„Þær geta einfaldlega ekki báðar sagt satt“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. mars 2019 14:25 Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, segir Landsréttarmálið reynast ríkisstjórninni erfitt. Upp sé komin óþægileg staða því ekki sé samræmi í máli ráðherra ríkisstjórnarinnar um það hvers vegna Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sagði af sér. Vísir/vilhelm Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, segir Landsréttarmálið reynast ríkisstjórninni erfitt. Upp sé komin óþægileg staða því ekki sé samræmi í máli ráðherra ríkisstjórnarinnar um það hvers vegna Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sagði af sér. Þorsteinn gerði afsögn Sigríðar Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra og atburðarásina í aðdraganda hennar að umfjöllunarefni í pistli sem hann birti á Hringbraut undir yfirskriftinni „Ástæða afsagnarinnar skiptir verulegu máli“. „Fyrstu viðbrögð Sigríðar Andersen voru því rökrétt miðað við þá siðferðilegu mælikvarða sem forsætisráðherra setti í fyrra þegar öll kurl málsins komu í ljós. Opinber ástæða þess að ráðherra sagði af sér daginn eftir var líka allt önnur. Sem sagt sú að ráðherra vildi ekki að persóna hennar truflaði vinnu við að greiða úr þeim flækjum sem dómurinn leiddi til,“ segir Þorsteinn sem leikur hugur á að vita hverjir það voru sem persóna Sigríðar á að hafa truflað. „Opinberlega voru það ekki embættismenn eða dómarar, ekki fræðimenn, ekki þingmenn Sjálfstæðisflokksins, ekki þingmenn Framsóknar, ekki þingmenn VG, ekki þingmenn Miðflokksins. Þingmenn Viðreisnar kröfðust ekki beint afsagnar en töldu mikilvægt að traust ríkti um viðbrögðin og bentu á að þeir hefðu tekið afstöðu til setu ráðherrans á síðasta ári í atkvæðagreiðslu um vantraust. Þingmenn Samfylkingar og Pírata kröfðust hins vegar afsagnar afdráttarlaust. Engir aðrir.“ Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, segir að þjóðin eigi skilið að vita raunverulegt tilefni afsagnar Sigríðar.Vísir Ólíklegt að Sigríður hafi sagt af sér vegna Samfylkingar og Pírata Þorsteinn segir að í þessu ljósi virðist Sigríður því eingöngu hafa sagt af sér vegna Samfylkingarinnar og Pírata. Það þykir honum þó frekar fjarstæðukennt og bendir á að flestir hallist að þeirri kenningu að þrýstingur frá forsætisráðherra og þingmanna VG hafi orðið til þess að hún sagði af sér. „En sé svo hefur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ekki sagt allan sannleikann um aðkomu sína og flokks síns að málinu. Þær geta einfaldlega ekki báðar sagt satt, Sigríður og Katrín, nema þær viðurkenni að Samfylkingin og Píratar hafi í raun ráðið málalokum. Þetta er óþægileg staða fyrir ríkisstjórnina. Alveg sérstaklega er það erfitt fyrir forsætisráðherra ef svo er að hún hefur ekki sagt allan sannleikann um aðkomu sína að afsögn dómsmálaráðherrans.“ Þorsteinn segir að forsætisráðherra hafi „lækkað siðferðislega mælikvarða“ með því að hafa ekki séð til þess að dómsmálaráðherra viki um leið og það kom í ljós að Sigríður hefði haldið upplýsingum frá Alþingi þegar hún óskaði eftir stuðningi þess við ákvörðun sína. „En sé það svo eins og margir hafa haldið fram að forsætisráðherra hafi í síðustu viku ráðið því bak við luktar dyr að Sigríður Andersen sagði af sér verður ekki dregin önnur ályktun af því en að forsætisráðherra sé að viðurkenna þau mistök sem hún gerði í fyrra. Og um leið að leiðrétta þau.“ Þorsteinn segir að almenningur eigi skilið að vita hvaða ástæða var fyrir afsögn Sigríðar. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Bein útsending: Viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun flytja munnlega skýrslu um viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt. 18. mars 2019 13:30 „Við eigum ekki að hleypa þessari umræðu í pólitískar skotgrafir“ Forsætisráðherra flutti munnlega skýrslu um viðbrögð stjórnvalda við dómi MDE. 18. mars 2019 15:15 „Haldið að þetta sé svo dramatískt“ Sigríður Andersen hefur fulla trú á að Þórdís nái að skapa ró um dómsmálaráðuneytið. 