Risaákvörðun hjá Risunum í NFL-deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. mars 2019 09:30 Odell Beckham Jr. Getty/Mitchell Leff NFL-liðið New York Giants ákvað í nótt að skipta frá sér stærstu stjörnu félagsins og það er óhætt að segja að þar hafi verið á ferðinni risaákvörðun hjá New York félaginu. Risarnir frá New York tóku þá risaákvörðun að senda Odell Beckham yngri til Cleveland Browns í skiptum fyrir tvo valrétti og varnarmanninn Jabrill Pepper. Útherjinn Odell Beckham Jr. hefur verið stærsta stjarna New York Giants undanfarin ár og skiptin koma mikið á óvart því kappinn skrifaði undir nýjan fimm ára og 95 milljón dollara samning á síðasta ári. Hann sló algjörlega í gegn þegar hann greip sendingu með annarri hendi í leik með New York Giants og hefur síðan margoft sýnt og sannað að hann er í hópi þeirra allra bestu í NFL-deildinni. Beckham var duglegur að gagnrýna það sem var í gangi hjá félaginu og eigandinn var greinilega búinn að fá nóg af honum. Hæfileikarnir eru vissulega til staðar en það fylgir þeim líka mikill aukafarangur því Beckham er vanur að koma sér á forsíður blaðanna. Odell Beckham Jr. er enn bara 26 ára gamall og á því mörg af sínum bestu árum eftir. Hann mun styrkja Cleveland Browns liðið mikið. Beckham var þriðji besti útherji NFL-deildarinnar tölfræðilega með 77 gripna bolta fyrir 1052 jarda og sex snertimörk. Beckham skoraði alls 44 snertimörk í 59 leikjum með New York Giants. Nýliðavalið fer fram 26. apríl næstkomandi. New York Giants fékk valrétti í fyrstu og þriðju umferð frá Cleveland Browns. NFL Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Sjá meira
NFL-liðið New York Giants ákvað í nótt að skipta frá sér stærstu stjörnu félagsins og það er óhætt að segja að þar hafi verið á ferðinni risaákvörðun hjá New York félaginu. Risarnir frá New York tóku þá risaákvörðun að senda Odell Beckham yngri til Cleveland Browns í skiptum fyrir tvo valrétti og varnarmanninn Jabrill Pepper. Útherjinn Odell Beckham Jr. hefur verið stærsta stjarna New York Giants undanfarin ár og skiptin koma mikið á óvart því kappinn skrifaði undir nýjan fimm ára og 95 milljón dollara samning á síðasta ári. Hann sló algjörlega í gegn þegar hann greip sendingu með annarri hendi í leik með New York Giants og hefur síðan margoft sýnt og sannað að hann er í hópi þeirra allra bestu í NFL-deildinni. Beckham var duglegur að gagnrýna það sem var í gangi hjá félaginu og eigandinn var greinilega búinn að fá nóg af honum. Hæfileikarnir eru vissulega til staðar en það fylgir þeim líka mikill aukafarangur því Beckham er vanur að koma sér á forsíður blaðanna. Odell Beckham Jr. er enn bara 26 ára gamall og á því mörg af sínum bestu árum eftir. Hann mun styrkja Cleveland Browns liðið mikið. Beckham var þriðji besti útherji NFL-deildarinnar tölfræðilega með 77 gripna bolta fyrir 1052 jarda og sex snertimörk. Beckham skoraði alls 44 snertimörk í 59 leikjum með New York Giants. Nýliðavalið fer fram 26. apríl næstkomandi. New York Giants fékk valrétti í fyrstu og þriðju umferð frá Cleveland Browns.
NFL Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Sjá meira