Fékk sér sopa hjá áhorfanda í miðjum NBA leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2019 16:00 Mike Scott fékk sér sopa af drykk konunnar en bað hann um leyfi? APAaron Gash Það gerist oft að NBA-leikmenn kasta sér á eftir bolta út á meðal áhorfenda á fremsta bekk. Það er samt ekki allir sem fá smá bónus eftir að hafa endað meðal fína og ríka fólksins í dýrustu sætum hússins. Það gerðist hins vegar hjá Mike Scott sem spilar með liði Philadelphia 76ers. Hann var að spila með Sixers í gær á útivelli á móti Milwaukee Bucks. Strax í fyrsta leikhluta kastaði Mike Scott sér á eftir bolta og endaði meðal áhorfendanna sem sátu á gólfinu..@mikescott understands the importance of proper hydration. #Shaqtinpic.twitter.com/0Pqp3H6PbF — Shaqtin' a Fool (@shaqtin) March 17, 2019Mike Scott stóðst ekki freistinguna og fékk sér sopa hjá einum af þeim áhorfendum sem fengu hann þarna óvænt í fangið. Sú var kona sem sat í annarri röð. Scott var ekki mikið að spyrja um leyfi eða hvað væri í glasinu en það má búast við að það hafi verið eitthvað sterkara en Coca Cola. Menn fóru fljótlega að reyna að komast að því hvað var í glasinu og eru tvær tilgátur um það. Einhverjar heimildir segja að í glasinu hafi verið bjór frá Milwaukee en aðrar halda því fram að í glasinu hafi verið kokkteill blandaður á staðnum. Mike Scott kom á dögunum til Sixers í leikmannaskiptum við Los Angeles Clippers og var þarna að spila sinn sextánda leik með liðinu. Scott hitti aðeins úr 2 af 8 skotum sínum í leiknum en það fylgir ekki sögunni hvort drykknum sé um að kenna eða einhverju öðru. Hann endaði með 6 stig og 7 fráköst á 24 mínútum. Scott er með 8,0 stig og 3,5 fráköst að meðaltali í leikjum sínum með Philadelphia 76ers. NBA Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Leik lokið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Sjá meira
Það gerist oft að NBA-leikmenn kasta sér á eftir bolta út á meðal áhorfenda á fremsta bekk. Það er samt ekki allir sem fá smá bónus eftir að hafa endað meðal fína og ríka fólksins í dýrustu sætum hússins. Það gerðist hins vegar hjá Mike Scott sem spilar með liði Philadelphia 76ers. Hann var að spila með Sixers í gær á útivelli á móti Milwaukee Bucks. Strax í fyrsta leikhluta kastaði Mike Scott sér á eftir bolta og endaði meðal áhorfendanna sem sátu á gólfinu..@mikescott understands the importance of proper hydration. #Shaqtinpic.twitter.com/0Pqp3H6PbF — Shaqtin' a Fool (@shaqtin) March 17, 2019Mike Scott stóðst ekki freistinguna og fékk sér sopa hjá einum af þeim áhorfendum sem fengu hann þarna óvænt í fangið. Sú var kona sem sat í annarri röð. Scott var ekki mikið að spyrja um leyfi eða hvað væri í glasinu en það má búast við að það hafi verið eitthvað sterkara en Coca Cola. Menn fóru fljótlega að reyna að komast að því hvað var í glasinu og eru tvær tilgátur um það. Einhverjar heimildir segja að í glasinu hafi verið bjór frá Milwaukee en aðrar halda því fram að í glasinu hafi verið kokkteill blandaður á staðnum. Mike Scott kom á dögunum til Sixers í leikmannaskiptum við Los Angeles Clippers og var þarna að spila sinn sextánda leik með liðinu. Scott hitti aðeins úr 2 af 8 skotum sínum í leiknum en það fylgir ekki sögunni hvort drykknum sé um að kenna eða einhverju öðru. Hann endaði með 6 stig og 7 fráköst á 24 mínútum. Scott er með 8,0 stig og 3,5 fráköst að meðaltali í leikjum sínum með Philadelphia 76ers.
NBA Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Leik lokið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Sjá meira