Risaákvörðun hjá Risunum í NFL-deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. mars 2019 09:30 Odell Beckham Jr. Getty/Mitchell Leff NFL-liðið New York Giants ákvað í nótt að skipta frá sér stærstu stjörnu félagsins og það er óhætt að segja að þar hafi verið á ferðinni risaákvörðun hjá New York félaginu. Risarnir frá New York tóku þá risaákvörðun að senda Odell Beckham yngri til Cleveland Browns í skiptum fyrir tvo valrétti og varnarmanninn Jabrill Pepper. Útherjinn Odell Beckham Jr. hefur verið stærsta stjarna New York Giants undanfarin ár og skiptin koma mikið á óvart því kappinn skrifaði undir nýjan fimm ára og 95 milljón dollara samning á síðasta ári. Hann sló algjörlega í gegn þegar hann greip sendingu með annarri hendi í leik með New York Giants og hefur síðan margoft sýnt og sannað að hann er í hópi þeirra allra bestu í NFL-deildinni. Beckham var duglegur að gagnrýna það sem var í gangi hjá félaginu og eigandinn var greinilega búinn að fá nóg af honum. Hæfileikarnir eru vissulega til staðar en það fylgir þeim líka mikill aukafarangur því Beckham er vanur að koma sér á forsíður blaðanna. Odell Beckham Jr. er enn bara 26 ára gamall og á því mörg af sínum bestu árum eftir. Hann mun styrkja Cleveland Browns liðið mikið. Beckham var þriðji besti útherji NFL-deildarinnar tölfræðilega með 77 gripna bolta fyrir 1052 jarda og sex snertimörk. Beckham skoraði alls 44 snertimörk í 59 leikjum með New York Giants. Nýliðavalið fer fram 26. apríl næstkomandi. New York Giants fékk valrétti í fyrstu og þriðju umferð frá Cleveland Browns. NFL Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Sjá meira
NFL-liðið New York Giants ákvað í nótt að skipta frá sér stærstu stjörnu félagsins og það er óhætt að segja að þar hafi verið á ferðinni risaákvörðun hjá New York félaginu. Risarnir frá New York tóku þá risaákvörðun að senda Odell Beckham yngri til Cleveland Browns í skiptum fyrir tvo valrétti og varnarmanninn Jabrill Pepper. Útherjinn Odell Beckham Jr. hefur verið stærsta stjarna New York Giants undanfarin ár og skiptin koma mikið á óvart því kappinn skrifaði undir nýjan fimm ára og 95 milljón dollara samning á síðasta ári. Hann sló algjörlega í gegn þegar hann greip sendingu með annarri hendi í leik með New York Giants og hefur síðan margoft sýnt og sannað að hann er í hópi þeirra allra bestu í NFL-deildinni. Beckham var duglegur að gagnrýna það sem var í gangi hjá félaginu og eigandinn var greinilega búinn að fá nóg af honum. Hæfileikarnir eru vissulega til staðar en það fylgir þeim líka mikill aukafarangur því Beckham er vanur að koma sér á forsíður blaðanna. Odell Beckham Jr. er enn bara 26 ára gamall og á því mörg af sínum bestu árum eftir. Hann mun styrkja Cleveland Browns liðið mikið. Beckham var þriðji besti útherji NFL-deildarinnar tölfræðilega með 77 gripna bolta fyrir 1052 jarda og sex snertimörk. Beckham skoraði alls 44 snertimörk í 59 leikjum með New York Giants. Nýliðavalið fer fram 26. apríl næstkomandi. New York Giants fékk valrétti í fyrstu og þriðju umferð frá Cleveland Browns.
NFL Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Sjá meira