14. mars 2019 16:36 Vill skapa frið með ákvörðun sinni Sigríður Á. Andersen fráfarandi dómsmálaráðherra segir að hún hafi ekki verið beitt þrýstingi um að segja af sér 13. mars 2019 18:49 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, segir Landsréttarmálið reynast ríkisstjórninni erfitt. Upp sé komin óþægileg staða því ekki sé samræmi í máli ráðherra ríkisstjórnarinnar um það hvers vegna Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sagði af sér. Þorsteinn gerði afsögn Sigríðar Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra og atburðarásina í aðdraganda hennar að umfjöllunarefni í pistli sem hann birti á Hringbraut undir yfirskriftinni „Ástæða afsagnarinnar skiptir verulegu máli“. „Fyrstu viðbrögð Sigríðar Andersen voru því rökrétt miðað við þá siðferðilegu mælikvarða sem forsætisráðherra setti í fyrra þegar öll kurl málsins komu í ljós. Opinber ástæða þess að ráðherra sagði af sér daginn eftir var líka allt önnur. Sem sagt sú að ráðherra vildi ekki að persóna hennar truflaði vinnu við að greiða úr þeim flækjum sem dómurinn leiddi til,“ segir Þorsteinn sem leikur hugur á að vita hverjir það voru sem persóna Sigríðar á að hafa truflað. „Opinberlega voru það ekki embættismenn eða dómarar, ekki fræðimenn, ekki þingmenn Sjálfstæðisflokksins, ekki þingmenn Framsóknar, ekki þingmenn VG, ekki þingmenn Miðflokksins. Þingmenn Viðreisnar kröfðust ekki beint afsagnar en töldu mikilvægt að traust ríkti um viðbrögðin og bentu á að þeir hefðu tekið afstöðu til setu ráðherrans á síðasta ári í atkvæðagreiðslu um vantraust. Þingmenn Samfylkingar og Pírata kröfðust hins vegar afsagnar afdráttarlaust. Engir aðrir.“ Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, segir að þjóðin eigi skilið að vita raunverulegt tilefni afsagnar Sigríðar.Vísir Ólíklegt að Sigríður hafi sagt af sér vegna Samfylkingar og Pírata Þorsteinn segir að í þessu ljósi virðist Sigríður því eingöngu hafa sagt af sér vegna Samfylkingarinnar og Pírata. Það þykir honum þó frekar fjarstæðukennt og bendir á að flestir hallist að þeirri kenningu að þrýstingur frá forsætisráðherra og þingmanna VG hafi orðið til þess að hún sagði af sér. „En sé svo hefur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ekki sagt allan sannleikann um aðkomu sína og flokks síns að málinu. Þær geta einfaldlega ekki báðar sagt satt, Sigríður og Katrín, nema þær viðurkenni að Samfylkingin og Píratar hafi í raun ráðið málalokum. Þetta er óþægileg staða fyrir ríkisstjórnina. Alveg sérstaklega er það erfitt fyrir forsætisráðherra ef svo er að hún hefur ekki sagt allan sannleikann um aðkomu sína að afsögn dómsmálaráðherrans.“ Þorsteinn segir að forsætisráðherra hafi „lækkað siðferðislega mælikvarða“ með því að hafa ekki séð til þess að dómsmálaráðherra viki um leið og það kom í ljós að Sigríður hefði haldið upplýsingum frá Alþingi þegar hún óskaði eftir stuðningi þess við ákvörðun sína. „En sé það svo eins og margir hafa haldið fram að forsætisráðherra hafi í síðustu viku ráðið því bak við luktar dyr að Sigríður Andersen sagði af sér verður ekki dregin önnur ályktun af því en að forsætisráðherra sé að viðurkenna þau mistök sem hún gerði í fyrra. Og um leið að leiðrétta þau.“ Þorsteinn segir að almenningur eigi skilið að vita hvaða ástæða var fyrir afsögn Sigríðar.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Bein útsending: Viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun flytja munnlega skýrslu um viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt. 18. mars 2019 13:30 „Við eigum ekki að hleypa þessari umræðu í pólitískar skotgrafir“ Forsætisráðherra flutti munnlega skýrslu um viðbrögð stjórnvalda við dómi MDE. 18. mars 2019 15:15 „Haldið að þetta sé svo dramatískt“ Sigríður Andersen hefur fulla trú á að Þórdís nái að skapa ró um dómsmálaráðuneytið. 14. mars 2019 16:36 Vill skapa frið með ákvörðun sinni Sigríður Á. Andersen fráfarandi dómsmálaráðherra segir að hún hafi ekki verið beitt þrýstingi um að segja af sér 13. mars 2019 18:49 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
Bein útsending: Viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun flytja munnlega skýrslu um viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt. 18. mars 2019 13:30
„Við eigum ekki að hleypa þessari umræðu í pólitískar skotgrafir“ Forsætisráðherra flutti munnlega skýrslu um viðbrögð stjórnvalda við dómi MDE. 18. mars 2019 15:15
„Haldið að þetta sé svo dramatískt“ Sigríður Andersen hefur fulla trú á að Þórdís nái að skapa ró um dómsmálaráðuneytið. 14. mars 2019 16:36
Vill skapa frið með ákvörðun sinni Sigríður Á. Andersen fráfarandi dómsmálaráðherra segir að hún hafi ekki verið beitt þrýstingi um að segja af sér 13. mars 2019 18:49