Katrín og Svandís harðorðar í garð Sigríðar þegar skipað hafði verið í Landsrétt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. mars 2019 13:15 Þær Svandís Svavarsdóttir, Sigríður Á. Andersen og Katrín Jakobsdóttir eru í dag saman í ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. vísir Þær Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og núverandi forsætisráðherra, og Svandís Svavarsdóttir, nú heilbrigðisráðherra fyrir VG, eru harðorðar í garð Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, í grein sem þær skrifuðu á vef VG í byrjun sumars 2017. Þá hafði Alþingi verið slitið og nýbúið var að skipa dómarana fimmtán í Landsrétt. Mannréttindadómstóll Evrópu dæmdi í dag að skipan dómsins bryti gegn 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu þar sem kveðið er á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Katrín og Svandís sátu á þeim tíma sem skipað var í dóminn í minnihluta á Alþingi en Sjálfstæðisflokkur, Björt framtíð og Viðreisn mynduðu ríkisstjórn. Í dag sitja þær í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Þingmenn VG greiddu atkvæði á móti Mikill ágreiningur var á þingi um skipan dómara við Landsrétt og fór atkvæðagreiðsla um tillögu Sigríðar vegna málsins eftir flokkslínum. Þannig greiddu allir þingmenn VG atkvæði gegn tillögu ráðherra sem og þingmenn Pírata, þingmenn Framsóknarflokksins sátu hjá og þingmenn stjórnarflokkanna greiddu atkvæði með tillögunni. Í grein sinni, sem ber titilinn „Nýliðinn þingvetur“, fara þær Katrín og Svandís yfir Landsréttarmálið. Segja þær uppnám millidómstigsins vera algjört og að það sé á ábyrgð dómsmálaráðherra og ríkisstjórnarinnar allrar. „Gæti svo farið að Landsréttur yrði að glíma við vantraust og skort á trúverðugleika um árabil“ Rifja þær upp að minnihlutinn á Alþingi vildi að málinu yrði frestað þannig að ráðherra og þingið myndu fá meiri tíma til að skipa dómara við Landsrétt. „Við því var ekki orðið og neytti meirihlutinn því aflsmuna sinna til að samþykkja fimmtán nýja dómara við Landsrétt í bullandi ágreiningi þar sem augljóslega hafði ekki gefist tími til að fara yfir málið með fullnægjandi hætti. Það er grafalvarlegt í lýðræðissamfélagi að svo naumur meirihluti skuli fara fram með þessum hætti þegar um er að ræða eina grein hins opinbera valds, dómsvaldið, og skipan þess. Í tíð fyrri ráðherra málaflokksins var mikil áhersla á að leiða fram lagaumgjörð og inntak nýs dómstigs í sátt. Nýr ráðherra hefur nú þverbrotið það ferli, gengið fram á skjön við þann anda sem ríkti á fyrri stigum málsins. Uppnám millidómstigsins er nú algjört, á ábyrgð dómsmálaráðherrans og ríkisstjórnarinnar allrar. Enn er ekki séð fyrir endann á málalyktum þessa og gæti svo farið að Landsréttur yrði að glíma við vantraust og skort á trúverðugleika um árabil,“ segir í grein þeirra Katrínar og Svandísar frá árinu 2017. Telur sig njóta trausts hjá ríkisstjórninni allri Rætt var við Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Þar sagði hún dóm MDE ekki gefa henni tilefni til þess að segja af sér ráðherraembætti. Þá telur hún sig njóta trausts hjá ríkisstjórninni allri. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, er stödd í New York á fundi kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hyggst hún ekki tjá sig um dóm MDE fyrr en hún kemur aftur til landsins á morgun. Dómstólar Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Telja dómsmálaráðherra augljóslega hafa hunsað reglur Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er talin hafa augljóslega hunsað gildandi reglur um skipan dómara þegar hún vék frá tillögum hæfnisnefndar um dómara við Landsrétt árið 2017. 12. mars 2019 10:28 Vaktin: Spjótin beinast að ráðherra eftir dóm Mannréttindadómstólsins Dómaraskipun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í Landsrétti braut gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. 12. mars 2019 10:23 Sigríður ætlar ekki að segja af sér Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra, telur niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu ekki vera tilefni til þess að segja af sér. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. 