Hugbúnaðaruppfærsla Boeing skref í átt að flugi Sighvatur Jónsson skrifar 25. mars 2019 14:30 Tveir flugmenn Icelandair verða fulltrúar félagsins á fundi hjá flugvélaframleiðandanum Boeing á miðvikudaginn. Mynd/Icelandair Framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair segir að leit að leiguvélum standi yfir til að bregðast við þeirri stöðu sem getur komið upp ef Max vélar félagsins verði áfram kyrrsettar. Hugbúnaðaruppfærsla Boeing sé skref í þá átt að heimila flug vélanna á ný. Forstjóri Icelandair Group, Bogi Nils Bogason, sagði í fréttum Stöðvar í gærkvöldi, í tengslum við viðræðuslit vegna WOW air, að ef frekari töf yrði á því að félagið gæti tekið Max vélarnar frá Boeing aftur í notkun væru aðra lausnir til skoðunar. Meðal annars að leigja vélar tímabundið. Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair, segir að félagið gæti vantað flugvélar í sumar þar sem ekki liggi fyrir hversu lengi Boeing vélarnar verði kyrrsettar. Flugvélaframleiðandinn Boeing segist hafa boðið rúmlega 200 manns, flugstjórum, tæknisérfræðingum og fulltrúum hinna ýmsu yfirvalda, til fundar í Washingtonríki á miðvikudag. Jens Þórðarsson segir að tveir flugmenn Icelandair fari á fundinn.Grunsamlegur hugbúnaður uppfærður Boeing hefur unnið að uppfærslu hugbúnaðar Max vélanna en hann hefur verið talinn hugsanleg ástæða þess að tvær þeirra fórust. „Ef að þessi tvö slys í Eþíópíu og Indónesíu eru svipaðs eðlis þá er þessi hugbúnaður sennilega skref í átt að því að auðvelda það að réttlæta flug vélanna,“ segir Jens. Aðspurður um hversu langt ferli það geti verið að heimila flug Max véla Boeing á ný segir Jens að yfirvöld fari gaumgæfilega í gegnum málið. „Þau munu væntanlega gera sérstakar kröfur til þess að þetta verði vottað áður en þau heimila flug á vélunum, umfram það sem er venjulega gert,“ segir Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair. Boeing Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Fleiri fréttir Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Sjá meira
Framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair segir að leit að leiguvélum standi yfir til að bregðast við þeirri stöðu sem getur komið upp ef Max vélar félagsins verði áfram kyrrsettar. Hugbúnaðaruppfærsla Boeing sé skref í þá átt að heimila flug vélanna á ný. Forstjóri Icelandair Group, Bogi Nils Bogason, sagði í fréttum Stöðvar í gærkvöldi, í tengslum við viðræðuslit vegna WOW air, að ef frekari töf yrði á því að félagið gæti tekið Max vélarnar frá Boeing aftur í notkun væru aðra lausnir til skoðunar. Meðal annars að leigja vélar tímabundið. Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair, segir að félagið gæti vantað flugvélar í sumar þar sem ekki liggi fyrir hversu lengi Boeing vélarnar verði kyrrsettar. Flugvélaframleiðandinn Boeing segist hafa boðið rúmlega 200 manns, flugstjórum, tæknisérfræðingum og fulltrúum hinna ýmsu yfirvalda, til fundar í Washingtonríki á miðvikudag. Jens Þórðarsson segir að tveir flugmenn Icelandair fari á fundinn.Grunsamlegur hugbúnaður uppfærður Boeing hefur unnið að uppfærslu hugbúnaðar Max vélanna en hann hefur verið talinn hugsanleg ástæða þess að tvær þeirra fórust. „Ef að þessi tvö slys í Eþíópíu og Indónesíu eru svipaðs eðlis þá er þessi hugbúnaður sennilega skref í átt að því að auðvelda það að réttlæta flug vélanna,“ segir Jens. Aðspurður um hversu langt ferli það geti verið að heimila flug Max véla Boeing á ný segir Jens að yfirvöld fari gaumgæfilega í gegnum málið. „Þau munu væntanlega gera sérstakar kröfur til þess að þetta verði vottað áður en þau heimila flug á vélunum, umfram það sem er venjulega gert,“ segir Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair.
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Fleiri fréttir Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Sjá meira