Eftirlitið í Reykjavík Líf Magneudóttir skrifar 29. mars 2019 19:56 Undanfarið hefur talsverð umræða verið um raka og leka í húsnæði borgarinnar og í þeirri umræðu hefur hlutverk Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur borið á góma. Margt af því sem hefur verið sagt og skrifað hefur ekki verið alls kostar rétt. Því þykir mér tilefni til að skerpa aðeins á umræðunni svo við séum a.m.k. að ræða hlutina út frá réttum forsendum. Hlutverk Heilbrigðiseftirlitsins Fyrst langar mig að nefna að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur starfar í umboði umhverfis- og heilbrigðisráðs sem fer með málefni heilbrigðisnefndar. Þar gegni ég formennsku. Þó að Heilbrigðiseftirlitið starfi í umboði pólitísks ráðs þá er það ekki svo að ákvarðanir þess séu undir hælnum á stjórnmálamönnum eða lúti að geðþóttaákvörðunum þeirra. Því fer víðs fjarri. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, eins og önnur heilbrigðiseftirlit í landinu, er sjálfstæð eining og fagleg stjórnsýslustofnun sem starfar eftir lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998, lögum um matvæli nr. 93/1995 og öðrum þeim lögum og reglugerðum sem um starfsemina gilda. Sú tenging sem Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur við borgina er rekstrarleg og ber stjórnmálamönnum að sinna eftirlitsskyldu sinni gagnvart viðfangsefnum þess. Heyrst hefur í umræðunni í tengslum við annars vegar eftirlit stofnana borgarinnar og hins vegar fyrirtækja að Heilbrigðiseftirlitið mismuni eftir því hver eigi í hlut. Því er alfarið vísað á bug enda gilda um þessa eftirlitsþætti skýr lög og starfsleyfisskilyrði sem embættið framfylgir til hins ítrasta. Slíkar órökstuddar fullyrðingar í umræðunni eru til þess eins að rýra traust til eftirlitsstofnana að ósekju. Eitt af hlutverkum Heilbrigðiseftirlitsins er að hafa eftirlit með skólahúsnæði borgarinnar og fer fram reglubundið eftirlit í leik- og grunnskólum samkvæmt árlegum eftirlitsáætlunum. Þar fyrir utan sinnir eftirlitið skoðun í öllu húsnæði fyrirtækja og í íbúðarhúsnæði berist ósk um slíkt. Því ber að halda til haga að húsnæði og viðhald þess er alltaf á ábyrgð húseigenda, starfsleyfishafa eða umráðamanns hverju sinni og ber honum að miðla upplýsingum til eftirlitsaðila um ástand húss og það sem gæti talist þurfa nánari skoðun. Að því sögðu hefur borið á því í fjölmiðlum að hús séu sögð heilsuspillandi eða myglufaraldur hafi lagst á borgina. Ég tel að við þurfum að stíga varlega til jarðar í slíkri orðanotkun því það getur verið langur vegur á milli þarfar á viðgerðum og úrbótum til þess að dæma hús eða byggingar heilsuspillandi í heild eða hluta. Slíkt gerir einungis Heilbrigðiseftirlitið sem eftirlistaðili á vettvangi borgarinnar. Eftirlit með skólahúsnæði í ReykjavíkAllt skólahúsnæði er starfsleyfis- og eftirlitsskylt hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur sem og hjá öðrum heilbrigðiseftirlitssvæðum. Eftirlitið felst í þremum megin þáttum sem eru: Öryggi matvæla, almennir hollustuhættir og mengunarvarnir. Skoðun á raka og leka er aðeins einn af fjölmörgum þáttum hollustuháttaeftirlitsins sem hér eru taldir upp og hafa áhrif á heildarniðurstöðu úr þeim þætti hverju sinni: Innivist: loftgæði, hiti, raki, CO2, ryk, hljóðvist, lýsingÞrif: dagleg þrif, alsherjarþrif, þrifaáætlanirSóttvarnir: búnaður, handþvotturÖryggismál: frágangur húsbúnaðar, notkun og geymsla efnavara, mögulegar slysagildrur, vatnshiti, leiksvæði og matvæliViðhald: á loftræstikerfi og húsnæði, raka- og lekaskemmdir, gólf, veggir, loft, slit á byggingarefnum, málning o.fl. Árlega er farið í þrjár reglubundnar eftirlitsferðir í grunnskóla Reykjavíkur, tvær í leikskólana og eina í frístundaheimilin. Eftirlitið er framkvæmt með sjón- og skynmati og gengið er um með ábyrgðaraðila fasteignarinnar sem er t.d. umsjónarmaður hennar, skólastjóri eða aðstoðarskólastjóri. Allt húsnæðið er skoðað og farið yfir þau atriði sem tilgreind eru í starfsleyfisskilyrðum sem gefin eru út af Umhverfisstofnun og heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga. Varðandi raka og leka í húsnæði gilda einnig samræmdar leiðbeiningar Umhverfisstofnunar á landsvísu sem eru byggðar á leiðbeiningum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Mygla?Það hafa líklega flestir lesið, heyrt og séð fréttir um „myglað skólahúsnæði“ enda er okkur umhugað um að börn séu í heilnæmu og góðu lærdómsumhverfi. Því ber hins vegar að halda til haga að viðmiðunarmörk vegna fjölda sveppagróa er ekki til og því er það ekki mælt. Ástæðan er aðallega sú að sveppgró finnast alls staðar og sveppategundir eru ótal margar. Sveppagró berast inn í byggingar með fötum, skóm og með virkri eða óbeinni loftræstingu (s.s. glugga). Þau finnast því í ryki, á yfirborði og í lofti í öllum húsum, þ.m.t. í þeim þar sem engar rakaskemmdir eru. Þegar sveppagró eru innandyra þurfa þau raka til að vaxa og geta þá vaxið á nánast hvaða yfirborði sem er. Það er því nánast ógerlegt að setja viðmiðunarmörk þar sem fjöldinn er háður mörgum mismunandi breytum. Þó þetta séu staðreyndir málsins þá verður það ekki nægilega ítrekað að við þurfum alltaf að uppræta orsakir leka og rakavandamál, fjarlægja skemmt byggingarefni og sinna viðhaldi reglulega. Eins þurfum við að huga að því að bæta almennt umgengni um húsnæði sem getur tekið til samspils hita og loftunar og þrifa. Þó rannsóknir hafi tengt dvöl í rakaskemmdu húsnæði við ákveðin einkenni frá öndunarfærum, eins og ertingu í nefi og koki, hósta og astma og sérstaklega hjá þeim sem eru viðkvæmir fyrir eða með undirliggjandi sjúkdóma, hefur reynst erfitt að fullyrða að orsökin sé einvörðungu vegna myglusveppa því aðrir þættir geta einnig haft áhrif s.s. bakteríur, ryk, smádýr, útgufun frá rakaskemmdu byggingarefni o.fl. Slíkar rannsóknir og greiningar eiga að vera í höndum lækna og fagfólks og er mikilvægt að fólk leiti til heilbrigðisstarfsmanna verði það vart við hvers kyns heilsubrest sem það telur að rekja megi til bágborins húsnæðis. Hlutverk og verkefni Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur eru hins vegar skýr. Hefur það gegnt störfum sínum af fagmennsku, natni og alúð hér eftir sem hingað til. Það er því ekki við það að sakast þegar það sinnir sjálfstæðri eftirlitsskyldu sinni og uppfyllir sannarlega allt það sem því ber að gera samkvæmt laganna bókstaf. Við getum því óhrædd treyst niðurstöðum þess og skulum ekki draga fagmennsku og óhæði þessi í efa í umræðunni. Það gagnast lítið í þeim úrbótum sem sannarlega þarf að ráðast í á vettvangi borgarinnar. Höfundur er formaður umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Mygla í Fossvogsskóla – hver ber ábyrgð? Fyrir mitt leyti þá verð ég að segja að fundurinn sem haldinn var í fyrradag var mér mikil vonbrigði. Foreldrar höfðu skiljanlega margar spurningar þar sem mikil óvissa ríkir um ástandið. 15. mars 2019 11:03 Álmu í Breiðholtsskóla lokað vegna myglu Átta stofum í Breiðholtsskóla verður lokað fram á næsta haust eftir að mygla fannst í útvegg. Aðstoðarskólastjóri neitar að ræða málið og ekki náðist í fulltrúa skóla- og frístundasviðs borgarinnar. Ljóst að mikið þarf að e 16. mars 2019 07:30 Heilbrigðiseftirlitið gaf Fossvogsskóla næst hæstu einkunn Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gaf Fossvogsskóla næst hæstu einkunn í reglubundnu eftirliti í nóvember. Fossvogsskóla var lokað vegna raka-og loftgæðamála rúmum fjórum mánuðum síðar. Deildarstjóri Umhverfiseftirlits borgarinnar segir farið að verklagsreglum við eftirlit sem fer fram einu sinni á ári í grunnskólum borgarinnar. 