Conor peppaði upp heilt íshokkílið og flaug ekki á hausinn eins og Mourinho Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2019 09:30 Conor McGregor fékk frábærar móttökur hjá stuðningsmönnum Boston Bruins. AP/Michael Dwyer Á sama tíma og Gunnar Nelson stóð í ströngu í búrinu í O2 höllinni í London þá var vinur hans ConorMcGregor að skemmta sér og öðrum á íshokkíleik í Boston. Írski bardagakappinn ConorMcGregor hélt upp á dag heilags Patreks í Boston en kvöldið áður var hann heiðursgestur á heimaleik BostonBruins.Conor mætti í klefann hjá Bruins-liðinu fyrir leik og peppaði heimamenn upp fyrir leikinn en McGregor sá einnig um upphafskastið í leiknum þegar hann lét pökkinn falla út á miðjum ís.When I say “Boston!” You say “Strong” “BOSTON!”... pic.twitter.com/RdcuJS34Ek — Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) March 17, 2019 Það vakti mikla athygli þegar JoseMourinho, fyrrum stjóri ManchesterUnited, flaug á hausinn við svipað tækifæri í Rússlandi en Írinn stóð spakur og hélt fullkomnu jafnvægi ólíkt Portúgalanum.BostonBruins liðið var búið að tapa þremur leikjum í röð fyrir þennan leik en Conor náði greinilega að kveikja í mönnum því liðið vann þarna 2-1 sigur á ColumbusBlueJackets.Conor skemmti sér greinilega konunglega á leiknum og áhorfendur voru líka mjög ánægðir með hann og létu vel í sér heyra honum til heiðurs.We had the luck of the Irish on our side last night. @TheNotoriousMMA | #BehindTheBpic.twitter.com/1Q68rDiLHU — Boston Bruins (@NHLBruins) March 17, 2019Dagur heilags Patreks er hátíð haldin 17. mars til þess að minnast Heilags Patreks, eins af verndardýrlingum Írlands. Það eru sterk tengsl á milli Írlands og Boston og það var því vel við hæfi að bjóða Conor á svæðið. Hér fyrir neðan má sjá myndband af þessu sérstaka kvöldi fyrir ConorMcGregor. Þar sést hann í klefanum fyrir leik, út á ísnum og svo sem áhorfandi. Conor krossbrá meira að segja einu sinni þegar pökkurinn skall í rúðunni fyrir framan hann. Aðrar íþróttir MMA Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Sjá meira
Á sama tíma og Gunnar Nelson stóð í ströngu í búrinu í O2 höllinni í London þá var vinur hans ConorMcGregor að skemmta sér og öðrum á íshokkíleik í Boston. Írski bardagakappinn ConorMcGregor hélt upp á dag heilags Patreks í Boston en kvöldið áður var hann heiðursgestur á heimaleik BostonBruins.Conor mætti í klefann hjá Bruins-liðinu fyrir leik og peppaði heimamenn upp fyrir leikinn en McGregor sá einnig um upphafskastið í leiknum þegar hann lét pökkinn falla út á miðjum ís.When I say “Boston!” You say “Strong” “BOSTON!”... pic.twitter.com/RdcuJS34Ek — Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) March 17, 2019 Það vakti mikla athygli þegar JoseMourinho, fyrrum stjóri ManchesterUnited, flaug á hausinn við svipað tækifæri í Rússlandi en Írinn stóð spakur og hélt fullkomnu jafnvægi ólíkt Portúgalanum.BostonBruins liðið var búið að tapa þremur leikjum í röð fyrir þennan leik en Conor náði greinilega að kveikja í mönnum því liðið vann þarna 2-1 sigur á ColumbusBlueJackets.Conor skemmti sér greinilega konunglega á leiknum og áhorfendur voru líka mjög ánægðir með hann og létu vel í sér heyra honum til heiðurs.We had the luck of the Irish on our side last night. @TheNotoriousMMA | #BehindTheBpic.twitter.com/1Q68rDiLHU — Boston Bruins (@NHLBruins) March 17, 2019Dagur heilags Patreks er hátíð haldin 17. mars til þess að minnast Heilags Patreks, eins af verndardýrlingum Írlands. Það eru sterk tengsl á milli Írlands og Boston og það var því vel við hæfi að bjóða Conor á svæðið. Hér fyrir neðan má sjá myndband af þessu sérstaka kvöldi fyrir ConorMcGregor. Þar sést hann í klefanum fyrir leik, út á ísnum og svo sem áhorfandi. Conor krossbrá meira að segja einu sinni þegar pökkurinn skall í rúðunni fyrir framan hann.
Aðrar íþróttir MMA Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Sjá meira