Grimes tilkynnir plötuna Miss_Anthrop0cene Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 20. mars 2019 11:18 Grimes fer sínar eigin slóðir í tónlistinni. getty/Vivien Killilea Raftónlistarmaðurinn Grimes hefur undanfarið vakið athygli fyrir flest annað en tónlist sína, en eftir að hún opinberaði samband sitt við Elon Musk í fyrra hefur hún hvað eftir annað ratað í fréttir, með beinum eða óbeinum hætti. Óljóst þykir þó hvort þau séu enn saman. Hvað sem sambandi hennar við Musk líður hefur Grimes frá upphafi ferils síns þótt frumleg og eftirtektarverð í tónlistarsköpun sinni. Í nótt tilkynnti hún á Instagram-síðu sinni nýja plötu sem ber titilinn Miss_Anthrop0cene. Með titlinum splæsir Grimes saman orðunum fröken (e. miss), mannhatari (e. misanthrope) og anthropocene, sem er tillaga að nafni á jarðsögutímabili sem hefst á þeim tímapunkti sem áhrifa mannkynsins á jörðina fer að gæta. Hún er háfleyg í lýsingum sínum á nýju plötunni, segir hana m.a. vera „konsept-plötu um loftslagsbreytingagyðju í mannsmynd, skynvilludjöful og geimbúa, eða fegurðar-Drottningu sem hefur nautn af endalokum heimsins.“ Hvert lag á plötunni muni vera „mismunandi holdgervingur gereyðingar mannkynsins.“ Fyrsta smáskífa plötunnar, We Appreciate Power, kom út seint á síðasta ári. Í því leikur hún sér að helstu klisjum þungarokks og þá sér í lagi hins „forboðna“ nýþungarokks (e. nu-metal) og hetjurokks (e. power metal). Í lýsingu sinni á nýju plötunni segir hún einmitt að hún sé „mestmegnis skýjakennt nýþungarokk,“ og að hún geri sér grein fyrir því að margir „sakni hljóðgervlanna og alls þess.“ Ef eitthvað er að marka smáskífuna hefur Grimes fjarlægst „tumblr-elektróníkina“ sem einkenndi fyrri plötur hennar, og blandar í stað hennar saman klisjukenndu þungarokki og poppi í blöndu sem er í það minnsta mjög áhugaverð. Hver veit nema að næsta plata frá henni eftir þessa reisi upp frá dauðum hina háfleygu en stuttlífu dubstep-stefnu, ef vel tekst til með þessa endurlífgun nýþungarokksins. Tónlist Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Raftónlistarmaðurinn Grimes hefur undanfarið vakið athygli fyrir flest annað en tónlist sína, en eftir að hún opinberaði samband sitt við Elon Musk í fyrra hefur hún hvað eftir annað ratað í fréttir, með beinum eða óbeinum hætti. Óljóst þykir þó hvort þau séu enn saman. Hvað sem sambandi hennar við Musk líður hefur Grimes frá upphafi ferils síns þótt frumleg og eftirtektarverð í tónlistarsköpun sinni. Í nótt tilkynnti hún á Instagram-síðu sinni nýja plötu sem ber titilinn Miss_Anthrop0cene. Með titlinum splæsir Grimes saman orðunum fröken (e. miss), mannhatari (e. misanthrope) og anthropocene, sem er tillaga að nafni á jarðsögutímabili sem hefst á þeim tímapunkti sem áhrifa mannkynsins á jörðina fer að gæta. Hún er háfleyg í lýsingum sínum á nýju plötunni, segir hana m.a. vera „konsept-plötu um loftslagsbreytingagyðju í mannsmynd, skynvilludjöful og geimbúa, eða fegurðar-Drottningu sem hefur nautn af endalokum heimsins.“ Hvert lag á plötunni muni vera „mismunandi holdgervingur gereyðingar mannkynsins.“ Fyrsta smáskífa plötunnar, We Appreciate Power, kom út seint á síðasta ári. Í því leikur hún sér að helstu klisjum þungarokks og þá sér í lagi hins „forboðna“ nýþungarokks (e. nu-metal) og hetjurokks (e. power metal). Í lýsingu sinni á nýju plötunni segir hún einmitt að hún sé „mestmegnis skýjakennt nýþungarokk,“ og að hún geri sér grein fyrir því að margir „sakni hljóðgervlanna og alls þess.“ Ef eitthvað er að marka smáskífuna hefur Grimes fjarlægst „tumblr-elektróníkina“ sem einkenndi fyrri plötur hennar, og blandar í stað hennar saman klisjukenndu þungarokki og poppi í blöndu sem er í það minnsta mjög áhugaverð. Hver veit nema að næsta plata frá henni eftir þessa reisi upp frá dauðum hina háfleygu en stuttlífu dubstep-stefnu, ef vel tekst til með þessa endurlífgun nýþungarokksins.
Tónlist Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira