Ekki sammála því að menn hafi verið við það að loka samningi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. mars 2019 14:38 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og nýkjörinn formaður LÍV. vísir/vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og nýkjörinn formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna, segist ekki sammála Guðbrandi Einarssyni, fyrrverandi formanni LÍV, að sambandið hafi verið með ágætis samning innan seilingar. Það hafi átt eftir að ræða stóra þáttinn sem sé launaliðurinn og fá niðurstöðu í það atriði. LÍV sleit viðræðum við Samtök atvinnulífsins í morgun og sagði Guðbrandur Einarsson í kjölfarið af sér sem formaður. Hann vandaði VR ekki kveðjurnar í samtali við fréttastofu í hádeginu í dag og kvaðst efast um að raunverulegur vilji væri hjá forsvarsmönnum félagsins að ná samningi. „Við hjá LÍV töldum að við værum að ná fram mörgum þeim kröfum sem við lögðum fram í sameiginlegri kröfugerð á sínum tíma, meðal annars um vinnutímastyttingu sem hefði gagnast öllum verslunarmönnum á Íslandi,“ sagði Guðbrandur við fréttastofu auk þess sem hann sagði sambandið einnig vera að ná fram leiðréttingu á launatöflunni.Launaliðurinn eftir og það sé stóra málið Ragnar Þór segir í samtali við Vísi að það sé ekki það sama, launaliðurinn og launataflan. Leiðrétting á launatöflu sé ekki það sama og launahækkanir. Þá segir hann málið snúast um svo miklu meira en kjarasamninginn. „Við erum með kröfur sem snúa að kerfisbreytingum í okkar samfélagi og þá vísa ég á stjórnvöld. Þetta snýst um svo miklu meira en kjarasamninginn eingöngu. Auðvitað var Landssambandið kannski komið lengra en önnur félög varðandi kjarasamningagerð og margt ágætt sem þar var unnið. En það sem var alveg eftir að ræða og átti eftir að fá niðurstöðu í það var launaliðurinn. Það er stóra málið,“ segir Ragnar Þór. Málið strandi því meira og minna á launaliðnum. „Og þessari kröfu SA að skerða réttindi vinnandi fólks með að lengja dagvinnutímabil og uppgjörstímabil á yfirvinnunni. Þetta er hlutur sem var ekki heldur búið að fullræða innan Landssambandsins. Ég get alveg tekið undir það með Guðbrandi að það voru margir álitlegir hlutir sem var búið að vinna en ég er ekki sammála því að menn hafi verið við það að loka samningi.“ Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Grindavíkur og Verkalýðsfélags Akraness við SA á morgun. Aðspurður hvort hann eigi von á því að nýtt tilboð komi frá SA segist Ragnar því miður ekki eiga von á því. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Formaður LÍV segir af sér í kjölfar „verulegs meiningarmunar“ milli hans og VR Guðbrandur Einarsson formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna hefur sagt af sér sem formaður sambandsins. 20. mars 2019 09:09 „Ágætis samningur“ innan seilingar en viðræðum samt slitið Landssambands íslenskra verslunarmanna sleit í morgun kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins, þrátt fyrir að ekki hafi verið langt á milli félaganna. 20. mars 2019 11:45 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og nýkjörinn formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna, segist ekki sammála Guðbrandi Einarssyni, fyrrverandi formanni LÍV, að sambandið hafi verið með ágætis samning innan seilingar. Það hafi átt eftir að ræða stóra þáttinn sem sé launaliðurinn og fá niðurstöðu í það atriði. LÍV sleit viðræðum við Samtök atvinnulífsins í morgun og sagði Guðbrandur Einarsson í kjölfarið af sér sem formaður. Hann vandaði VR ekki kveðjurnar í samtali við fréttastofu í hádeginu í dag og kvaðst efast um að raunverulegur vilji væri hjá forsvarsmönnum félagsins að ná samningi. „Við hjá LÍV töldum að við værum að ná fram mörgum þeim kröfum sem við lögðum fram í sameiginlegri kröfugerð á sínum tíma, meðal annars um vinnutímastyttingu sem hefði gagnast öllum verslunarmönnum á Íslandi,“ sagði Guðbrandur við fréttastofu auk þess sem hann sagði sambandið einnig vera að ná fram leiðréttingu á launatöflunni.Launaliðurinn eftir og það sé stóra málið Ragnar Þór segir í samtali við Vísi að það sé ekki það sama, launaliðurinn og launataflan. Leiðrétting á launatöflu sé ekki það sama og launahækkanir. Þá segir hann málið snúast um svo miklu meira en kjarasamninginn. „Við erum með kröfur sem snúa að kerfisbreytingum í okkar samfélagi og þá vísa ég á stjórnvöld. Þetta snýst um svo miklu meira en kjarasamninginn eingöngu. Auðvitað var Landssambandið kannski komið lengra en önnur félög varðandi kjarasamningagerð og margt ágætt sem þar var unnið. En það sem var alveg eftir að ræða og átti eftir að fá niðurstöðu í það var launaliðurinn. Það er stóra málið,“ segir Ragnar Þór. Málið strandi því meira og minna á launaliðnum. „Og þessari kröfu SA að skerða réttindi vinnandi fólks með að lengja dagvinnutímabil og uppgjörstímabil á yfirvinnunni. Þetta er hlutur sem var ekki heldur búið að fullræða innan Landssambandsins. Ég get alveg tekið undir það með Guðbrandi að það voru margir álitlegir hlutir sem var búið að vinna en ég er ekki sammála því að menn hafi verið við það að loka samningi.“ Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Grindavíkur og Verkalýðsfélags Akraness við SA á morgun. Aðspurður hvort hann eigi von á því að nýtt tilboð komi frá SA segist Ragnar því miður ekki eiga von á því.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Formaður LÍV segir af sér í kjölfar „verulegs meiningarmunar“ milli hans og VR Guðbrandur Einarsson formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna hefur sagt af sér sem formaður sambandsins. 20. mars 2019 09:09 „Ágætis samningur“ innan seilingar en viðræðum samt slitið Landssambands íslenskra verslunarmanna sleit í morgun kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins, þrátt fyrir að ekki hafi verið langt á milli félaganna. 20. mars 2019 11:45 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Sjá meira
Formaður LÍV segir af sér í kjölfar „verulegs meiningarmunar“ milli hans og VR Guðbrandur Einarsson formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna hefur sagt af sér sem formaður sambandsins. 20. mars 2019 09:09
„Ágætis samningur“ innan seilingar en viðræðum samt slitið Landssambands íslenskra verslunarmanna sleit í morgun kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins, þrátt fyrir að ekki hafi verið langt á milli félaganna. 20. mars 2019 11:45