar hafa lent á óbyggðu svæði. Indverjar saka yfirvöld Pakistan um að hlífa JeM og jafnvel um að hafa komið að árásinni sjálfri. Nýjar gervihnattarmyndir virðast staðfesta frásögn Pakistana um að sprengjurnar hafi ekki valdið skaða.Indian strike near Balakot: Only visible damage on @planetlabs satellite imagery was to a patch of trees near the target area. pic.twitter.com/HEGmPMXsmhhttps://t.co/ZJjyWTiwEI via @Michael1Sheldon — Liveuamap (@Liveuamap) March 1, 2019 Gífurleg spenna er í Kasmír þar sem tugir þúsunda hermanna eru sitt hvoru megin við landamæri Pakistan og Indlands. Fjölmargir skotbardagar hafa átt sér stað. Indverjar hafa handtekið hundruð manna í átaki gegn uppreisnarmönnum í héraðinu. Nokkrum svæðum héraðsins hefur verið lokað þar sem Indverjar búast við umfangsmiklum mótmælum.Mikill fjöldi fólks hafði komið að landamærum Indlands og Pakistan til að fylgjast með afhendingu flugmannsins, eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi.BREAKING: People are gathering on both sides of the India–Pakistan border, ahead of the imminent release of the captured Indian pilot, whose jet was downed during a warplane dogfight on Wednesday. Live updates here: https://t.co/sZnM9zLpsO pic.twitter.com/VfcUcaWJH7— CNN (@CNN) March 1, 2019 Indland Pakistan Tengdar fréttir Herþotum grandað Pakistanar segjast hafa skotið niður tvær indverskar herflugvélar. Indverjar segja flugvélina hafa verið eina. Áratugalöng deila ríkjanna hefur stigmagnast og valdamestu ríki heims hvetja til stillingar og viðræðna þeirra á milli. 28. febrúar 2019 06:00 Skutu niður tvær indverskar herþotur Pakistanar fullyrða að þeir hafi í morgun skotið niður tvær indverskar herþotur í lofthelgi sinni í Kashmírhéraði í morgun. 27. febrúar 2019 07:00 Khan reynir að stilla til friðar Pakistanar leysa fangelsaðan indverskan herflugmann úr haldi. Indverjar taka vel í ákvörðunina. Herforingjar beggja ríkja kveðast þó enn í viðbragðsstöðu enda er togstreitan á milli ríkjanna mikil. 1. mars 2019 06:15 Tilbúnir að sleppa flugmanninum dragi það úr spennu Indverjar hafa krafist þess að flugmanninum verði sleppt úr haldi og ríkisstjórn Imran Khan, forsætisráðherra Pakistan, lýsti því yfir í morgun að það kæmi til greina, ef það myndi draga úr spennu á milli kjarnorkuveldanna tveggja. 28. febrúar 2019 10:20 Pakistanar kalla eftir viðræðum „Sagan segir okkur að stríð sé full af misreikningum. Mín spurning er þessi: Miðað við þau vopn sem við eigum, höfum við efni á því að misreikna okkur? Við ættum að setjast niður og tala saman.“ 27. febrúar 2019 13:40 Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Sjá meira
Yfirvöld Pakistan hafa sleppt indverskum flugmanni úr haldi og hafa flutt hann til Indlands. Flugmaðurinn sem heitir Abhinandan Varthaman var skotinn niður yfir Kasmír-héraði. Það gerðist degi eftir loftárás sem Indverjar segja að hafi beinst gegn hryðjuverkasamtökum sem hafa lýst yfir ábyrgð á sjálfsmorðsárás sem 40 indverskir hermenn féllu í í Kasmír þann 14. febrúar. Pakistanar ákváðu að varpa sprengjum á yfirráðasvæði Indverja í Kasmír og kom til bardaga á milli orrustuþota og var minnst ein þota skotin niður. Varthaman var fluttur til landamæra ríkjanna í morgun og afhentur Indverjum. Yfirvöld Pakistan segja honum hafa verið sleppt úr haldi til að draga úr spennu á milli ríkjanna en hún hefur verið mikil. Tvennum sögum hefur farið af því hvernig árásin fór, hve margar orrustuþotur voru skotnar niður og ýmislegt annað. Indverjar segjast hafa valdið miklum skaða og mannfalli á búðum Jaish-e-Mohammad, JeM, sem hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Pakistanar segja sprengjur Indverja hins vegar hafa lent á óbyggðu svæði. Indverjar saka yfirvöld Pakistan um að hlífa JeM og jafnvel um að hafa komið að árásinni sjálfri. Nýjar gervihnattarmyndir