Fox-liði sagði Íraka „hálflæsa frumstæða apa“ Kjartan Kjartansson skrifar 12. mars 2019 15:01 Carlson sakaði gagnrýnendur sína um að vera valdasjúka og að þeir svifust einskis til þess að koma höggi á sig. Vísir/Getty Fleiri upptökur af grófum ummælum Tuckers Carlson, eins vinsælasta þáttastjórnanda bandarísku íhaldsstöðvarinnar Fox News, hafa verið birtar, degi eftir að hann heyrðist fara ófögrum orðum um konur og verja barnahjónabönd. Á nýju upptökunum hefur Carlson uppi kynþáttafordóma og andúð á samkynhneigðum. Ummælin lét Carlson falla í umdeildum útvarpsþætti sem sendur er út frá Flórída á árunum 2006 til 2011. Hringdi Carlson inn í þáttinn „Ástarsvampurinn Bubba“ í um klukkustund á viku á því tímabili. Carlson neitaði alfarið að biðjast afsökunar eftir að upptökur með ummælum hans um konur og kynferðisofbeldi voru birtar opinberlega á sunnudag. Á nýju upptökunum sem samtökin Media Matters birtu lýsir Carlson Írak sem „skítastað fullum af, þú veist, hálflæsum frumstæðum öpum“ árið 2008. Það hafi verið ástæðan fyrir því að það hafi ekki verið þess virði fyrir Bandaríkin að ráðast inn í landið. Tveimur árum áður sagðist hann ennfremur hafa „núll samúð“ með írösku þjóðinni og menningu hennar vegna þess að „þau nota ekki klósettpappír eða gaffla“. Árið 2006 auglýsti Carlson eftir forsetaframbjóðanda sem væri tilbúinn að skella skuldinni á „geðveika múslima sem hegða sér eins og skepnur“. Sá frambjóðandi yrði kjörinn „kóngur“ ef hann lofaði að „drepa eins marga af þeim og þeir geta“, að því er segir í frétt Washington Post. Áður höfðu upptökur birst af Carlson kalla konur „frumstæðar“ og „einfaldar“. Lýsti hann Brittney Spears og dóttur Mörthu Stewart sem „mestu hvítu hórunum í Bandaríkjunum“. Þá tók hann upp hanskann fyrir leiðtoga sértrúarsafnaðar sem var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að koma á hjónaböndum eldri karlmanna og barnungra stúlkna og ræddi um ungar stúlkur á kynferðislegan hátt. Carlson neitaði að biðjast afsökunar í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær. Í þætti sínum á Fox News í gærkvöldi sagði hann stöðina standa þétt að baki sér. Lýsti hann gagnrýnendum sínum sem „múgi“ sem vildi „brjóta niður andspyrnu“. Bandaríkin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fox-þáttastjórnandi iðrast ekki grófra ummæla um konur Þáttastjórnandinn varði leiðtoga sértrúarsafnaðar sem var sakfelldur fyrir að nauðga börnum, sagði konur frumstæðar og hafði uppi fúkyrði um nafngreindar konur í útvarpsþætti sem hann hringdi reglulega í. 11. mars 2019 13:58 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Fleiri fréttir Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Sjá meira
Fleiri upptökur af grófum ummælum Tuckers Carlson, eins vinsælasta þáttastjórnanda bandarísku íhaldsstöðvarinnar Fox News, hafa verið birtar, degi eftir að hann heyrðist fara ófögrum orðum um konur og verja barnahjónabönd. Á nýju upptökunum hefur Carlson uppi kynþáttafordóma og andúð á samkynhneigðum. Ummælin lét Carlson falla í umdeildum útvarpsþætti sem sendur er út frá Flórída á árunum 2006 til 2011. Hringdi Carlson inn í þáttinn „Ástarsvampurinn Bubba“ í um klukkustund á viku á því tímabili. Carlson neitaði alfarið að biðjast afsökunar eftir að upptökur með ummælum hans um konur og kynferðisofbeldi voru birtar opinberlega á sunnudag. Á nýju upptökunum sem samtökin Media Matters birtu lýsir Carlson Írak sem „skítastað fullum af, þú veist, hálflæsum frumstæðum öpum“ árið 2008. Það hafi verið ástæðan fyrir því að það hafi ekki verið þess virði fyrir Bandaríkin að ráðast inn í landið. Tveimur árum áður sagðist hann ennfremur hafa „núll samúð“ með írösku þjóðinni og menningu hennar vegna þess að „þau nota ekki klósettpappír eða gaffla“. Árið 2006 auglýsti Carlson eftir forsetaframbjóðanda sem væri tilbúinn að skella skuldinni á „geðveika múslima sem hegða sér eins og skepnur“. Sá frambjóðandi yrði kjörinn „kóngur“ ef hann lofaði að „drepa eins marga af þeim og þeir geta“, að því er segir í frétt Washington Post. Áður höfðu upptökur birst af Carlson kalla konur „frumstæðar“ og „einfaldar“. Lýsti hann Brittney Spears og dóttur Mörthu Stewart sem „mestu hvítu hórunum í Bandaríkjunum“. Þá tók hann upp hanskann fyrir leiðtoga sértrúarsafnaðar sem var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að koma á hjónaböndum eldri karlmanna og barnungra stúlkna og ræddi um ungar stúlkur á kynferðislegan hátt. Carlson neitaði að biðjast afsökunar í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær. Í þætti sínum á Fox News í gærkvöldi sagði hann stöðina standa þétt að baki sér. Lýsti hann gagnrýnendum sínum sem „múgi“ sem vildi „brjóta niður andspyrnu“.
Bandaríkin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fox-þáttastjórnandi iðrast ekki grófra ummæla um konur Þáttastjórnandinn varði leiðtoga sértrúarsafnaðar sem var sakfelldur fyrir að nauðga börnum, sagði konur frumstæðar og hafði uppi fúkyrði um nafngreindar konur í útvarpsþætti sem hann hringdi reglulega í. 11. mars 2019 13:58 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Fleiri fréttir Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Sjá meira
Fox-þáttastjórnandi iðrast ekki grófra ummæla um konur Þáttastjórnandinn varði leiðtoga sértrúarsafnaðar sem var sakfelldur fyrir að nauðga börnum, sagði konur frumstæðar og hafði uppi fúkyrði um nafngreindar konur í útvarpsþætti sem hann hringdi reglulega í. 11. mars 2019 13:58