Ræðir við Japani um að selja þeim ferskt hvalkjöt Kristján Már Unnarsson skrifar 10. mars 2019 11:00 Harald T. Nesvik, sjávarútvegsráðherra Noregs, er kominn til Japans til að ræða við þarlend stjórnvöld. Mynd/FRP, Bjørn Inge Bergestuen. Sjávarútvegsráðherra Noregs, Harald T. Nesvik, hyggst ræða við japönsk stjórnvöld um aukinn markaðsaðgang fyrir norskar hvalaafurðir í fimm daga Japansför, sem hefst í dag. Norski ráðherrann verður í Japan til 15. mars en megintilgangur heimsóknarinnar er að styrkja viðskiptatengsl þjóðanna á sviði sjávarútvegs og ræða um mögulegan viðskiptasamning. „Japan er mikilvægasti markaður Noregs í Asíu fyrir sjávarafurðir. Hann er sá markaður sem á margan hátt hefur mesta þýðingu fyrir norska laxaævintýrið,“ segir ráðherrann í yfirlýsingu á heimasíðu ráðuneytisins. Þar kemur fram að Norðmenn fluttu út sjávarafurðir til Japans á síðasta ári fyrir um 55 milljarða íslenskra króna. Norskar sjávarafurðir voru seldar til Japans fyrir yfir 50 milljarða íslenskra króna í fyrra.Mynd/Getty. Framkvæmdastjóri Sjømat Norge, samtaka norska sjávarútvegsins, Geir Ove Ystmark, hvatti til þess í viðtali í Fiskeribladet í síðasta mánuði að sjávarútvegsráðherrann myndi krefja japanska ráðamenn um aukinn markaðsaðgang fyrir norskt hvalkjöt í staðinn fyrir sérfræðiráðgjöf, sem Norðmenn hefðu veitt Japönum á sviði hvalveiða. Hann benti á að fulltrúar frá Japan hefðu nýlega verið í Noregi til að kynna sér stjórnun og kvótasetningu hvalveiða en Japanir stefna að því að hefja atvinnuveiðar að nýju þann 1. júlí í sumar. Japönsk stjórnvöld tilkynntu í desember að þau hefðu ákveðið að segja sig úr Alþjóðahvalveiðiráðinu og tekur úrsögnin gildi 30. júní. Japanir hafa sagt sig úr Alþjóðahvalveiðiráðinu og hefja atvinnuveiðar í sumar. Þeir leita nú í smiðju til Norðmanna um sérfræðiráðgjöf.Mynd/EPA. „Vilji þeir fá okkar sérfræðiþekkingu, þá eigum við að fá markaðsaðgang fyrir okkar hvalaafurðir í staðinn,“ sagði Geir Ystmark. Hann sagði að Norðmenn hefðu þegar aðgang að japanska markaðnum með frosið hvalkjöt en þegar kæmi að ferskum afurðum væri reglurnar flóknar og ruglingslegar. „Ef það er eitthvað sem norskar hvalveiðar þurfa, þá er það markaðsaðgang,“ sagði hann en norski hvalveiðikvótinn gerir ráð fyrir að allt að 1.278 hrefnur verði veiddar við Noregsstrendur í ár. Sjávarútvegsráðherrann tók vel í þessa kröfu og lýsti því yfir að hann hygðist ræða um markaðsaðgang fyrir norskt hvalkjöt í Japansheimsókninni. Fiskeldi Hvalveiðar Japan Noregur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ný reglugerð heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu til ársins 2023 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur í dag gefið út reglugerð sem heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu árin 2019 til 2023. 19. febrúar 2019 17:45 „Ákvörðun sjálfstæðs fullvalda ríkis“ Stjórnvöld í Japan ætla að segja sig úr Alþjóða hvalveiðiráðinu og hefja hvalveiðar í atvinnuskyni í japanskri lögsögu næsta sumar. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir ákvörðun Japana ekki setja neitt fordæmi fyrir Ísland. Ákvörðunin hefur verið fordæmd úr ýmsum áttum. 26. desember 2018 19:30 Segja skilið við Hvalveiðiráðið og hefja veiðar í sumar Japanska ríkisstjórnin segir sig úr Alþjóða hvalveiðiráðinu og veiðar hefjast í sumar. 26. desember 2018 09:15 Segir langreyðarstofninn hafa þrefaldast frá 1987 Íslendingar halda áfram hvalveiðum og verður heimilt að veiða allt að 209 langreyðar og allt að 217 hrefnur á ári næstu fimm ár, samkvæmt ákvörðun sjávarútvegsráðherra. 