19. mars 2019 19:15 Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur talsverð umræða verið um raka og leka í húsnæði borgarinnar og í þeirri umræðu hefur hlutverk Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur borið á góma. Margt af því sem hefur verið sagt og skrifað hefur ekki verið alls kostar rétt. Því þykir mér tilefni til að skerpa aðeins á umræðunni svo við séum a.m.k. að ræða hlutina út frá réttum forsendum. Hlutverk Heilbrigðiseftirlitsins Fyrst langar mig að nefna að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur starfar í umboði umhverfis- og heilbrigðisráðs sem fer með málefni heilbrigðisnefndar. Þar gegni ég formennsku. Þó að Heilbrigðiseftirlitið starfi í umboði pólitísks ráðs þá er það ekki svo að ákvarðanir þess séu undir hælnum á stjórnmálamönnum eða lúti að geðþóttaákvörðunum þeirra. Því fer víðs fjarri. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, eins og önnur heilbrigðiseftirlit í landinu, er sjálfstæð eining og fagleg stjórnsýslustofnun sem starfar eftir lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998, lögum um matvæli nr. 93/1995 og öðrum þeim lögum og reglugerðum sem um starfsemina gilda. Sú tenging sem Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur við borgina er rekstrarleg og ber stjórnmálamönnum að sinna eftirlitsskyldu sinni gagnvart viðfangsefnum þess. Heyrst hefur í umræðunni í tengslum við annars vegar eftirlit stofnana borgarinnar og hins vegar fyrirtækja að Heilbrigðiseftirlitið mismuni eftir því hver eigi í hlut. Því er alfarið vísað á bug enda gilda um þessa eftirlitsþætti skýr lög og starfsleyfisskilyrði sem embættið framfylgir til hins ítrasta. Slíkar órökstuddar fullyrðingar í umræðunni eru til þess eins að rýra traust til eftirlitsstofnana að ósekju. Eitt af hlutverkum Heilbrigðiseftirlitsins er að hafa eftirlit með skólahúsnæði borgarinnar og fer fram reglubundið eftirlit í leik- og grunnskólum samkvæmt árlegum eftirlitsáætlunum. Þar fyrir utan sinnir eftirlitið skoðun í öllu húsnæði fyrirtækja og í íbúðarhúsnæði berist ósk um slíkt. Því ber að halda til haga að húsnæði og viðhald þess er alltaf á ábyrgð húseigenda, starfsleyfishafa eða umráðamanns hverju sinni og ber honum að miðla upplýsingum til eftirlitsaðila um ástand húss og það sem gæti talist þurfa nánari skoðun. Að því sögðu hefur borið á því í fjölmiðlum að hús séu sögð heilsuspillandi eða myglufaraldur hafi lagst á borgina. Ég tel að við þurfum að stíga varlega til jarðar í slíkri orðanotkun því það getur verið langur vegur á milli þarfar á viðgerðum og úrbótum til þess að dæma hús eða byggingar heilsuspillandi í heild eða hluta. Slíkt gerir einungis Heilbrigðiseftirlitið sem eftirlistaðili á vettvangi borgarinnar. Eftirlit með skólahúsnæði í ReykjavíkAllt skólahúsnæði er starfsleyfis- og eftirlitsskylt hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur sem og hjá öðrum heilbrigðiseftirlitssvæðum. Eftirlitið felst í þremum megin þáttum sem eru: Öryggi matvæla, almennir hollustuhættir og mengunarvarnir. Skoðun á raka og leka er aðeins einn af fjölmörgum þáttum hollustuháttaeftirlitsins sem hér eru taldir upp og hafa áhrif á heildarniðurstöðu úr þeim þætti hverju sinni: Innivist: loftgæði, hiti, raki, CO2, ryk, hljóðvist, lýsingÞrif: dagleg þrif, alsherjarþrif, þrifaáætlanirSóttvarnir: búnaður, handþvotturÖryggismál: frágangur húsbúnaðar, notkun og geymsla efnavara, mögulegar slysagildrur, vatnshiti, leiksvæði og matvæliViðhald: á loftræstikerfi og húsnæði, raka- og lekaskemmdir, gólf, veggir, loft, slit á byggingarefnum, málning o.fl. Árlega er farið í þrjár reglubundnar eftirlitsferðir í grunnskóla Reykjavíkur, tvær í leikskólana og eina í frístundaheimilin. Eftirlitið er framkvæmt með sjón- og skynmati og gengið er um með ábyrgðaraðila fasteignarinnar sem er t.d. umsjónarmaður hennar, skólastjóri eða aðstoðarskólastjóri. Allt húsnæðið er skoðað og farið yfir þau atriði sem tilgreind eru í starfsleyfisskilyrðum sem gefin eru út af Umhverfisstofnun og heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga. Varðandi raka og leka í húsnæði gilda einnig samræmdar leiðbeiningar Umhverfisstofnunar á landsvísu sem eru byggðar á leiðbeiningum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Mygla?