Bandaríkjamenn segja líkindi með flugslysum Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2019 23:00 Forsvarsmenn Boeing segjast styðja ákvörðun FAA en staðhæfa að flugvélarnar séu öruggar. Flugvélarnar hafa verið kyrrsettar um nánast allan heim. AP/Yi-Chin Lee Ný gögn sem bárust flugmálayfirvöldum Bandaríkjanna, FAA, sýna líkindi á milli flugslyssins í Eþíópíu á sunnudaginn og flugslysi í Indónesíu í fyrra. Bæði slysin voru mannskæð í báðum tilfellum var um Boeing 737 MAX 8 flugvélar að ræða. Bandaríkin voru með síðustu löndum heimsins að kyrrsetja MAX 8 og MAX 9 flugvélar Boeing. Í yfirlýsingu FAA segir að líkindin valdi því að nauðsynlegt sé að rannsaka hvort svipaðar ástæður séu fyrir flugslysunum tveimur. Flugriti flugvélarinnar sem brotlenti í Eþíópíu verður sendur til Frakklands til rannsóknar. Hann mun vera verulega skemmdur og geta Eþíópíumenn ekki lesið gögnin af honum eins og er. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, opinberaði ákvörðunina í kvöld.Yfirvöld Kanada höfðu komist að sömu niðurstöður fyrr í dag og byggðu ákvörðunina á gervihnattagögnum frá báðum flugslysunum. Forsvarsmenn fyrirtækisins bandaríska segjast styðja ákvörðun FAA en staðhæfa að flugvélarnar séu öruggar. Flugvélarnar hafa verið kyrrsettar um nánast allan heim. Fyrr í dag sagði talsmaður Ethiopia Airlines að flugstjóri flugvélarinnar sem brotlenti á sunnudaginn hefði tilkynnt að hann ætti í erfiðleikum með að stýra henni og hafði beðið um, og fengið, heimild til að snúa við og lenda aftur. Í gær bárust fregnir af því að FAA hafi minnst tvisvar sinnum borist tilkynningar frá flugmönnum í Bandaríkjunum um að flugvélar af þessum gerðum hafi lækkað flugið um tólfhundruð til fimmtánhundruð fet á mínútu, eftir að kveikt var á sjálfsstýringu þeirra. Í bæði skiptin tók þó stuttan tíma að rétta flugvélarnar af, þegar slökkt hafði verið á sjálfsstýringunni.Samkvæmt Washington Post segja bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar á flugslysinu í Indónesíu í fyrra að skynjari hafi fyrir mistök talið nef flugvélarinnar vera of hátt og sjálfsstýring flugvélarinnar hafi því tekið völdin og lækkað flugið. Flugmenn flugvélarinnar hafi ekki getað hækkað flugið og því hafi hún hrapað í Jövuhaf.For a small measure of context surrounding the #737MAX grounding, here are all 13,900 flights we're tracking at the moment on https://t.co/A4mWRJu9Vi. pic.twitter.com/HGM9GtK1Tv— Flightradar24 (@flightradar24) March 13, 2019 Bandaríkin Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ákvörðun Breta hafði úrslitaáhrif á Icelandair Segir félagið búa yfir öflugum flota sem notaður verður til að leysa úr stöðunni. 12. mars 2019 16:00 Flug Boeing 737 MAX 8 og 9 bannað í lofthelgi Evrópu Flugöryggisstofnun Evrópu, EASA, hefur bannað flug Boeing 737 MAX 8 og MAX 9 flugvéla í lofthelgi Evrópu. 12. mars 2019 18:03 Flugvélar kyrrsettar í Bandaríkjunum: Átti í vandræðum með að stýra flugvélinni Flugstjóri farþegaþotunnar sem brotlenti í Eþíópíu á sunnudaginn tilkynnti að hann átti í vandræðum með að stýra flugvélinni 13. mars 2019 18:30 Boeing ber fullt traust til 737 MAX Flugvélaframleiðandinn Boeing segist hafa fullan skilning á þeim aðgerðum gripið hefur verið til eftir þotu Ethiopian Airlines um helgina. 12. mars 2019 15:39 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Ný gögn sem bárust flugmálayfirvöldum Bandaríkjanna, FAA, sýna líkindi á milli flugslyssins í Eþíópíu á sunnudaginn og flugslysi í Indónesíu í fyrra. Bæði slysin voru mannskæð í báðum tilfellum var um Boeing 737 MAX 8 flugvélar að ræða. Bandaríkin voru með síðustu löndum heimsins að kyrrsetja MAX 8 og MAX 9 flugvélar Boeing. Í yfirlýsingu FAA segir að líkindin valdi því að nauðsynlegt sé að rannsaka hvort svipaðar ástæður séu fyrir flugslysunum tveimur. Flugriti flugvélarinnar sem brotlenti í Eþíópíu verður sendur til Frakklands til rannsóknar. Hann mun vera verulega skemmdur og geta Eþíópíumenn ekki lesið gögnin af honum eins og er. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, opinberaði ákvörðunina í kvöld.Yfirvöld Kanada höfðu komist að sömu niðurstöður fyrr í dag og byggðu ákvörðunina á gervihnattagögnum frá báðum flugslysunum. Forsvarsmenn fyrirtækisins bandaríska segjast styðja ákvörðun FAA en staðhæfa að flugvélarnar séu öruggar. Flugvélarnar hafa verið kyrrsettar um nánast allan heim. Fyrr í dag sagði talsmaður Ethiopia Airlines að flugstjóri flugvélarinnar sem brotlenti á sunnudaginn hefði tilkynnt að hann ætti í erfiðleikum með að stýra henni og hafði beðið um, og fengið, heimild til að snúa við og lenda aftur. Í gær bárust fregnir af því að FAA hafi minnst tvisvar sinnum borist tilkynningar frá flugmönnum í Bandaríkjunum um að flugvélar af þessum gerðum hafi lækkað flugið um tólfhundruð til fimmtánhundruð fet á mínútu, eftir að kveikt var á sjálfsstýringu þeirra. Í bæði skiptin tók þó stuttan tíma að rétta flugvélarnar af, þegar slökkt hafði verið á sjálfsstýringunni.Samkvæmt Washington Post segja bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar á flugslysinu í Indónesíu í fyrra að skynjari hafi fyrir mistök talið nef flugvélarinnar vera of hátt og sjálfsstýring flugvélarinnar hafi því tekið völdin og lækkað flugið. Flugmenn flugvélarinnar hafi ekki getað hækkað flugið og því hafi hún hrapað í Jövuhaf.For a small measure of context surrounding the #737MAX grounding, here are all 13,900 flights we're tracking at the moment on https://t.co/A4mWRJu9Vi. pic.twitter.com/HGM9GtK1Tv— Flightradar24 (@flightradar24) March 13, 2019
Bandaríkin Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ákvörðun Breta hafði úrslitaáhrif á Icelandair Segir félagið búa yfir öflugum flota sem notaður verður til að leysa úr stöðunni. 12. mars 2019 16:00 Flug Boeing 737 MAX 8 og 9 bannað í lofthelgi Evrópu Flugöryggisstofnun Evrópu, EASA, hefur bannað flug Boeing 737 MAX 8 og MAX 9 flugvéla í lofthelgi Evrópu. 12. mars 2019 18:03 Flugvélar kyrrsettar í Bandaríkjunum: Átti í vandræðum með að stýra flugvélinni Flugstjóri farþegaþotunnar sem brotlenti í Eþíópíu á sunnudaginn tilkynnti að hann átti í vandræðum með að stýra flugvélinni 13. mars 2019 18:30 Boeing ber fullt traust til 737 MAX Flugvélaframleiðandinn Boeing segist hafa fullan skilning á þeim aðgerðum gripið hefur verið til eftir þotu Ethiopian Airlines um helgina. 12. mars 2019 15:39 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Ákvörðun Breta hafði úrslitaáhrif á Icelandair Segir félagið búa yfir öflugum flota sem notaður verður til að leysa úr stöðunni. 12. mars 2019 16:00
Flug Boeing 737 MAX 8 og 9 bannað í lofthelgi Evrópu Flugöryggisstofnun Evrópu, EASA, hefur bannað flug Boeing 737 MAX 8 og MAX 9 flugvéla í lofthelgi Evrópu. 12. mars 2019 18:03
Flugvélar kyrrsettar í Bandaríkjunum: Átti í vandræðum með að stýra flugvélinni Flugstjóri farþegaþotunnar sem brotlenti í Eþíópíu á sunnudaginn tilkynnti að hann átti í vandræðum með að stýra flugvélinni 13. mars 2019 18:30
Boeing ber fullt traust til 737 MAX Flugvélaframleiðandinn Boeing segist hafa fullan skilning á þeim aðgerðum gripið hefur verið til eftir þotu Ethiopian Airlines um helgina. 12. mars 2019 15:39
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“