19. febrúar 2019 23:00 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra Noregs, Harald T. Nesvik, hyggst ræða við japönsk stjórnvöld um aukinn markaðsaðgang fyrir norskar hvalaafurðir í fimm daga Japansför, sem hefst í dag. Norski ráðherrann verður í Japan til 15. mars en megintilgangur heimsóknarinnar er að styrkja viðskiptatengsl þjóðanna á sviði sjávarútvegs og ræða um mögulegan viðskiptasamning. „Japan er mikilvægasti markaður Noregs í Asíu fyrir sjávarafurðir. Hann er sá markaður sem á margan hátt hefur mesta þýðingu fyrir norska laxaævintýrið,“ segir ráðherrann í yfirlýsingu á heimasíðu ráðuneytisins. Þar kemur fram að Norðmenn fluttu út sjávarafurðir til Japans á síðasta ári fyrir um 55 milljarða íslenskra króna. Norskar sjávarafurðir voru seldar til Japans fyrir yfir 50 milljarða íslenskra króna í fyrra.Mynd/Getty. Framkvæmdastjóri Sjømat Norge, samtaka norska sjávarútvegsins, Geir Ove Ystmark, hvatti til þess í viðtali í Fiskeribladet í síðasta mánuði að sjávarútvegsráðherrann myndi krefja japanska ráðamenn um aukinn markaðsaðgang fyrir norskt hvalkjöt í staðinn fyrir sérfræðiráðgjöf, sem Norðmenn hefðu veitt Japönum á sviði hvalveiða. Hann benti á að fulltrúar frá Japan hefðu nýlega verið í Noregi til að kynna sér stjórnun og kvótasetningu hvalveiða en Japanir stefna að því að hefja atvinnuveiðar að nýju þann 1. júlí í sumar. Japönsk stjórnvöld tilkynntu í desember að þau hefðu ákveðið að segja sig úr Alþjóðahvalveiðiráðinu og tekur úrsögnin gildi 30. júní. Japanir hafa sagt sig úr Alþjóðahvalveiðiráðinu og hefja atvinnuveiðar í sumar. Þeir leita nú í smiðju til Norðmanna um sérfræðiráðgjöf.Mynd/EPA. „Vilji þeir fá okkar sérfræðiþekkingu, þá eigum við að fá markaðsaðgang fyrir okkar hvalaafurðir í staðinn,“ sagði Geir Ystmark. Hann sagði að Norðmenn hefðu þegar aðgang að japanska markaðnum með frosið hvalkjöt en þegar kæmi að ferskum afurðum væri reglurnar flóknar og ruglingslegar. „Ef það er eitthvað sem norskar hvalveiðar þurfa, þá er það markaðsaðgang,“ sagði hann en norski hvalveiðikvótinn gerir ráð fyrir að allt að 1.278 hrefnur verði veiddar við Noregsstrendur í ár. Sjávarútvegsráðherrann tók vel í þessa kröfu og lýsti því yfir að hann hygðist ræða um markaðsaðgang fyrir norskt hvalkjöt í Japansheimsókninni.
Fiskeldi Hvalveiðar Japan Noregur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ný reglugerð heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu til ársins 2023 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur í dag gefið út reglugerð sem heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu árin 2019 til 2023. 19. febrúar 2019 17:45 „Ákvörðun sjálfstæðs fullvalda ríkis“ Stjórnvöld í Japan ætla að segja sig úr Alþjóða hvalveiðiráðinu og hefja hvalveiðar í atvinnuskyni í japanskri lögsögu næsta sumar. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir ákvörðun Japana ekki setja neitt fordæmi fyrir Ísland. Ákvörðunin hefur verið fordæmd úr ýmsum áttum. 26. desember 2018 19:30 Segja skilið við Hvalveiðiráðið og hefja veiðar í sumar Japanska ríkisstjórnin segir sig úr Alþjóða hvalveiðiráðinu og veiðar hefjast í sumar. 26. desember 2018 09:15 Segir langreyðarstofninn hafa þrefaldast frá 1987 Íslendingar halda áfram hvalveiðum og verður heimilt að veiða allt að 209 langreyðar og allt að 217 hrefnur á ári næstu fimm ár, samkvæmt ákvörðun sjávarútvegsráðherra. 19. febrúar 2019 23:00 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Sjá meira
Ný reglugerð heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu til ársins 2023 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur í dag gefið út reglugerð sem heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu árin 2019 til 2023. 19. febrúar 2019 17:45
„Ákvörðun sjálfstæðs fullvalda ríkis“ Stjórnvöld í Japan ætla að segja sig úr Alþjóða hvalveiðiráðinu og hefja hvalveiðar í atvinnuskyni í japanskri lögsögu næsta sumar. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir ákvörðun Japana ekki setja neitt fordæmi fyrir Ísland. Ákvörðunin hefur verið fordæmd úr ýmsum áttum. 26. desember 2018 19:30
Segja skilið við Hvalveiðiráðið og hefja veiðar í sumar Japanska ríkisstjórnin segir sig úr Alþjóða hvalveiðiráðinu og veiðar hefjast í sumar. 26. desember 2018 09:15
Segir langreyðarstofninn hafa þrefaldast frá 1987 Íslendingar halda áfram hvalveiðum og verður heimilt að veiða allt að 209 langreyðar og allt að 217 hrefnur á ári næstu fimm ár, samkvæmt ákvörðun sjávarútvegsráðherra. 19. febrúar 2019 23:00