virðast staðfesta frásögn Pakistana um að sprengjurnar hafi ekki valdið skaða.Indian strike near Balakot: Only visible damage on @planetlabs satellite imagery was to a patch of trees near the target area. pic.twitter.com/HEGmPMXsmhhttps://t.co/ZJjyWTiwEI via @Michael1Sheldon — Liveuamap (@Liveuamap) March 1, 2019 Gífurleg spenna er í Kasmír þar sem tugir þúsunda hermanna eru sitt hvoru megin við landamæri Pakistan og Indlands. Fjölmargir skotbardagar hafa átt sér stað. Indverjar hafa handtekið hundruð manna í átaki gegn uppreisnarmönnum í héraðinu. Nokkrum svæðum héraðsins hefur verið lokað þar sem Indverjar búast við umfangsmiklum mótmælum.Mikill fjöldi fólks hafði komið að landamærum Indlands og Pakistan til að fylgjast með afhendingu flugmannsins, eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi.BREAKING: People are gathering on both sides of the India–Pakistan border, ahead of the imminent release of the captured Indian pilot, whose jet was downed during a warplane dogfight on Wednesday. Live updates here: https://t.co/sZnM9zLpsO pic.twitter.com/VfcUcaWJH7— CNN (@CNN) March 1, 2019
Indland Pakistan Tengdar fréttir Herþotum grandað Pakistanar segjast hafa skotið niður tvær indverskar herflugvélar. Indverjar segja flugvélina hafa verið eina. Áratugalöng deila ríkjanna hefur stigmagnast og valdamestu ríki heims hvetja til stillingar og viðræðna þeirra á milli. 28. febrúar 2019 06:00 Skutu niður tvær indverskar herþotur Pakistanar fullyrða að þeir hafi í morgun skotið niður tvær indverskar herþotur í lofthelgi sinni í Kashmírhéraði í morgun. 27. febrúar 2019 07:00 Khan reynir að stilla til friðar Pakistanar leysa fangelsaðan indverskan herflugmann úr haldi. Indverjar taka vel í ákvörðunina. Herforingjar beggja ríkja kveðast þó enn í viðbragðsstöðu enda er togstreitan á milli ríkjanna mikil. 1. mars 2019 06:15 Tilbúnir að sleppa flugmanninum dragi það úr spennu Indverjar hafa krafist þess að flugmanninum verði sleppt úr haldi og ríkisstjórn Imran Khan, forsætisráðherra Pakistan, lýsti því yfir í morgun að það kæmi til greina, ef það myndi draga úr spennu á milli kjarnorkuveldanna tveggja. 28. febrúar 2019 10:20 Pakistanar kalla eftir viðræðum „Sagan segir okkur að stríð sé full af misreikningum. Mín spurning er þessi: Miðað við þau vopn sem við eigum, höfum við efni á því að misreikna okkur? Við ættum að setjast niður og tala saman.“ 27. febrúar 2019 13:40 Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Sjá meira
Herþotum grandað Pakistanar segjast hafa skotið niður tvær indverskar herflugvélar. Indverjar segja flugvélina hafa verið eina. Áratugalöng deila ríkjanna hefur stigmagnast og valdamestu ríki heims hvetja til stillingar og viðræðna þeirra á milli. 28. febrúar 2019 06:00
Skutu niður tvær indverskar herþotur Pakistanar fullyrða að þeir hafi í morgun skotið niður tvær indverskar herþotur í lofthelgi sinni í Kashmírhéraði í morgun. 27. febrúar 2019 07:00
Khan reynir að stilla til friðar Pakistanar leysa fangelsaðan indverskan herflugmann úr haldi. Indverjar taka vel í ákvörðunina. Herforingjar beggja ríkja kveðast þó enn í viðbragðsstöðu enda er togstreitan á milli ríkjanna mikil. 1. mars 2019 06:15
Tilbúnir að sleppa flugmanninum dragi það úr spennu Indverjar hafa krafist þess að flugmanninum verði sleppt úr haldi og ríkisstjórn Imran Khan, forsætisráðherra Pakistan, lýsti því yfir í morgun að það kæmi til greina, ef það myndi draga úr spennu á milli kjarnorkuveldanna tveggja. 28. febrúar 2019 10:20
Pakistanar kalla eftir viðræðum „Sagan segir okkur að stríð sé full af misreikningum. Mín spurning er þessi: Miðað við þau vopn sem við eigum, höfum við efni á því að misreikna okkur? Við ættum að setjast niður og tala saman.“ 27. febrúar 2019 13:40
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent