Áhætta í boði Alþingis Gunnlaugur Stefánsson skrifar 15. mars 2019 07:15 Alþingi fjallar nú um frumvarp til laga um fiskeldi. Við fyrstu umræðu málsins varð nokkrum þingmönnum tíðrætt um að koma áhættumatinu þannig fyrir að trufli sem minnst útþenslu laxeldis í opnum sjókvíum í eigu norskra eldisrisa. Þess vegna fannst þeim betra að ráðherra ráði frekar matinu heldur en Hafrannsóknastofnun með vísindafólki sínu eins og frumvarpið gerir ráð fyrir. Svo lofuðu viðkomandi þingmenn vistvæna eldisframleiðslu, sögðu laxinn þyngjast um eitt kíló fyrir hvert sem hann æti, en gleymdu að til þess að framleiða fóðurkílóið þarf a.m.k. fjögur af villtum sjávarfiski. En hæst bar þó hugmyndir sömu þingmanna um að horft yrði til „mótvægisaðgerða“ við áhættumatið svo laxeldið fengi nú enn meira svigrúm til að vaxa. Mótvægisaðgerð var t.d. lýst þannig á Alþingi, að myndavélar yrðu settar ofan í árnar sem mynduðu alla göngulaxa og svo yrðu kafarar tilbúnir á bakkanum til að skella sér út í hylinn og tína upp óvelkomna fiska. Víst geta þingmenn hrifist af hugmyndum ævintýra, sérstaklega ef fjársterkir og útlenskir eldisrisar eiga hlut að máli og þrýsta á með afli sínu. En laxeldi í opnum sjókvíum með norskum stofni skaðar villta laxastofna. Engin tækni girðir fyrir það eins og reynslan af eldinu í nágrannalöndunum staðfestir. Margar laxveiðiár eru hreinlega ónýtar vegna erfðablöndunar, lúsafárs og sjúkdóma í Noregi. Það er sú áhætta sem Alþingi stendur núna frammi fyrir vegna íslenskra laxveiðiáa, að þingmenn fórni villtum laxastofnum fyrir eldið. Það er engin tilviljun, að opið sjókvíaeldi hefur nýlega verið bannað af umhverfishæstarétti Svíþjóðar, einnig í Washington ríki og Alaska. Þá er óheimilt í Noregi að nota aðflutta stofna í eldinu, en hér á landi er leyft að nota frjóan norskan stofn í opnu sjókvíaeldi. Í ljósi dýrkeyptrar reynslu stríða Norðmenn við að endurskoða sína búskaparhætti í eldinu, færa upp á land eða í lokuð kerfi og jafnvel langt út á rúmsjó. En á Íslandi erum við á byrjunarreit og leyfum norskum eldisrisum að fara sínu fram og þróa eldi í opnum kvíum þar sem skammtímagróði ræður för. Frumvarpið ber þess vitni. Engin framtíðarsýn með hvötum til að fara í öruggara og umhverfisvænna eldi, eftirlitskerfið gatslitið, flókið og þungt í vöfum, enginn sætir ábyrgð gagnvart skaða sem eldið veldur og ekki er gert ráð fyrir neinum ábyrgum viðbrögðum t.d. fyrir fólkið í byggðunum, ef allt fer á versta veg – eins og alltaf hefur gerst í laxeldi á Íslandi. Vonarneisti er þó í áhættumatinu sem gæti hægt á óafturkræfum skaða fyrir lífríkið. Matið verður því að hvíla á vísindalegum forsendum þar sem villti laxinn njóti vafans með ýtrustu varkárni í fyrirrúmi á forræði Hafrannsóknastofnunar. Þar mega ævintýri „mótvægisaðgerða“ ekki rugla í ríminu – og þó að norskir eldisrisar heimti að græða meira. Áhættumatið má aldrei verða að bitbeini á pólitísku markaðstorgi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Gunnlaugur Stefánsson Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Alþingi fjallar nú um frumvarp til laga um fiskeldi. Við fyrstu umræðu málsins varð nokkrum þingmönnum tíðrætt um að koma áhættumatinu þannig fyrir að trufli sem minnst útþenslu laxeldis í opnum sjókvíum í eigu norskra eldisrisa. Þess vegna fannst þeim betra að ráðherra ráði frekar matinu heldur en Hafrannsóknastofnun með vísindafólki sínu eins og frumvarpið gerir ráð fyrir. Svo lofuðu viðkomandi þingmenn vistvæna eldisframleiðslu, sögðu laxinn þyngjast um eitt kíló fyrir hvert sem hann æti, en gleymdu að til þess að framleiða fóðurkílóið þarf a.m.k. fjögur af villtum sjávarfiski. En hæst bar þó hugmyndir sömu þingmanna um að horft yrði til „mótvægisaðgerða“ við áhættumatið svo laxeldið fengi nú enn meira svigrúm til að vaxa. Mótvægisaðgerð var t.d. lýst þannig á Alþingi, að myndavélar yrðu settar ofan í árnar sem mynduðu alla göngulaxa og svo yrðu kafarar tilbúnir á bakkanum til að skella sér út í hylinn og tína upp óvelkomna fiska. Víst geta þingmenn hrifist af hugmyndum ævintýra, sérstaklega ef fjársterkir og útlenskir eldisrisar eiga hlut að máli og þrýsta á með afli sínu. En laxeldi í opnum sjókvíum með norskum stofni skaðar villta laxastofna. Engin tækni girðir fyrir það eins og reynslan af eldinu í nágrannalöndunum staðfestir. Margar laxveiðiár eru hreinlega ónýtar vegna erfðablöndunar, lúsafárs og sjúkdóma í Noregi. Það er sú áhætta sem Alþingi stendur núna frammi fyrir vegna íslenskra laxveiðiáa, að þingmenn fórni villtum laxastofnum fyrir eldið. Það er engin tilviljun, að opið sjókvíaeldi hefur nýlega verið bannað af umhverfishæstarétti Svíþjóðar, einnig í Washington ríki og Alaska. Þá er óheimilt í Noregi að nota aðflutta stofna í eldinu, en hér á landi er leyft að nota frjóan norskan stofn í opnu sjókvíaeldi. Í ljósi dýrkeyptrar reynslu stríða Norðmenn við að endurskoða sína búskaparhætti í eldinu, færa upp á land eða í lokuð kerfi og jafnvel langt út á rúmsjó. En á Íslandi erum við á byrjunarreit og leyfum norskum eldisrisum að fara sínu fram og þróa eldi í opnum kvíum þar sem skammtímagróði ræður för. Frumvarpið ber þess vitni. Engin framtíðarsýn með hvötum til að fara í öruggara og umhverfisvænna eldi, eftirlitskerfið gatslitið, flókið og þungt í vöfum, enginn sætir ábyrgð gagnvart skaða sem eldið veldur og ekki er gert ráð fyrir neinum ábyrgum viðbrögðum t.d. fyrir fólkið í byggðunum, ef allt fer á versta veg – eins og alltaf hefur gerst í laxeldi á Íslandi. Vonarneisti er þó í áhættumatinu sem gæti hægt á óafturkræfum skaða fyrir lífríkið. Matið verður því að hvíla á vísindalegum forsendum þar sem villti laxinn njóti vafans með ýtrustu varkárni í fyrirrúmi á forræði Hafrannsóknastofnunar. Þar mega ævintýri „mótvægisaðgerða“ ekki rugla í ríminu – og þó að norskir eldisrisar heimti að græða meira. Áhættumatið má aldrei verða að bitbeini á pólitísku markaðstorgi.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun