Fokheldur menningarsalur á Selfossi í 33 ár Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. mars 2019 19:30 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra sem skoðaði ófullgerða menningarsalinn á Selfossi nýlega með forsvarsmönnum Árborgar og Ara Trausta Guðmundssyni, þingmanni Vinstri grænna. Magnús Hlynur Hreiðrasson. Ófullgerður Menningarsalur Suðurlands á Selfossi er eitt best geymda leyndarmál Suðurlands, segir forsætisráðherra en salurinn hefur staðið fokheldur í þrjátíu og þrjú ár. Ráðherra er bjartsýnn á að eitthvað fari að gerast í málefnum salarins. Það er ótrúlegt en dagsatt en menningarsalurinn hefur staðið svona hrár og ófullgerður í 33 ár, eða frá 1986 í Hótel Selfossi. Salurinn tekur um 300 manns í sæti og í honum er stórt svið og kjallari undir því öllu. Bæjarfulltrúar í Árborg hafa fengið þingmenn og ráðherra í heimsóknir síðustu misseri til að sína þeim salinn í þeirri von að eitthvað fari að gerast í málinu. Gert er ráð fyrir að það kosti 350 til 400 milljónir króna að koma salnum í fullkomið stand og er þá vonast eftir myndarlegu framlagi frá ríkinu til verksins, auk framlags frá Árborg. Katrín Jakobsdóttir, skoðaði menningarsalinn nýlega í fyrsta skipti með forsvarsmönnum sveitarfélagsins. „Já, mér finnst þessu vel lýst sem einu best geymda leyndarmáli Suðurlands. Það er ljóst að það þarf ekki mikið til svo hér geti verið mikil og blómleg menningarstarfsemi og ég veit auðvitað að það er mikill áhugi á því í héraði. Ég hef auðvitað heyrt um þennan menningarsal í töluvert mörg ár en það er dálítið gaman að koma og fá að sjá hann. Ég hafði ekki áttað mig á því að hann væri hér eiginlega inn á hótelinu en ég hafði heldur ekki áttað mig á því hvað það eru mikil tækifæri, sem felast í þessu rými,“ segir Katrín. Það er talið að það geti kostað um 350 til 400 milljónir króna að koma salnum í fullkomið ástand þannig að sómi sé af.Magnús Hlynur Katrín var spurð hvort hún væri með peninga á sér þegar hún heimsótti salinn. „Nei, ég er aldrei með neina peninga í vasanum en ég er nokkuð viss um það í ljósi þess hvað margir þingmenn og ráðherrar hafa komið hingað að undanförnu að það eru allir mjög meðvitaðir um þetta mál.“ Katrín segist ekki geta lofað því að salurinn komist í gagnið með stuðningi ríkisvaldsins en hún lofar því að skoða málið vel með menntamálaráðherra og þær skoði hvaða leiðir séu færar. Árborg Menning Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Ófullgerður Menningarsalur Suðurlands á Selfossi er eitt best geymda leyndarmál Suðurlands, segir forsætisráðherra en salurinn hefur staðið fokheldur í þrjátíu og þrjú ár. Ráðherra er bjartsýnn á að eitthvað fari að gerast í málefnum salarins. Það er ótrúlegt en dagsatt en menningarsalurinn hefur staðið svona hrár og ófullgerður í 33 ár, eða frá 1986 í Hótel Selfossi. Salurinn tekur um 300 manns í sæti og í honum er stórt svið og kjallari undir því öllu. Bæjarfulltrúar í Árborg hafa fengið þingmenn og ráðherra í heimsóknir síðustu misseri til að sína þeim salinn í þeirri von að eitthvað fari að gerast í málinu. Gert er ráð fyrir að það kosti 350 til 400 milljónir króna að koma salnum í fullkomið stand og er þá vonast eftir myndarlegu framlagi frá ríkinu til verksins, auk framlags frá Árborg. Katrín Jakobsdóttir, skoðaði menningarsalinn nýlega í fyrsta skipti með forsvarsmönnum sveitarfélagsins. „Já, mér finnst þessu vel lýst sem einu best geymda leyndarmáli Suðurlands. Það er ljóst að það þarf ekki mikið til svo hér geti verið mikil og blómleg menningarstarfsemi og ég veit auðvitað að það er mikill áhugi á því í héraði. Ég hef auðvitað heyrt um þennan menningarsal í töluvert mörg ár en það er dálítið gaman að koma og fá að sjá hann. Ég hafði ekki áttað mig á því að hann væri hér eiginlega inn á hótelinu en ég hafði heldur ekki áttað mig á því hvað það eru mikil tækifæri, sem felast í þessu rými,“ segir Katrín. Það er talið að það geti kostað um 350 til 400 milljónir króna að koma salnum í fullkomið ástand þannig að sómi sé af.Magnús Hlynur Katrín var spurð hvort hún væri með peninga á sér þegar hún heimsótti salinn. „Nei, ég er aldrei með neina peninga í vasanum en ég er nokkuð viss um það í ljósi þess hvað margir þingmenn og ráðherrar hafa komið hingað að undanförnu að það eru allir mjög meðvitaðir um þetta mál.“ Katrín segist ekki geta lofað því að salurinn komist í gagnið með stuðningi ríkisvaldsins en hún lofar því að skoða málið vel með menntamálaráðherra og þær skoði hvaða leiðir séu færar.
Árborg Menning Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira