Náði fyrstu þrennunni í Mars-æðinu í sjö ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2019 14:30 Ja Morant. AP/Jessica Hill Ja Morant var maðurinn á bak við óvæntan sigur Murray State á Marquette í fyrstu umferð úrslitakeppni bandaríska háskólaboltans. Ja Morant var með 17 stig, 16 stoðsendingar og 11 stoðsendingar í öruggum 83-64 sigri á Marquette en Marquette var raðað í fimmta sæti yfir bestu liðin í þessum hluta keppninnar. Þetta var fyrsta þrennan í Mars-æðinu í sjö ár eða síðan að Draymond Green, núverandi leikmaður Golden State Warriors var með þrennu fyrir lið Michigan State vorið 2012. Það hafa síðan aðeins sjö aðrir leikmen náð þrennu í úrslitakeppni bandaríska háskólaboltans og það eru þeir Oscar Robertson Magic Johnson, Gary Grant, David Cain, Andre Miller, Dwayne Wade og svo síðast Draymond Green.The following people have notched a triple-double in a NCAA tournament game. Oscar Robertson Magic Johnson Gary Grant David Cain Andre Miller Dwayne Wade Draymond Green Now add one more. Ja Morant. — Murray State Sports (@MSURacers) March 21, 2019Frammistaða Ja Morant hefur kallað á mun meiri athygli á þessum nítján ára strák sem er á sínu öðru ári í Murray State háskólanum. Í ár er hann með 24,6 stig og 10,0 stoðsendingar að meðaltali í leik en í fyrravetur voru meðaltölin hans 12,7 stig og 6,3 stoðsendingar. Það er því kominn mikill áhugi frá NBA-liðum á þessum skemmtilega leikmanni. Hann var reyndar talsverður fyrir leikinn í gær en almennt er talið að hann verði einn af þeim fyrstu sem verða teknir í nýliðavali NBA-deildarinnar í sumar. Með því að gefa sextán stoðsendingar í leiknum þá komst Ja Morant einnig nálægt metinu yfir flestar stoðsendingar í úrslitakeppni NCAA en metið er átján stoðsendingar. „Sextán stoðsendingar. Það er eitt það skemmtilegasta sem ég geri. Bara að sjá bros á andlitum liðsfélaganna. Að geta búið til skot og hjálpað til við að byggja upp sjálfstraust þeirra. Ég er stoltur af því,“ sagði Ja Morant eftir leikinn. „Ég vissi að þeir myndu einbeita sér að því að stoppa mig. Ég vissi þá um leið að það myndu þá verða fullt af tækifærum fyrir liðsfélagana mína að skora,“ sagði Morant.RELAX ‼️ i’m not done yet pic.twitter.com/IQPAhmgmLs — Ja Morant (@igotgame_12) March 22, 2019Næsti leikur hjá Ja Morant og félögum er á móti Florida State á sunnudaginn en það lið var sett í fjórða sætið þegar raðað var inn í úrslitakeppnina. Hér fyrir neðan má sjá eitthvað af tilþrifum í þessum leik.17 PTS, 16 AST, 11 REB Have a day, Ja Morant. #MarchMadnesspic.twitter.com/1dHri0Eo4F — NCAA March Madness (@marchmadness) March 21, 2019 Körfubolti NBA Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Sjá meira
Ja Morant var maðurinn á bak við óvæntan sigur Murray State á Marquette í fyrstu umferð úrslitakeppni bandaríska háskólaboltans. Ja Morant var með 17 stig, 16 stoðsendingar og 11 stoðsendingar í öruggum 83-64 sigri á Marquette en Marquette var raðað í fimmta sæti yfir bestu liðin í þessum hluta keppninnar. Þetta var fyrsta þrennan í Mars-æðinu í sjö ár eða síðan að Draymond Green, núverandi leikmaður Golden State Warriors var með þrennu fyrir lið Michigan State vorið 2012. Það hafa síðan aðeins sjö aðrir leikmen náð þrennu í úrslitakeppni bandaríska háskólaboltans og það eru þeir Oscar Robertson Magic Johnson, Gary Grant, David Cain, Andre Miller, Dwayne Wade og svo síðast Draymond Green.The following people have notched a triple-double in a NCAA tournament game. Oscar Robertson Magic Johnson Gary Grant David Cain Andre Miller Dwayne Wade Draymond Green Now add one more. Ja Morant. — Murray State Sports (@MSURacers) March 21, 2019Frammistaða Ja Morant hefur kallað á mun meiri athygli á þessum nítján ára strák sem er á sínu öðru ári í Murray State háskólanum. Í ár er hann með 24,6 stig og 10,0 stoðsendingar að meðaltali í leik en í fyrravetur voru meðaltölin hans 12,7 stig og 6,3 stoðsendingar. Það er því kominn mikill áhugi frá NBA-liðum á þessum skemmtilega leikmanni. Hann var reyndar talsverður fyrir leikinn í gær en almennt er talið að hann verði einn af þeim fyrstu sem verða teknir í nýliðavali NBA-deildarinnar í sumar. Með því að gefa sextán stoðsendingar í leiknum þá komst Ja Morant einnig nálægt metinu yfir flestar stoðsendingar í úrslitakeppni NCAA en metið er átján stoðsendingar. „Sextán stoðsendingar. Það er eitt það skemmtilegasta sem ég geri. Bara að sjá bros á andlitum liðsfélaganna. Að geta búið til skot og hjálpað til við að byggja upp sjálfstraust þeirra. Ég er stoltur af því,“ sagði Ja Morant eftir leikinn. „Ég vissi að þeir myndu einbeita sér að því að stoppa mig. Ég vissi þá um leið að það myndu þá verða fullt af tækifærum fyrir liðsfélagana mína að skora,“ sagði Morant.RELAX ‼️ i’m not done yet pic.twitter.com/IQPAhmgmLs — Ja Morant (@igotgame_12) March 22, 2019Næsti leikur hjá Ja Morant og félögum er á móti Florida State á sunnudaginn en það lið var sett í fjórða sætið þegar raðað var inn í úrslitakeppnina. Hér fyrir neðan má sjá eitthvað af tilþrifum í þessum leik.17 PTS, 16 AST, 11 REB Have a day, Ja Morant. #MarchMadnesspic.twitter.com/1dHri0Eo4F — NCAA March Madness (@marchmadness) March 21, 2019
Körfubolti NBA Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Sjá meira