Rakaskemmdir geta valdið börnum mun meira heilsutjóni en fullorðnum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. mars 2019 19:15 Rakaskemmdir í húsnæði hafa alvarlegri áhrif á börn en fullorðna að sögn fagstjóra hjá Eflu. Því sé mikilvægt að gera reglulega úttekt á raka í skólahúsnæði. Reykjavíkurborg hóf úttekt á Seljaskóla í dag vegna gruns um myglu en hann er fjórði skólinn á stuttum tíma þar sem slík rannsókn fer fram. Úttekt hafin í Seljaskóla Við sögðum frá því í fréttum okkar að foreldrafélag Seljaskóla hefði kvartað til skóla-og frístundasviðs borgarinnar og beðið um úttekt á húsnæðinu vegna gruns um myglu, vegna ófullnægjandi brunavarna og viðhalds. Í svari borgarinnar til fréttastofu í dag kemur fram að úttekt á raka í skólanum sé hafin og verið sé að vinna í úrbótum á brunamálum skólans. Þetta er fjórði skólinn í Reykjavík á stuttum tíma þar sem fara þarf í úttekt eða umbætur vegna raka og eða myglu. Ráðast þarf í umfangsmiklar endurbætur á Fossvogsskóla sem hefur verið lokað vegna myglu og nemendur hafa verið sendir annað, beðið er niðurstöðu úr úttekt í Ártúnsskóla og einni álmu hefur verið lokað í Breiðholtsskóla vegna rakaskemmda. Geislabakteríur, geislasveppir og myglusveppir Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir líffræðingur og fagstjóri hjá Eflu segir að allur raki geti valdið heilsutjóni og þá vegna útgufunnar frá efnum. „Ef það er raki í efnum innandyra þá kemur útgufun frá efnum og við sjáum geislabakteríur, geislasveppi, myglusveppi og afleiðuagnir og efni sem eru í andrúmsloftinu í þessum húsum. Einhver þessara þátta hefur áhrif á heilsu en við vitum ekki nákvæmlega hvaða þáttur það er,“ segir Sylgja. Börn séu mun útsettari fyrir raka en fullorðnir en einkennin geta verið öndunarfærasjúkdómar, höfuðverkir, magaverkir og almenn truflun á ónæmiskerfi. „Rannsóknir sýna ítrekað að börn eru mun útsettari fyrir áhrifum raka innandyra en fullorðnir. Áhrif raka eru almenn, víðtæk og jafnframt samspil margra einkenna þannig að það er oft erfitt að greina áhrifin,“ segir Sylgja. Finnar gera kerfisbundnar úttektir á raka í skólum Hún segir mikilvægt að rannsaka reglulega raka í skólahúsnæði. „Í nágrannalöndum okkar hefur einmitt komið í ljós að ástand skólahúsnæðis hefur verið mjög slæmt. Í Finnlandi var til dæmis ákveðið að gera kerfisbundnar úttektir á skólahúsnæði, þar er viðbragðsáætlun og skoðað hvað er brýnast að ráðast í. Þetta er eitthvað sem við þurfum alvarlega að skoða hér á landi,“ segir Sylgja. Heilbrigðismál Heilsa Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira
Rakaskemmdir í húsnæði hafa alvarlegri áhrif á börn en fullorðna að sögn fagstjóra hjá Eflu. Því sé mikilvægt að gera reglulega úttekt á raka í skólahúsnæði. Reykjavíkurborg hóf úttekt á Seljaskóla í dag vegna gruns um myglu en hann er fjórði skólinn á stuttum tíma þar sem slík rannsókn fer fram. Úttekt hafin í Seljaskóla Við sögðum frá því í fréttum okkar að foreldrafélag Seljaskóla hefði kvartað til skóla-og frístundasviðs borgarinnar og beðið um úttekt á húsnæðinu vegna gruns um myglu, vegna ófullnægjandi brunavarna og viðhalds. Í svari borgarinnar til fréttastofu í dag kemur fram að úttekt á raka í skólanum sé hafin og verið sé að vinna í úrbótum á brunamálum skólans. Þetta er fjórði skólinn í Reykjavík á stuttum tíma þar sem fara þarf í úttekt eða umbætur vegna raka og eða myglu. Ráðast þarf í umfangsmiklar endurbætur á Fossvogsskóla sem hefur verið lokað vegna myglu og nemendur hafa verið sendir annað, beðið er niðurstöðu úr úttekt í Ártúnsskóla og einni álmu hefur verið lokað í Breiðholtsskóla vegna rakaskemmda. Geislabakteríur, geislasveppir og myglusveppir Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir líffræðingur og fagstjóri hjá Eflu segir að allur raki geti valdið heilsutjóni og þá vegna útgufunnar frá efnum. „Ef það er raki í efnum innandyra þá kemur útgufun frá efnum og við sjáum geislabakteríur, geislasveppi, myglusveppi og afleiðuagnir og efni sem eru í andrúmsloftinu í þessum húsum. Einhver þessara þátta hefur áhrif á heilsu en við vitum ekki nákvæmlega hvaða þáttur það er,“ segir Sylgja. Börn séu mun útsettari fyrir raka en fullorðnir en einkennin geta verið öndunarfærasjúkdómar, höfuðverkir, magaverkir og almenn truflun á ónæmiskerfi. „Rannsóknir sýna ítrekað að börn eru mun útsettari fyrir áhrifum raka innandyra en fullorðnir. Áhrif raka eru almenn, víðtæk og jafnframt samspil margra einkenna þannig að það er oft erfitt að greina áhrifin,“ segir Sylgja. Finnar gera kerfisbundnar úttektir á raka í skólum Hún segir mikilvægt að rannsaka reglulega raka í skólahúsnæði. „Í nágrannalöndum okkar hefur einmitt komið í ljós að ástand skólahúsnæðis hefur verið mjög slæmt. Í Finnlandi var til dæmis ákveðið að gera kerfisbundnar úttektir á skólahúsnæði, þar er viðbragðsáætlun og skoðað hvað er brýnast að ráðast í. Þetta er eitthvað sem við þurfum alvarlega að skoða hér á landi,“ segir Sylgja.
Heilbrigðismál Heilsa Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira