Lokum skólum en leyfum sjúkrahús Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 22. mars 2019 08:00 Eflaust er það að bera í bakkafullan lækinn að skrifa grein um myglu á Landspítalanum. En í ljósi atburða undanfarinna vikna þar sem heilu grunnskólunum er lokað eða þeir jafnvel jafnaðir við jörðu eins og í Kópavogi, vegna myglu, og veikinda nemenda og kennara í kjölfar þess, get ég ekki orða bundist. Á Landspítalanum hefur mygla sannarlega greinst mjög víða, m.a. á barna- og unglingageðdeildinni, skrifstofum lækna á Hringbraut, á kvennadeildinni og geðdeildinni svo eitthvað sé talið. Margir starfsmenn, læknar sem og aðrir, hafa fundið fyrir einkennum og veikindum sem hafa lagast þegar fólk fer í frí í nokkurn tíma. Töluvert er einnig um fjarvistir vegna mygluveikinda hjá starfsfólki spítalans en ekki hefur verið haldið sérstaklega utan um þann hóp sem er fjarverandi vegna myglu en ekki annarra veikinda. Því er erfitt að átta sig á umfangi vandans. Nokkrir starfsmenn hafa þurft að hætta vegna veikindanna og finna sér aðra vinnu í heilsusamlegra umhverfi. Hversu margir þeir eru vitum við samt ekki. Einnig er hreinlega ómögulegt að vita hvaða sjúklingar sem hafa þurft að leita til Landspítalans eftir þjónustu hafa fundið fyrir óþægindum eða veikst. Mjög erfitt er að verða sér úti um þá tölfræði. Það sem er þó öllu alvarlegra er að í mörgum af þeim byggingum sem eiga að standa áfram, þó nýi meðferðarkjarninn sé að rísa, og nýtast í starfi sjúkrahússins í framtíðinni, hefur greinst mygla og starfsfólk verið frá vegna veikinda. Þar er mín deild á meðal og finnst mér því nauðsynlegt að uppfræða fólk um að þar sem þungaðar konur mæta í sónarskoðun og mæðravernd hefur greinst mygla. Starfsfólk kvennadeildar hefur verið frá í lengri tíma og jafnvel þurft að skipta um starfsvettvang vegna þessa sem er nú ekki auðvelt á okkar litla landi þar sem fáir valkostir eru fyrir hendi. Viljum við Íslendingar taka á móti nýjum þjóðfélagsþegnum í mygluhúsnæði? Ættum við ekki heldur að vilja að börnin okkar fæðist í sem heilbrigðasta og besta húsnæði sem í boði er? Hvernig stendur á því að þetta nýja vandamál 21. aldarinnar er eitthvað sem ekki má ræða og margir vilja helst sópa undir teppi? Ég vil hvetja stjórnvöld til að opna þessa umræðu, greina vandann og bregðast strax við. Það kostar auðvitað fjármagn en það kostar líka fjármagn að hafa hámenntað fólk heima sem gæti annars unnið sína vinnu. Það er í raun ábyrgðarleysi gagnvart mannauði okkar þjóðar að bjóða fæðandi konum og öðrum skjólstæðingum Landspítalans upp á heilsuspillandi mygluhúsnæði. Ef skólum er lokað og þeim rutt um koll hvað á þá að gera við heilbrigðisstofnun eins og Landspítalann, landsins stærsta vinnustað sem allir landsmenn þurfa að geta reitt sig á þegar eitthvað bjátar á?Höfundur er formaður læknaráðs Landspítalans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Eflaust er það að bera í bakkafullan lækinn að skrifa grein um myglu á Landspítalanum. En í ljósi atburða undanfarinna vikna þar sem heilu grunnskólunum er lokað eða þeir jafnvel jafnaðir við jörðu eins og í Kópavogi, vegna myglu, og veikinda nemenda og kennara í kjölfar þess, get ég ekki orða bundist. Á Landspítalanum hefur mygla sannarlega greinst mjög víða, m.a. á barna- og unglingageðdeildinni, skrifstofum lækna á Hringbraut, á kvennadeildinni og geðdeildinni svo eitthvað sé talið. Margir starfsmenn, læknar sem og aðrir, hafa fundið fyrir einkennum og veikindum sem hafa lagast þegar fólk fer í frí í nokkurn tíma. Töluvert er einnig um fjarvistir vegna mygluveikinda hjá starfsfólki spítalans en ekki hefur verið haldið sérstaklega utan um þann hóp sem er fjarverandi vegna myglu en ekki annarra veikinda. Því er erfitt að átta sig á umfangi vandans. Nokkrir starfsmenn hafa þurft að hætta vegna veikindanna og finna sér aðra vinnu í heilsusamlegra umhverfi. Hversu margir þeir eru vitum við samt ekki. Einnig er hreinlega ómögulegt að vita hvaða sjúklingar sem hafa þurft að leita til Landspítalans eftir þjónustu hafa fundið fyrir óþægindum eða veikst. Mjög erfitt er að verða sér úti um þá tölfræði. Það sem er þó öllu alvarlegra er að í mörgum af þeim byggingum sem eiga að standa áfram, þó nýi meðferðarkjarninn sé að rísa, og nýtast í starfi sjúkrahússins í framtíðinni, hefur greinst mygla og starfsfólk verið frá vegna veikinda. Þar er mín deild á meðal og finnst mér því nauðsynlegt að uppfræða fólk um að þar sem þungaðar konur mæta í sónarskoðun og mæðravernd hefur greinst mygla. Starfsfólk kvennadeildar hefur verið frá í lengri tíma og jafnvel þurft að skipta um starfsvettvang vegna þessa sem er nú ekki auðvelt á okkar litla landi þar sem fáir valkostir eru fyrir hendi. Viljum við Íslendingar taka á móti nýjum þjóðfélagsþegnum í mygluhúsnæði? Ættum við ekki heldur að vilja að börnin okkar fæðist í sem heilbrigðasta og besta húsnæði sem í boði er? Hvernig stendur á því að þetta nýja vandamál 21. aldarinnar er eitthvað sem ekki má ræða og margir vilja helst sópa undir teppi? Ég vil hvetja stjórnvöld til að opna þessa umræðu, greina vandann og bregðast strax við. Það kostar auðvitað fjármagn en það kostar líka fjármagn að hafa hámenntað fólk heima sem gæti annars unnið sína vinnu. Það er í raun ábyrgðarleysi gagnvart mannauði okkar þjóðar að bjóða fæðandi konum og öðrum skjólstæðingum Landspítalans upp á heilsuspillandi mygluhúsnæði. Ef skólum er lokað og þeim rutt um koll hvað á þá að gera við heilbrigðisstofnun eins og Landspítalann, landsins stærsta vinnustað sem allir landsmenn þurfa að geta reitt sig á þegar eitthvað bjátar á?Höfundur er formaður læknaráðs Landspítalans.
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun