Efnahagsleg áhrif falls WOW air verða einkum til skamms tíma og kalla á endurmat áætlana. Áhrifin til lengri tíma munu hins vegar ráðast af þróun á markaði.
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá ríkisstjórninni vegna lokunar WOW air. Þar segir að ríkisstjórn Íslands lýsi yfir vonbrigðum með að tilraunir WOW air hf. til að tryggja rekstur félagsins hafi ekki skilað árangri, en viðbragðsáætlun stjórnvalda var virkjuð í morgun.
„Viðbúnaðarhópur stjórnvalda fylgist grannt með því að heimflutningur farþega gangi greiðlega fyrir sig.
Rekstrarstöðvun WOW air hf. er mikið áfall fyrir starfsfólk félagins og aðra þá sem byggt hafa afkomu sína á starfsemi þess.
Staða efnahagsmála er sterk og hagkerfið vel í stakk búið að takast á við þessa áskorun. Efnahagsleg áhrif verða einkum til skamms tíma og kalla á endurmat áætlana en áhrifin til lengri tíma ráðast af þróun á markaði,“ segir í yfirlýsingunni.
Yfirlýsingin í heild sinni:
Ríkisstjórn Íslands lýsir yfir vonbrigðum með að tilraunir WOW air hf. til að tryggja rekstur félagsins skiluðu ekki árangri. Viðbúnaðarhópur stjórnvalda fylgist grannt með því að heimflutningur farþega gangi greiðlega fyrir sig.
Rekstrarstöðvun WOW air hf. er mikið áfall fyrir starfsfólk félagins og aðra þá sem byggt hafa afkomu sína á starfsemi þess.
Staða efnahagsmála er sterk og hagkerfið vel í stakk búið að takast á við þessa áskorun. Efnahagsleg áhrif verða einkum til skamms tíma og kalla á endurmat áætlana en áhrifin til lengri tíma ráðast af þróun á markaði.
Ríkisstjórnin um fall WOW: „Efnahagsleg áhrif verða einkum til skamms tíma“

Tengdar fréttir

WOW air stöðvar allt flug
Allt flug WOW air til og frá landinu í dag hefur verið stöðvað.

Viðbragðsáætlun stjórnvalda hefur verið virkjuð
Þetta staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, í samtali við fréttastofu áður en ráðherrafundur hófst í Stjórnarráðshúsinu í morgun.