Það hafa líklega flestir lesið, heyrt og séð fréttir um „myglað skólahúsnæði“ enda er okkur umhugað um að börn séu í heilnæmu og góðu lærdómsumhverfi. Því ber hins vegar að halda til haga að viðmiðunarmörk vegna fjölda sveppagróa er ekki til og því er það ekki mælt. Ástæðan er aðallega sú að sveppgró finnast alls staðar og sveppategundir eru ótal margar. Sveppagró berast inn í byggingar með fötum, skóm og með virkri eða óbeinni loftræstingu (s.s. glugga). Þau finnast því í ryki, á yfirborði og í lofti í öllum húsum, þ.m.t. í þeim þar sem engar rakaskemmdir eru. Þegar sveppagró eru innandyra þurfa þau raka til að vaxa og geta þá vaxið á nánast hvaða yfirborði sem er. Það er því nánast ógerlegt að setja viðmiðunarmörk þar sem fjöldinn er háður mörgum mismunandi breytum. Þó þetta séu staðreyndir málsins þá verður það ekki nægilega ítrekað að við þurfum alltaf að uppræta orsakir leka og rakavandamál, fjarlægja skemmt byggingarefni og sinna viðhaldi reglulega. Eins þurfum við að huga að því að bæta almennt umgengni um húsnæði sem getur tekið til samspils hita og loftunar og þrifa. Þó rannsóknir hafi tengt dvöl í rakaskemmdu húsnæði við ákveðin einkenni frá öndunarfærum, eins og ertingu í nefi og koki, hósta og astma og sérstaklega hjá þeim sem eru viðkvæmir fyrir eða með undirliggjandi sjúkdóma, hefur reynst erfitt að fullyrða að orsökin sé einvörðungu vegna myglusveppa því aðrir þættir geta einnig haft áhrif s.s. bakteríur, ryk, smádýr, útgufun frá rakaskemmdu byggingarefni o.fl. Slíkar rannsóknir og greiningar eiga að vera í höndum lækna og fagfólks og er mikilvægt að fólk leiti til heilbrigðisstarfsmanna verði það vart við hvers kyns heilsubrest sem það telur að rekja megi til bágborins húsnæðis. Hlutverk og verkefni Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur eru hins vegar skýr. Hefur það gegnt störfum sínum af fagmennsku, natni og alúð hér eftir sem hingað til. Það er því ekki við það að sakast þegar það sinnir sjálfstæðri eftirlitsskyldu sinni og uppfyllir sannarlega allt það sem því ber að gera samkvæmt laganna bókstaf. Við getum því óhrædd treyst niðurstöðum þess og skulum ekki draga fagmennsku og óhæði þessi í efa í umræðunni. Það gagnast lítið í þeim úrbótum sem sannarlega þarf að ráðast í á vettvangi borgarinnar. Höfundur er formaður umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkur.
Mygla í Fossvogsskóla – hver ber ábyrgð? Fyrir mitt leyti þá verð ég að segja að fundurinn sem haldinn var í fyrradag var mér mikil vonbrigði. Foreldrar höfðu skiljanlega margar spurningar þar sem mikil óvissa ríkir um ástandið. 15. mars 2019 11:03
Álmu í Breiðholtsskóla lokað vegna myglu Átta stofum í Breiðholtsskóla verður lokað fram á næsta haust eftir að mygla fannst í útvegg. Aðstoðarskólastjóri neitar að ræða málið og ekki náðist í fulltrúa skóla- og frístundasviðs borgarinnar. Ljóst að mikið þarf að e 16. mars 2019 07:30
Heilbrigðiseftirlitið gaf Fossvogsskóla næst hæstu einkunn Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gaf Fossvogsskóla næst hæstu einkunn í reglubundnu eftirliti í nóvember. Fossvogsskóla var lokað vegna raka-og loftgæðamála rúmum fjórum mánuðum síðar. Deildarstjóri Umhverfiseftirlits borgarinnar segir farið að verklagsreglum við eftirlit sem fer fram einu sinni á ári í grunnskólum borgarinnar. 19. mars 2019 19:15
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun