Fljúga alls 7500 strandaglópum heim í kjölfar „sorgardags í íslenskri flugsögu“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. mars 2019 18:28 Viðræðum félaganna er lokið. Vísir/Vilhelm Flugfélagið Icelandair mun alls fljúga um 7500 strandaglópum flugfélagsins Wow air, bæði almennum farþegum og áhafnarmeðlimum, til síns heima í kjölfar gjaldþrots síðarnefnda félagsins. Þetta kom fram í máli Boga Nils Bogasonar forstjóra Icelandair í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Bogi ítrekaði að hugur fyrirtækisins væri hjá starfsfólki WOW air og fjölskyldum þeirra á þessum „sorgardegi í íslenskri flugsögu“.Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Vísir/ArnarLíkt og greint var frá í dag virkjaði Icelandair strax viðbragðsáætlun þegar fréttir bárust af gjaldþroti WOW air. Áætlunin snýr að því að hjálpa farþegum og áhöfn WOW air til síns heima, þ.e. bæði frá Íslandi og til Íslands. Samtals er gert ráð fyrir að um 7500 einstaklingum verði flogið til síns heima í dag og næstu daga. Áhafnarmeðlimirnir eru um hundrað talsins en þeir munu komast til síns heima, sér að kostnaðarlausu, að sögn Boga. „Síðast þegar ég frétti eru um hundrað áhafnarmeðlimir Wow air, sem eru allir áhafnarmeðlimir sem voru úti, komnir með sæti í okkar vélum.“Ekki staðið fyrir neinum verðhækkunum Þá hefur nokkuð borið á umræðu um verðhækkun á flugmiðum hjá Icelandair í kjölfar gjaldþrots Wow air. Samfélagsmiðlanotendur hafa margir lýst yfir óánægju með slíkar hækkanir en Bogi sagði engar breytingar hafa verið gerðar á verðlagningu Icelandair. „Við höfum verið að bjóða farþegum sem eru strandaðir sérfargjöld, bæði til Evrópu og Norður-Ameríku og hingað heim, þannig að það hafa engar hækkanir átt sér stað hjá okkur hvað varðar flugmiðaverð,“ sagði Bogi. Verðlagsbreytingar sem neytendur gætu hafa orðið varir við eigi sér eðlilegar skýringar, líkt og fjallað hefur verið um fyrr í dag. „En það er þannig í rekstri flugfélaga að þegar flugvélar eru að fyllast og mjög fá sæti eftir að síðustu sætin eru alltaf dýrust. Og bókunarflæðið hefur verið mjög sterkt síðustu daga, bæði í gær og í dag, þannig að vélar eru að fyllast hjá okkur og síðustu sætin eftir og síðustu „klassarnir“. Sem þýðir að í einhverjum tilvikum er fólk að sjá hærra verð í gær en í dag á sama fluginu, það er bara af því að það er kannski bara eitt eða tvö sæti eftir.“Viðtalið við Boga má hlusta á í heild hér í spilaranum hér að neðan. Fréttir af flugi Icelandair Reykjavík síðdegis Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Þorsteinn Víglundsson: „Engin ástæða til að draga upp kolsvarta mynd“ Tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar mun engan vegin standast og hana þarf að taka til endurskoðunar. Þetta er mat Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar. Hann segir að forsendurbrestur fjármálaáætlunar til næstu fimm ára vera alger en þessa stundina er verið að ræða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í þinginu. 28. mars 2019 11:53 WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Stofnandi Iceland Express: Hér verða að vera tvö flugfélög Jóhannes Georgsson, einn af stofnendum flugfélagsins sáluga Iceland Express og fyrsti framkvæmdastjóri þess segir brýnt að tvö íslensk flugfélög sinni flugferðum til og frá landinu. Hann segir það gefa auga leið að farmiðaverð muni hækka með falli WOW air. 28. mars 2019 18:09 Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Flugfélagið Icelandair mun alls fljúga um 7500 strandaglópum flugfélagsins Wow air, bæði almennum farþegum og áhafnarmeðlimum, til síns heima í kjölfar gjaldþrots síðarnefnda félagsins. Þetta kom fram í máli Boga Nils Bogasonar forstjóra Icelandair í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Bogi ítrekaði að hugur fyrirtækisins væri hjá starfsfólki WOW air og fjölskyldum þeirra á þessum „sorgardegi í íslenskri flugsögu“.Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Vísir/ArnarLíkt og greint var frá í dag virkjaði Icelandair strax viðbragðsáætlun þegar fréttir bárust af gjaldþroti WOW air. Áætlunin snýr að því að hjálpa farþegum og áhöfn WOW air til síns heima, þ.e. bæði frá Íslandi og til Íslands. Samtals er gert ráð fyrir að um 7500 einstaklingum verði flogið til síns heima í dag og næstu daga. Áhafnarmeðlimirnir eru um hundrað talsins en þeir munu komast til síns heima, sér að kostnaðarlausu, að sögn Boga. „Síðast þegar ég frétti eru um hundrað áhafnarmeðlimir Wow air, sem eru allir áhafnarmeðlimir sem voru úti, komnir með sæti í okkar vélum.“Ekki staðið fyrir neinum verðhækkunum Þá hefur nokkuð borið á umræðu um verðhækkun á flugmiðum hjá Icelandair í kjölfar gjaldþrots Wow air. Samfélagsmiðlanotendur hafa margir lýst yfir óánægju með slíkar hækkanir en Bogi sagði engar breytingar hafa verið gerðar á verðlagningu Icelandair. „Við höfum verið að bjóða farþegum sem eru strandaðir sérfargjöld, bæði til Evrópu og Norður-Ameríku og hingað heim, þannig að það hafa engar hækkanir átt sér stað hjá okkur hvað varðar flugmiðaverð,“ sagði Bogi. Verðlagsbreytingar sem neytendur gætu hafa orðið varir við eigi sér eðlilegar skýringar, líkt og fjallað hefur verið um fyrr í dag. „En það er þannig í rekstri flugfélaga að þegar flugvélar eru að fyllast og mjög fá sæti eftir að síðustu sætin eru alltaf dýrust. Og bókunarflæðið hefur verið mjög sterkt síðustu daga, bæði í gær og í dag, þannig að vélar eru að fyllast hjá okkur og síðustu sætin eftir og síðustu „klassarnir“. Sem þýðir að í einhverjum tilvikum er fólk að sjá hærra verð í gær en í dag á sama fluginu, það er bara af því að það er kannski bara eitt eða tvö sæti eftir.“Viðtalið við Boga má hlusta á í heild hér í spilaranum hér að neðan.
Fréttir af flugi Icelandair Reykjavík síðdegis Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Þorsteinn Víglundsson: „Engin ástæða til að draga upp kolsvarta mynd“ Tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar mun engan vegin standast og hana þarf að taka til endurskoðunar. Þetta er mat Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar. Hann segir að forsendurbrestur fjármálaáætlunar til næstu fimm ára vera alger en þessa stundina er verið að ræða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í þinginu. 28. mars 2019 11:53 WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Stofnandi Iceland Express: Hér verða að vera tvö flugfélög Jóhannes Georgsson, einn af stofnendum flugfélagsins sáluga Iceland Express og fyrsti framkvæmdastjóri þess segir brýnt að tvö íslensk flugfélög sinni flugferðum til og frá landinu. Hann segir það gefa auga leið að farmiðaverð muni hækka með falli WOW air. 28. mars 2019 18:09 Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson: „Engin ástæða til að draga upp kolsvarta mynd“ Tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar mun engan vegin standast og hana þarf að taka til endurskoðunar. Þetta er mat Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar. Hann segir að forsendurbrestur fjármálaáætlunar til næstu fimm ára vera alger en þessa stundina er verið að ræða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í þinginu. 28. mars 2019 11:53
Stofnandi Iceland Express: Hér verða að vera tvö flugfélög Jóhannes Georgsson, einn af stofnendum flugfélagsins sáluga Iceland Express og fyrsti framkvæmdastjóri þess segir brýnt að tvö íslensk flugfélög sinni flugferðum til og frá landinu. Hann segir það gefa auga leið að farmiðaverð muni hækka með falli WOW air. 28. mars 2019 18:09