Katrín og Svandís harðorðar í garð Sigríðar þegar skipað hafði verið í Landsrétt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. mars 2019 13:15 Þær Svandís Svavarsdóttir, Sigríður Á. Andersen og Katrín Jakobsdóttir eru í dag saman í ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. vísir Þær Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og núverandi forsætisráðherra, og Svandís Svavarsdóttir, nú heilbrigðisráðherra fyrir VG, eru harðorðar í garð Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, í grein sem þær skrifuðu á vef VG í byrjun sumars 2017. Þá hafði Alþingi verið slitið og nýbúið var að skipa dómarana fimmtán í Landsrétt. Mannréttindadómstóll Evrópu dæmdi í dag að skipan dómsins bryti gegn 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu þar sem kveðið er á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Katrín og Svandís sátu á þeim tíma sem skipað var í dóminn í minnihluta á Alþingi en Sjálfstæðisflokkur, Björt framtíð og Viðreisn mynduðu ríkisstjórn. Í dag sitja þær í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Þingmenn VG greiddu atkvæði á móti Mikill ágreiningur var á þingi um skipan dómara við Landsrétt og fór atkvæðagreiðsla um tillögu Sigríðar vegna málsins eftir flokkslínum. Þannig greiddu allir þingmenn VG atkvæði gegn tillögu ráðherra sem og þingmenn Pírata, þingmenn Framsóknarflokksins sátu hjá og þingmenn stjórnarflokkanna greiddu atkvæði með tillögunni. Í grein sinni, sem ber titilinn „Nýliðinn þingvetur“, fara þær Katrín og Svandís yfir Landsréttarmálið. Segja þær uppnám millidómstigsins vera algjört og að það sé á ábyrgð dómsmálaráðherra og ríkisstjórnarinnar allrar. „Gæti svo farið að Landsréttur yrði að glíma við vantraust og skort á trúverðugleika um árabil“ Rifja þær upp að minnihlutinn á Alþingi vildi að málinu yrði frestað þannig að ráðherra og þingið myndu fá meiri tíma til að skipa dómara við Landsrétt. „Við því var ekki orðið og neytti meirihlutinn því aflsmuna sinna til að samþykkja fimmtán nýja dómara við Landsrétt í bullandi ágreiningi þar sem augljóslega hafði ekki gefist tími til að fara yfir málið með fullnægjandi hætti. Það er grafalvarlegt í lýðræðissamfélagi að svo naumur meirihluti skuli fara fram með þessum hætti þegar um er að ræða eina grein hins opinbera valds, dómsvaldið, og skipan þess. Í tíð fyrri ráðherra málaflokksins var mikil áhersla á að leiða fram lagaumgjörð og inntak nýs dómstigs í sátt. Nýr ráðherra hefur nú þverbrotið það ferli, gengið fram á skjön við þann anda sem ríkti á fyrri stigum málsins. Uppnám millidómstigsins er nú algjört, á ábyrgð dómsmálaráðherrans og ríkisstjórnarinnar allrar. Enn er ekki séð fyrir endann á málalyktum þessa og gæti svo farið að Landsréttur yrði að glíma við vantraust og skort á trúverðugleika um árabil,“ segir í grein þeirra Katrínar og Svandísar frá árinu 2017. Telur sig njóta trausts hjá ríkisstjórninni allri Rætt var við Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Þar sagði hún dóm MDE ekki gefa henni tilefni til þess að segja af sér ráðherraembætti. Þá telur hún sig njóta trausts hjá ríkisstjórninni allri. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, er stödd í New York á fundi kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hyggst hún ekki tjá sig um dóm MDE fyrr en hún kemur aftur til landsins á morgun. Dómstólar Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Telja dómsmálaráðherra augljóslega hafa hunsað reglur Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er talin hafa augljóslega hunsað gildandi reglur um skipan dómara þegar hún vék frá tillögum hæfnisnefndar um dómara við Landsrétt árið 2017. 12. mars 2019 10:28 Vaktin: Spjótin beinast að ráðherra eftir dóm Mannréttindadómstólsins Dómaraskipun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í Landsrétti braut gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. 12. mars 2019 10:23 Sigríður ætlar ekki að segja af sér Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra, telur niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu ekki vera tilefni til þess að segja af sér. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. 12. mars 2019 12:04 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Fleiri fréttir Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Sjá meira
Þær Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og núverandi forsætisráðherra, og Svandís Svavarsdóttir, nú heilbrigðisráðherra fyrir VG, eru harðorðar í garð Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, í grein sem þær skrifuðu á vef VG í byrjun sumars 2017. Þá hafði Alþingi verið slitið og nýbúið var að skipa dómarana fimmtán í Landsrétt. Mannréttindadómstóll Evrópu dæmdi í dag að skipan dómsins bryti gegn 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu þar sem kveðið er á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Katrín og Svandís sátu á þeim tíma sem skipað var í dóminn í minnihluta á Alþingi en Sjálfstæðisflokkur, Björt framtíð og Viðreisn mynduðu ríkisstjórn. Í dag sitja þær í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Þingmenn VG greiddu atkvæði á móti Mikill ágreiningur var á þingi um skipan dómara við Landsrétt og fór atkvæðagreiðsla um tillögu Sigríðar vegna málsins eftir flokkslínum. Þannig greiddu allir þingmenn VG atkvæði gegn tillögu ráðherra sem og þingmenn Pírata, þingmenn Framsóknarflokksins sátu hjá og þingmenn stjórnarflokkanna greiddu atkvæði með tillögunni. Í grein sinni, sem ber titilinn „Nýliðinn þingvetur“, fara þær Katrín og Svandís yfir Landsréttarmálið. Segja þær uppnám millidómstigsins vera algjört og að það sé á ábyrgð dómsmálaráðherra og ríkisstjórnarinnar allrar. „Gæti svo farið að Landsréttur yrði að glíma við vantraust og skort á trúverðugleika um árabil“ Rifja þær upp að minnihlutinn á Alþingi vildi að málinu yrði frestað þannig að ráðherra og þingið myndu fá meiri tíma til að skipa dómara við Landsrétt. „Við því var ekki orðið og neytti meirihlutinn því aflsmuna sinna til að samþykkja fimmtán nýja dómara við Landsrétt í bullandi ágreiningi þar sem augljóslega hafði ekki gefist tími til að fara yfir málið með fullnægjandi hætti. Það er grafalvarlegt í lýðræðissamfélagi að svo naumur meirihluti skuli fara fram með þessum hætti þegar um er að ræða eina grein hins opinbera valds, dómsvaldið, og skipan þess. Í tíð fyrri ráðherra málaflokksins var mikil áhersla á að leiða fram lagaumgjörð og inntak nýs dómstigs í sátt. Nýr ráðherra hefur nú þverbrotið það ferli, gengið fram á skjön við þann anda sem ríkti á fyrri stigum málsins. Uppnám millidómstigsins er nú algjört, á ábyrgð dómsmálaráðherrans og ríkisstjórnarinnar allrar. Enn er ekki séð fyrir endann á málalyktum þessa og gæti svo farið að Landsréttur yrði að glíma við vantraust og skort á trúverðugleika um árabil,“ segir í grein þeirra Katrínar og Svandísar frá árinu 2017. Telur sig njóta trausts hjá ríkisstjórninni allri Rætt var við Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Þar sagði hún dóm MDE ekki gefa henni tilefni til þess að segja af sér ráðherraembætti. Þá telur hún sig njóta trausts hjá ríkisstjórninni allri. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, er stödd í New York á fundi kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hyggst hún ekki tjá sig um dóm MDE fyrr en hún kemur aftur til landsins á morgun.
Dómstólar Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Telja dómsmálaráðherra augljóslega hafa hunsað reglur Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er talin hafa augljóslega hunsað gildandi reglur um skipan dómara þegar hún vék frá tillögum hæfnisnefndar um dómara við Landsrétt árið 2017. 12. mars 2019 10:28 Vaktin: Spjótin beinast að ráðherra eftir dóm Mannréttindadómstólsins Dómaraskipun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í Landsrétti braut gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. 12. mars 2019 10:23 Sigríður ætlar ekki að segja af sér Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra, telur niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu ekki vera tilefni til þess að segja af sér. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. 12. mars 2019 12:04 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Fleiri fréttir Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Sjá meira
Telja dómsmálaráðherra augljóslega hafa hunsað reglur Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er talin hafa augljóslega hunsað gildandi reglur um skipan dómara þegar hún vék frá tillögum hæfnisnefndar um dómara við Landsrétt árið 2017. 12. mars 2019 10:28
Vaktin: Spjótin beinast að ráðherra eftir dóm Mannréttindadómstólsins Dómaraskipun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í Landsrétti braut gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. 12. mars 2019 10:23
Sigríður ætlar ekki að segja af sér Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra, telur niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu ekki vera tilefni til þess að segja af sér. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. 12. mars 2019 12:04