Leyfir sér að vona að ekki verði verkföll í næstu viku Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. mars 2019 10:32 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segist leyfa sér að vona að ekki þurfi að blása til verkfalla í næstu viku líkt og áætlað er. Verkfallið í dag hafi þó gengið áfallalaust fyrir sig en engin verkfallsbrot hafa komið upp. Þá segist Ragnar bjartsýnn á að kjaradeilan leysist fljótlega og gerir ráð fyrir að fundað verði stíft næstu daga. Jóhann K. Jóhannsson, fréttamaður, ræddi við Ragnar í beinni útsendingu á Vísi í húsakynnum VR skömmu eftir klukkan 10 í morgun. Verkfall um tvö þúsund félagsmanna VR og Eflingar hófst á miðnætti og stendur í sólarhring. Ragnar segist bjartsýnn á að kjaradeilan leysist fljótlega. Það séu vissulega alltaf vonbrigði að þurfa að fara í „átakaferli“ á borð við verkfall en viðræður haldi áfram. „Það er það sem skiptir máli,“ segir Ragnar. Ekkert alvarlegt hefur komið upp á það sem af er þessum fyrsta verkfallsdegi VR í 31 ár, að sögn Ragnars. „Allavega engir pústrar og engin átök.“ Þá hafi verkfallsvörðum verið tekið vel þar sem þeir hafa komið.Ekki búið að boða formlega til fundar í dag Aðspurður segir Ragnar að dagurinn í dag snúist að mestu leyti um að vinna að málum sem komu út úr viðræðunum í gær. Ragnar segist þó ekki mega tjá sig um efni þeirra en verið sé að vinna kröfugerðina og teikna upp mögulegar lausnir. Þá vill hann ekki tjá sig um það hvort stutt sé á milli samningsaðila í kjaraviðræðunum. „Ég get ekki svarað neinu um það. Við megum ekki tjá okkur um stöðuna eins og hún er núna. […] En við erum að reyna að nálgast þetta lausnamiðað.“ Aðspurður segir Ragnar að ekki sé búið að boða formlega til fundar í dag en býst við því að fundað verði stíft næstu daga. Þá hefur VR verið í óformlegu sambandi við stjórnvöld vegna kjaraviðræðanna. Um áframhaldandi verkfallsaðgerðir segir Kjartan að samtöl séu í góðum farvegi. Þá vonast hann til þess að ekki þurfi að efna til verkfalla í næstu viku, líkt og áætlað er á fimmtudag og föstudag. „Ég leyfi mér að vona ekki.“Greint er ítarlega frá framvindu dagsins í verkfallsvaktinni á Vísi. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Hafa ekki orðið vör við neina verkfallsverði Framkvæmdastjóri Kynnisferða lítur ekki svo á að verkfallið nái til þeirra starfsmanna fyrirtækisins sem ekki eru félagsmenn í Eflingu eða VR. 22. mars 2019 06:41 Verkfallsvaktin: Hótelstarfsmenn og rútubílstjórar leggja niður störf Fréttamenn Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis standa verkfallsvaktina í dag, taka púlsinn á starfsmönnum í verkfalli, atvinnurekendum og fulltrúum stéttarfélaganna. 22. mars 2019 07:00 Sólveig Anna við Hús atvinnulífsins: Vona að þessar manneskjur hér inni sjái okkur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill ekkert tjá sig um gang viðræðna við Samtök atvinnulífsins enda sé fjölmiðlabann sem ríkissáttasemjari hafi sett á og hún ætli að virða það. 22. mars 2019 10:05 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segist leyfa sér að vona að ekki þurfi að blása til verkfalla í næstu viku líkt og áætlað er. Verkfallið í dag hafi þó gengið áfallalaust fyrir sig en engin verkfallsbrot hafa komið upp. Þá segist Ragnar bjartsýnn á að kjaradeilan leysist fljótlega og gerir ráð fyrir að fundað verði stíft næstu daga. Jóhann K. Jóhannsson, fréttamaður, ræddi við Ragnar í beinni útsendingu á Vísi í húsakynnum VR skömmu eftir klukkan 10 í morgun. Verkfall um tvö þúsund félagsmanna VR og Eflingar hófst á miðnætti og stendur í sólarhring. Ragnar segist bjartsýnn á að kjaradeilan leysist fljótlega. Það séu vissulega alltaf vonbrigði að þurfa að fara í „átakaferli“ á borð við verkfall en viðræður haldi áfram. „Það er það sem skiptir máli,“ segir Ragnar. Ekkert alvarlegt hefur komið upp á það sem af er þessum fyrsta verkfallsdegi VR í 31 ár, að sögn Ragnars. „Allavega engir pústrar og engin átök.“ Þá hafi verkfallsvörðum verið tekið vel þar sem þeir hafa komið.Ekki búið að boða formlega til fundar í dag Aðspurður segir Ragnar að dagurinn í dag snúist að mestu leyti um að vinna að málum sem komu út úr viðræðunum í gær. Ragnar segist þó ekki mega tjá sig um efni þeirra en verið sé að vinna kröfugerðina og teikna upp mögulegar lausnir. Þá vill hann ekki tjá sig um það hvort stutt sé á milli samningsaðila í kjaraviðræðunum. „Ég get ekki svarað neinu um það. Við megum ekki tjá okkur um stöðuna eins og hún er núna. […] En við erum að reyna að nálgast þetta lausnamiðað.“ Aðspurður segir Ragnar að ekki sé búið að boða formlega til fundar í dag en býst við því að fundað verði stíft næstu daga. Þá hefur VR verið í óformlegu sambandi við stjórnvöld vegna kjaraviðræðanna. Um áframhaldandi verkfallsaðgerðir segir Kjartan að samtöl séu í góðum farvegi. Þá vonast hann til þess að ekki þurfi að efna til verkfalla í næstu viku, líkt og áætlað er á fimmtudag og föstudag. „Ég leyfi mér að vona ekki.“Greint er ítarlega frá framvindu dagsins í verkfallsvaktinni á Vísi.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Hafa ekki orðið vör við neina verkfallsverði Framkvæmdastjóri Kynnisferða lítur ekki svo á að verkfallið nái til þeirra starfsmanna fyrirtækisins sem ekki eru félagsmenn í Eflingu eða VR. 22. mars 2019 06:41 Verkfallsvaktin: Hótelstarfsmenn og rútubílstjórar leggja niður störf Fréttamenn Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis standa verkfallsvaktina í dag, taka púlsinn á starfsmönnum í verkfalli, atvinnurekendum og fulltrúum stéttarfélaganna. 22. mars 2019 07:00 Sólveig Anna við Hús atvinnulífsins: Vona að þessar manneskjur hér inni sjái okkur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill ekkert tjá sig um gang viðræðna við Samtök atvinnulífsins enda sé fjölmiðlabann sem ríkissáttasemjari hafi sett á og hún ætli að virða það. 22. mars 2019 10:05 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
Hafa ekki orðið vör við neina verkfallsverði Framkvæmdastjóri Kynnisferða lítur ekki svo á að verkfallið nái til þeirra starfsmanna fyrirtækisins sem ekki eru félagsmenn í Eflingu eða VR. 22. mars 2019 06:41
Verkfallsvaktin: Hótelstarfsmenn og rútubílstjórar leggja niður störf Fréttamenn Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis standa verkfallsvaktina í dag, taka púlsinn á starfsmönnum í verkfalli, atvinnurekendum og fulltrúum stéttarfélaganna. 22. mars 2019 07:00
Sólveig Anna við Hús atvinnulífsins: Vona að þessar manneskjur hér inni sjái okkur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill ekkert tjá sig um gang viðræðna við Samtök atvinnulífsins enda sé fjölmiðlabann sem ríkissáttasemjari hafi sett á og hún ætli að virða það. 22. mars 2019 10:05
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði