Kólera greinist í Mósambík eftir fellibylinn Idai Andri Eysteinsson skrifar 22. mars 2019 20:47 Mikið hefur flætt í hafnarborginni Beira í Mósambík, en þar kom Idai á land. Getty/Andrew Renneisen Þarmasýkingin Kólera hefur greinst í Afríkuríkinu Mósambík í kjölfar fellibylsins Idai sem fór yfir landið í síðustu viku. BBC greinir frá. Rauði krossinn hefur varað við aukinni hættu á skæðum smitsjúkdómum í landinu eftir flóðið sem fylgdi ofsaveðrinu en nú þegar hefur greinst aukning á Malaríu. Stormurinn og flóð í kjölfarið hafa kostað 557 manns lífið í Mósambík, Simbabve og Malaví og er búist við því að tala látinna muni hækka. Talið er að veðrið hafi haft áhrif á líf um 1.7 milljóna, rafmagnsleysi, flóð og eyðilegging er víða. Henrietta Fore, aðalritari UNICEF, sem stödd er í Mósambík sagði hreinlæti og drykkjarhæft vatn væru aðalatriði fyrir hjálparstarf í landinu. „Tíminn er naumur, vatnið er fúlt og rennur ekki, lík eru að rotna og það er skortur á hreinlæti“ sagði Fore við AFP. Kólera dreifist til að mynda með vatni og getur valdið snöggum dauða, af sökum ofþornunar, við ákveðnar aðstæður. Mósambík Simbabve Tengdar fréttir Neyðarsjóður SÞ leggur fram fjármagn til hamfarasvæðanna í sunnanverðri Afríku Óttast er um afdrif þúsunda íbúa þriggja ríkja í sunnanverði Afríku eftir hamfarirnar af völdum fellibylsins Idai í lok síðustu viku. Mark Lowcock mannúðarstjóri Sameinuðu þjóðanna tilkynnti í morgun að Neyðarsjóður SÞ (CERF) myndi leggja fram 20 milljónir bandarískra dala til hjálparstarfs á neyðarsvæðunum. 20. mars 2019 13:30 Þjóðarsorg eftir mannskætt ofviðri Hundruð liggja í valnum í Mósambík, Simbabve og Malaví og tala látinna hækkar enn þegar vika er liðin frá því að hitabeltislægðin Idai gekk á land. Heilu þorpin og hverfin eru á floti og von er á frekara regni á næstu dögum. 21. mars 2019 07:15 Gríðarlegt manntjón og eyðilegging vegna fellibyljarins Forseti Mósambík segir yfir þúsund manns hafa látist. 19. mars 2019 22:09 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Þarmasýkingin Kólera hefur greinst í Afríkuríkinu Mósambík í kjölfar fellibylsins Idai sem fór yfir landið í síðustu viku. BBC greinir frá. Rauði krossinn hefur varað við aukinni hættu á skæðum smitsjúkdómum í landinu eftir flóðið sem fylgdi ofsaveðrinu en nú þegar hefur greinst aukning á Malaríu. Stormurinn og flóð í kjölfarið hafa kostað 557 manns lífið í Mósambík, Simbabve og Malaví og er búist við því að tala látinna muni hækka. Talið er að veðrið hafi haft áhrif á líf um 1.7 milljóna, rafmagnsleysi, flóð og eyðilegging er víða. Henrietta Fore, aðalritari UNICEF, sem stödd er í Mósambík sagði hreinlæti og drykkjarhæft vatn væru aðalatriði fyrir hjálparstarf í landinu. „Tíminn er naumur, vatnið er fúlt og rennur ekki, lík eru að rotna og það er skortur á hreinlæti“ sagði Fore við AFP. Kólera dreifist til að mynda með vatni og getur valdið snöggum dauða, af sökum ofþornunar, við ákveðnar aðstæður.
Mósambík Simbabve Tengdar fréttir Neyðarsjóður SÞ leggur fram fjármagn til hamfarasvæðanna í sunnanverðri Afríku Óttast er um afdrif þúsunda íbúa þriggja ríkja í sunnanverði Afríku eftir hamfarirnar af völdum fellibylsins Idai í lok síðustu viku. Mark Lowcock mannúðarstjóri Sameinuðu þjóðanna tilkynnti í morgun að Neyðarsjóður SÞ (CERF) myndi leggja fram 20 milljónir bandarískra dala til hjálparstarfs á neyðarsvæðunum. 20. mars 2019 13:30 Þjóðarsorg eftir mannskætt ofviðri Hundruð liggja í valnum í Mósambík, Simbabve og Malaví og tala látinna hækkar enn þegar vika er liðin frá því að hitabeltislægðin Idai gekk á land. Heilu þorpin og hverfin eru á floti og von er á frekara regni á næstu dögum. 21. mars 2019 07:15 Gríðarlegt manntjón og eyðilegging vegna fellibyljarins Forseti Mósambík segir yfir þúsund manns hafa látist. 19. mars 2019 22:09 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Neyðarsjóður SÞ leggur fram fjármagn til hamfarasvæðanna í sunnanverðri Afríku Óttast er um afdrif þúsunda íbúa þriggja ríkja í sunnanverði Afríku eftir hamfarirnar af völdum fellibylsins Idai í lok síðustu viku. Mark Lowcock mannúðarstjóri Sameinuðu þjóðanna tilkynnti í morgun að Neyðarsjóður SÞ (CERF) myndi leggja fram 20 milljónir bandarískra dala til hjálparstarfs á neyðarsvæðunum. 20. mars 2019 13:30
Þjóðarsorg eftir mannskætt ofviðri Hundruð liggja í valnum í Mósambík, Simbabve og Malaví og tala látinna hækkar enn þegar vika er liðin frá því að hitabeltislægðin Idai gekk á land. Heilu þorpin og hverfin eru á floti og von er á frekara regni á næstu dögum. 21. mars 2019 07:15
Gríðarlegt manntjón og eyðilegging vegna fellibyljarins Forseti Mósambík segir yfir þúsund manns hafa látist. 19. mars 2019 22:09