Atburðarás dagsins: Frá Stjórnarráðinu til Bessastaða Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. mars 2019 20:00 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir verður tímabundið ráðherra fjögurra málaflokka eftir að hún tók við dómsmálaráðuneytinu á Bessastöðum síðdegis. Fráfarandi dómsmálaráðherra segir mannréttindadómstólinn hafa sætt gagnrýni frá ýmsum ríkjum fyrir framsækna lagatúlkun. Líkt og kunnugt er sagði Sigríður Á Andersen af sér sem dómsmálaráðherra í gær í framhaldi af dómi Mannréttindadómstóls Evrópu sem komst að þeirri niðurstöðu að ólöglega hafi verið staðið að skipan dómara við Landsrétt. Ríkisstjórnin kom saman til fundar í Stjórnarráðinu klukkan níu í morgun og stóð fundurinn í tæpar þrjár klukkustundir. Ráðherraskipan var ekki til umfjöllunar á ríkisstjórnarfundinum í morgun en staða Landsréttar rædd lítillega. Að ríkisstjórnarfundi loknum sagðist Sigríður skilja sátt með sín störf í dómsmálaráðuneytinu, hún muni áfram gegna þingstörfum að heilum hug en að svo stöddu liggur ekki fyrir í hvaða þingnefndum hún mun taka sæti. Þingflokksfundur Sjálfstæðisflokksins fór fram klukkan hálf þrjú og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins ræddi við fjölmiðla á Alþingi að honum loknum. Þar upplýsti Bjarni að Þórdís Kolbrún muni tímabundið taka við hlutverki dómsmálaráðherra, Samhliða mun Þórdís áfram gegna embætti ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra þar til ráðrúm hefur gefist til að finna út úr því hver taki við dómsmálaráðuneytinu. Ráðherrar mættu svo einn af öðrum til Bessastaða þar sem ríkisráðsfundur hófst klukkan fjögur. Gert var hlé á ríkisráðsfundi og vék Sigríður af fundinum eftir að hafa fengið lausn frá embætti. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir „Þetta er bara verkefni sem þarf að takast á við og verður leyst“ Forsætisráðherra hefur fulla trú á að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýskipaður dómsmálaráðherra, muni standa sig vel í embættinu. 14. mars 2019 16:45 „Haldið að þetta sé svo dramatískt“ Sigríður Andersen hefur fulla trú á að Þórdís nái að skapa ró um dómsmálaráðuneytið. 14. mars 2019 16:36 Telur að Þórdís Kolbrún verði áfram dómsmálaráðherra Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, telur að Þórdís Kolbrún sitji áfram sem dómsmálaráðherra, þó nú sé talað um tímabundna lausn mála. Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að ákveða taki við öðrum ráðherraembættum Þórdísar. 14. mars 2019 20:00 Þórdís Kolbrún tekur við sem dómsmálaráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tekur við sem dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Þórdís kemur til með taka við embættinu tímabundið ásamt öðrum störfum. 14. mars 2019 15:30 Þægilegur ríkisstjórnarfundur að baki í Stjórnarráðinu Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sagði ríkisstjórnina fyrst og fremst hafa farið yfir fjármálaáætlun á fundi í Stjórnarráðinu fyrr í dag. 14. mars 2019 13:37 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir verður tímabundið ráðherra fjögurra málaflokka eftir að hún tók við dómsmálaráðuneytinu á Bessastöðum síðdegis. Fráfarandi dómsmálaráðherra segir mannréttindadómstólinn hafa sætt gagnrýni frá ýmsum ríkjum fyrir framsækna lagatúlkun. Líkt og kunnugt er sagði Sigríður Á Andersen af sér sem dómsmálaráðherra í gær í framhaldi af dómi Mannréttindadómstóls Evrópu sem komst að þeirri niðurstöðu að ólöglega hafi verið staðið að skipan dómara við Landsrétt. Ríkisstjórnin kom saman til fundar í Stjórnarráðinu klukkan níu í morgun og stóð fundurinn í tæpar þrjár klukkustundir. Ráðherraskipan var ekki til umfjöllunar á ríkisstjórnarfundinum í morgun en staða Landsréttar rædd lítillega. Að ríkisstjórnarfundi loknum sagðist Sigríður skilja sátt með sín störf í dómsmálaráðuneytinu, hún muni áfram gegna þingstörfum að heilum hug en að svo stöddu liggur ekki fyrir í hvaða þingnefndum hún mun taka sæti. Þingflokksfundur Sjálfstæðisflokksins fór fram klukkan hálf þrjú og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins ræddi við fjölmiðla á Alþingi að honum loknum. Þar upplýsti Bjarni að Þórdís Kolbrún muni tímabundið taka við hlutverki dómsmálaráðherra, Samhliða mun Þórdís áfram gegna embætti ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra þar til ráðrúm hefur gefist til að finna út úr því hver taki við dómsmálaráðuneytinu. Ráðherrar mættu svo einn af öðrum til Bessastaða þar sem ríkisráðsfundur hófst klukkan fjögur. Gert var hlé á ríkisráðsfundi og vék Sigríður af fundinum eftir að hafa fengið lausn frá embætti.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir „Þetta er bara verkefni sem þarf að takast á við og verður leyst“ Forsætisráðherra hefur fulla trú á að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýskipaður dómsmálaráðherra, muni standa sig vel í embættinu. 14. mars 2019 16:45 „Haldið að þetta sé svo dramatískt“ Sigríður Andersen hefur fulla trú á að Þórdís nái að skapa ró um dómsmálaráðuneytið. 14. mars 2019 16:36 Telur að Þórdís Kolbrún verði áfram dómsmálaráðherra Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, telur að Þórdís Kolbrún sitji áfram sem dómsmálaráðherra, þó nú sé talað um tímabundna lausn mála. Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að ákveða taki við öðrum ráðherraembættum Þórdísar. 14. mars 2019 20:00 Þórdís Kolbrún tekur við sem dómsmálaráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tekur við sem dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Þórdís kemur til með taka við embættinu tímabundið ásamt öðrum störfum. 14. mars 2019 15:30 Þægilegur ríkisstjórnarfundur að baki í Stjórnarráðinu Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sagði ríkisstjórnina fyrst og fremst hafa farið yfir fjármálaáætlun á fundi í Stjórnarráðinu fyrr í dag. 14. mars 2019 13:37 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Sjá meira
„Þetta er bara verkefni sem þarf að takast á við og verður leyst“ Forsætisráðherra hefur fulla trú á að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýskipaður dómsmálaráðherra, muni standa sig vel í embættinu. 14. mars 2019 16:45
„Haldið að þetta sé svo dramatískt“ Sigríður Andersen hefur fulla trú á að Þórdís nái að skapa ró um dómsmálaráðuneytið. 14. mars 2019 16:36
Telur að Þórdís Kolbrún verði áfram dómsmálaráðherra Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, telur að Þórdís Kolbrún sitji áfram sem dómsmálaráðherra, þó nú sé talað um tímabundna lausn mála. Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að ákveða taki við öðrum ráðherraembættum Þórdísar. 14. mars 2019 20:00
Þórdís Kolbrún tekur við sem dómsmálaráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tekur við sem dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Þórdís kemur til með taka við embættinu tímabundið ásamt öðrum störfum. 14. mars 2019 15:30
Þægilegur ríkisstjórnarfundur að baki í Stjórnarráðinu Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sagði ríkisstjórnina fyrst og fremst hafa farið yfir fjármálaáætlun á fundi í Stjórnarráðinu fyrr í dag. 14. mars 2019 13:37
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent