Segir WOW-höggið geta ýtt mörgum í þrot Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. mars 2019 16:38 Ásberg Jónsson, framkvæmdastjóri Nordic Visitor, segir að höggið sem hlýst af falli flugfélagsins WOW air, muni ýta mörgum ferðaþjónustufyrirtækjum í þrot. Mörg fyrirtækjanna hafi þegar átt erfitt uppdráttar undanfarna mánuði. Ásberg Jónsson, framkvæmdastjóri Nordic Visitor, segir að höggið sem hlýst af falli flugfélagsins WOW air, muni ýta mörgum ferðaþjónustufyrirtækjum í þrot. Mörg fyrirtækjanna hafi þegar átt erfitt uppdráttar undanfarna mánuði. Ásberg segir þó að gjaldþrot flugfélagsins hafi mjög takmörkuð áhrif á Nordic Visitor því starfsmenn fyrirtækisins hafi strax þegar fréttir tóku að spyrjast af rekstrarerfiðleikum WOW air unnið út frá því að allt gæti farið á versta veg hjá flugfélaginu. „Þetta hefur legið í loftinu. Þetta er búið að vera möguleiki lengi, í rauninni alveg í heilt ár,“ segir Ásberg sem hefur undirbúið og skipulagt rekstur fyrirtækisins með hliðsjón af því að WOW gæti farið í þrot. „Okkur fannst nú á tímabili vera fyrirséð að það sem fer hratt upp á það nú oft til að fara niður,“ segir Ásberg um flugfélagið. Hann hafi þó að sjálfsögðu bundið vonir við að stjórnendum WOW air tækist að rétta úr kútnum. Ásberg segir að væntanlega sé það eins með fleiri ferðaþjónustufyrirtæki hér á landi að bókanir fyrir sumarið séu komnar í höfn. „Meirihlutinn af sölunni er kominn inn fyrir sumarið. Fyrirframgreiddur, staðfestur og bókaður.“ Ásberg bætir við að það sé aðeins lítill hluti af viðskiptavinum hans sem hafi stefnt að því að koma til landsins með WOW air en verið sé að ræða við það fólk og sannfæra um að finna nýtt flug. „Þeir sem eru að koma á allra næstu dögum munu kannski lenda í vandræðum. Við tökum hvert tilfelli fyrir sig. Við erum liðleg með það að gera að við endurbókum ferðina, færum dagsetningar til í þeim tilfellum sem það er hægt og við reynum alltaf að tryggja það að kúnninn verður ekki fyrir tjóni.“„Það verður að viðurkennast að ódýr fluggjöld eins og WOW air hefur verið að bjóða dregur frekar að sér ferðamenn sem dvelja skemur og eyða minna.“vísir/vilhelmWOW air hafi dregið til landsins ferðamenn sem dvelja skemur og eyði minna Ásberg segist sjálfur ekki taka eftir breyttu ferðamynstri hjá sínu ferðaþjónustufyrirtæki en viti til þess að almennt á Íslandi færist það í aukana að gestir stytti ferðir sínar. „Það verður að viðurkennast að ódýr fluggjöld eins og WOW air hefur verið að bjóða dregur frekar að sér ferðamenn sem dvelja skemur og eyða minna.“ Hann telur að tími lággjalda flugfargjalda sé liðinn. „Ég hugsa að mörgu leyti muni að þetta vera meira „sjokk“ fyrir þá sem eru að vinna mikið fyrir helgartúrismann sem er svolítið á Suðvesturhorninu. Þetta verður mjög þungt fyrir marga afþreyingaraðila á því svæði.“ Ásberg segist ekki vera sannfærður um að ástandið verði fljótt að jafna sig eftir gjaldþrot WOW air og ný flugfélög hlaupi í skarðið. „Ég held að það geti tekið nokkurn tíma fyrir ný flugfélög að stíga inn í þetta,“ segir Ásberg en það kæmi honum ekki á óvart ef flugfargjöld muni hækki og hafi áhrif á þann fjölda sem kemur til landsins. Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 WOW air stöðvar allt flug Allt flug WOW air til og frá landinu í dag hefur verið stöðvað. 28. mars 2019 06:09 Stóra verkefnið að „bjarga HM ferðaþjónustunnar“ Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að allir sem eigi í hlut þurfi að vinna saman að því að draga úr áfallinu. 28. mars 2019 12:36 Hátt verðlag á Íslandi meira áhyggjuefni en WOW air Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Iceland Travel, tekur eftir breyttu ferðamynstri hjá sínum viðskiptavinum. 28. mars 2019 15:55 WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31 Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira
Ásberg Jónsson, framkvæmdastjóri Nordic Visitor, segir að höggið sem hlýst af falli flugfélagsins WOW air, muni ýta mörgum ferðaþjónustufyrirtækjum í þrot. Mörg fyrirtækjanna hafi þegar átt erfitt uppdráttar undanfarna mánuði. Ásberg segir þó að gjaldþrot flugfélagsins hafi mjög takmörkuð áhrif á Nordic Visitor því starfsmenn fyrirtækisins hafi strax þegar fréttir tóku að spyrjast af rekstrarerfiðleikum WOW air unnið út frá því að allt gæti farið á versta veg hjá flugfélaginu. „Þetta hefur legið í loftinu. Þetta er búið að vera möguleiki lengi, í rauninni alveg í heilt ár,“ segir Ásberg sem hefur undirbúið og skipulagt rekstur fyrirtækisins með hliðsjón af því að WOW gæti farið í þrot. „Okkur fannst nú á tímabili vera fyrirséð að það sem fer hratt upp á það nú oft til að fara niður,“ segir Ásberg um flugfélagið. Hann hafi þó að sjálfsögðu bundið vonir við að stjórnendum WOW air tækist að rétta úr kútnum. Ásberg segir að væntanlega sé það eins með fleiri ferðaþjónustufyrirtæki hér á landi að bókanir fyrir sumarið séu komnar í höfn. „Meirihlutinn af sölunni er kominn inn fyrir sumarið. Fyrirframgreiddur, staðfestur og bókaður.“ Ásberg bætir við að það sé aðeins lítill hluti af viðskiptavinum hans sem hafi stefnt að því að koma til landsins með WOW air en verið sé að ræða við það fólk og sannfæra um að finna nýtt flug. „Þeir sem eru að koma á allra næstu dögum munu kannski lenda í vandræðum. Við tökum hvert tilfelli fyrir sig. Við erum liðleg með það að gera að við endurbókum ferðina, færum dagsetningar til í þeim tilfellum sem það er hægt og við reynum alltaf að tryggja það að kúnninn verður ekki fyrir tjóni.“„Það verður að viðurkennast að ódýr fluggjöld eins og WOW air hefur verið að bjóða dregur frekar að sér ferðamenn sem dvelja skemur og eyða minna.“vísir/vilhelmWOW air hafi dregið til landsins ferðamenn sem dvelja skemur og eyði minna Ásberg segist sjálfur ekki taka eftir breyttu ferðamynstri hjá sínu ferðaþjónustufyrirtæki en viti til þess að almennt á Íslandi færist það í aukana að gestir stytti ferðir sínar. „Það verður að viðurkennast að ódýr fluggjöld eins og WOW air hefur verið að bjóða dregur frekar að sér ferðamenn sem dvelja skemur og eyða minna.“ Hann telur að tími lággjalda flugfargjalda sé liðinn. „Ég hugsa að mörgu leyti muni að þetta vera meira „sjokk“ fyrir þá sem eru að vinna mikið fyrir helgartúrismann sem er svolítið á Suðvesturhorninu. Þetta verður mjög þungt fyrir marga afþreyingaraðila á því svæði.“ Ásberg segist ekki vera sannfærður um að ástandið verði fljótt að jafna sig eftir gjaldþrot WOW air og ný flugfélög hlaupi í skarðið. „Ég held að það geti tekið nokkurn tíma fyrir ný flugfélög að stíga inn í þetta,“ segir Ásberg en það kæmi honum ekki á óvart ef flugfargjöld muni hækki og hafi áhrif á þann fjölda sem kemur til landsins.
Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 WOW air stöðvar allt flug Allt flug WOW air til og frá landinu í dag hefur verið stöðvað. 28. mars 2019 06:09 Stóra verkefnið að „bjarga HM ferðaþjónustunnar“ Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að allir sem eigi í hlut þurfi að vinna saman að því að draga úr áfallinu. 28. mars 2019 12:36 Hátt verðlag á Íslandi meira áhyggjuefni en WOW air Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Iceland Travel, tekur eftir breyttu ferðamynstri hjá sínum viðskiptavinum. 28. mars 2019 15:55 WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31 Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira
WOW air stöðvar allt flug Allt flug WOW air til og frá landinu í dag hefur verið stöðvað. 28. mars 2019 06:09
Stóra verkefnið að „bjarga HM ferðaþjónustunnar“ Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að allir sem eigi í hlut þurfi að vinna saman að því að draga úr áfallinu. 28. mars 2019 12:36
Hátt verðlag á Íslandi meira áhyggjuefni en WOW air Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Iceland Travel, tekur eftir breyttu ferðamynstri hjá sínum viðskiptavinum. 28. mars 2019 15:55
WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31