12. mars 2019 12:04 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Þær Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og núverandi forsætisráðherra, og Svandís Svavarsdóttir, nú heilbrigðisráðherra fyrir VG, eru harðorðar í garð Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, í grein sem þær skrifuðu á vef VG í byrjun sumars 2017. Þá hafði Alþingi verið slitið og nýbúið var að skipa dómarana fimmtán í Landsrétt. Mannréttindadómstóll Evrópu dæmdi í dag að skipan dómsins bryti gegn 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu þar sem kveðið er á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Katrín og Svandís sátu á þeim tíma sem skipað var í dóminn í minnihluta á Alþingi en Sjálfstæðisflokkur, Björt framtíð og Viðreisn mynduðu ríkisstjórn. Í dag sitja þær í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Þingmenn VG greiddu atkvæði á móti Mikill ágreiningur var á þingi um skipan dómara við Landsrétt og fór atkvæðagreiðsla um tillögu Sigríðar vegna málsins eftir flokkslínum. Þannig greiddu allir þingmenn VG atkvæði gegn tillögu ráðherra sem og þingmenn Pírata, þingmenn Framsóknarflokksins sátu hjá og þingmenn stjórnarflokkanna greiddu atkvæði með tillögunni. Í grein sinni, sem ber titilinn „Nýliðinn þingvetur“, fara þær Katrín og Svandís yfir Landsréttarmálið. Segja þær uppnám millidómstigsins vera algjört og að það sé á ábyrgð dómsmálaráðherra og ríkisstjórnarinnar allrar. „Gæti svo farið að Landsréttur yrði að glíma við vantraust og skort á trúverðugleika um árabil“ Rifja þær upp að minnihlutinn á Alþingi vildi að málinu yrði frestað þannig að ráðherra og þingið myndu fá meiri tíma til að skipa dómara við Landsrétt. „Við því var ekki orðið og neytti meirihlutinn því aflsmuna sinna til að samþykkja fimmtán nýja dómara við Landsrétt í bullandi ágreiningi þar sem augljóslega hafði ekki gefist tími til að fara yfir málið með fullnægjandi hætti. Það er grafalvarlegt í lýðræðissamfélagi að svo naumur meirihluti skuli fara fram með þessum hætti þegar um er að ræða eina grein hins opinbera valds, dómsvaldið, og skipan þess. Í tíð fyrri ráðherra málaflokksins var mikil áhersla á að leiða fram lagaumgjörð og inntak nýs dómstigs í sátt. Nýr ráðherra hefur nú þverbrotið það ferli, gengið fram á skjön við þann anda sem ríkti á fyrri stigum málsins. Uppnám millidómstigsins er nú algjört, á ábyrgð dómsmálaráðherrans og ríkisstjórnarinnar allrar. Enn er ekki séð fyrir endann á málalyktum þessa og gæti svo farið að Landsréttur yrði að glíma við vantraust og skort á trúverðugleika um árabil,“ segir í grein þeirra Katrínar og Svandísar frá árinu 2017. Telur sig njóta trausts hjá ríkisstjórninni allri Rætt var við Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Þar sagði hún dóm MDE ekki gefa henni tilefni til þess að segja af sér ráðherraembætti. Þá telur hún sig njóta trausts hjá ríkisstjórninni allri. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, er stödd í New York á fundi kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hyggst hún ekki tjá sig um dóm MDE fyrr en hún kemur aftur til landsins á morgun.
Dómstólar Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Telja dómsmálaráðherra augljóslega hafa hunsað reglur Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er talin hafa augljóslega hunsað gildandi reglur um skipan dómara þegar hún vék frá tillögum hæfnisnefndar um dómara við Landsrétt árið 2017. 12. mars 2019 10:28 Vaktin: Spjótin beinast að ráðherra eftir dóm Mannréttindadómstólsins Dómaraskipun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í Landsrétti braut gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. 12. mars 2019 10:23 Sigríður ætlar ekki að segja af sér Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra, telur niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu ekki vera tilefni til þess að segja af sér. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. 12. mars 2019 12:04 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Telja dómsmálaráðherra augljóslega hafa hunsað reglur Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er talin hafa augljóslega hunsað gildandi reglur um skipan dómara þegar hún vék frá tillögum hæfnisnefndar um dómara við Landsrétt árið 2017. 12. mars 2019 10:28
Vaktin: Spjótin beinast að ráðherra eftir dóm Mannréttindadómstólsins Dómaraskipun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í Landsrétti braut gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. 12. mars 2019 10:23
Sigríður ætlar ekki að segja af sér Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra, telur niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu ekki vera tilefni til þess að segja af sér. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. 12. mars 2019 12:04