Þingmenn þrátta um innihald í opnum orkupakka Heimir Már Pétursson skrifar 9. apríl 2019 20:32 Útlit er fyrir að fyrstu umræður um mál sem tengjast þriðja orkupakkann standi að minnsta kosti alla þessa viku á Alþingi. Andstæðingar málsins eru sakaðir um að fara með rangt mál og sá tortryggni. Þingmenn eiga eftir að ræða tvö frumvörp og tvær þingsályktanir frá ríkisstjórninni vegna þriðja orkupakkans og hafa frá því um miðjan dag í gær ekki náð að klára fyrri umræðu í annarri þingsályktuninni. Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins er einn andstæðinga málsins sem vara við framsali þjóðarinnar á sjálfsákvörðunarrétti og efast um að orkupakkinn standist stjórnarskrá. „Og það er alveg kristaltært ef fyrirtæki eins og til dæmis þýski raforkurisinn Eon hefur tæknilegan undirbúning að rafstreng frá Ísland þá dugir það ekkert fyrir okkur að mótmæla því,” sagði Birgir. Reyndar eru fyrirvarar í frumvörpunum um að sæstrengur verði aldrei lagður, hvorki af innlendum né erlendum aðilum, nema Alþingi taki um það ákvörðun með lögum og hefur Evrópusambandið tekið undir þann skilning í viðræðum við utanríkisráðherra. „Málið verður á valdsviði Evrópusambandsins og það er hugsanlegt að þetta stangist á við EES samninginn um magntakmarkanir á inn og útflutningi,” sagði Birgir. Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði Birgi ekki hafa neitt fyrir sér í málflutningi sínum. „Þetta eru bara einhverjar áhyggjur. Ég get alveg eins haft áhyggjur af því að sólardögum fækkaði ef við innleiddum þennan orkupakka. Ég hef ekkert fyrir mér í því. Þarna er bara verið að sá endalaust tortryggni. Velta upp einhverjum hlutum. Það er ekkert í þessu sem sviftir okkur forræði yfir orkulindunum. Skyldar okkur ekkert til að fara inn í þennan orkumarkað. Fjöldi þingmanna hefur tekið til máls um orkupakkann sem flestir þingmenn allra flokka nema Miðflokksins og Flokks fólksins styðja. Með sama áframhaldi er afar ólíklegt að fyrstu umræðum um málin fjögur ljúki í þessari viku en þingfundur mun standa fram á kvöld. Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Smári sakar Þorstein um að fara vísvitandi með rangt mál Þingmaður Pírata segir Þorstein Sæmundsson ljúga til að ala á ótta. 8. apríl 2019 15:38 Segir frjálslega farið með staðreyndir í umræðu um orkupakkann Fjögur þingmál sem tengjast innleiðingu þriðja orkupakkans eru á dagskrá Alþingis í dag og ljóst að þingmenn ætla sér langan tíma til að ræða þau. 9. apríl 2019 12:00 Þorsteinn hellir sér yfir Miðflokksmenn Þingmaðurinn segir óþolandi að sitja undir ásökunum um að hann sitji á svikráðum við þjóð sína. 9. apríl 2019 15:53 Segir umræðuna of sjálfhverfa Gagnsemi þriðja orkupakkans snýst ekki bara um hagsmuni Íslendinga segir þingmaður. Sæstrengur verður ekki lagður héðan nema með heimild Alþingis. Deilt um fullveldi og auðlindir á Alþingi í gær. 9. apríl 2019 06:15 Öll einkenni þjóðernispopúlisma til staðar í umræðu um þriðja orkupakkann Það er auðvelt að grípa til þjóðernispopúlískra aðferða í umræðunni um þriðja orkupakkann vegna þess hvernig málið er vaxið en það er tiltölulega flókið og erlendir aðilar eiga hlut að máli. Þetta er mat Eiríks Bergmanns, prófessor í stjórnmálafræði, sem hefur í sínum rannsóknum á síðustu árum sérhæft sig í popúlisma. 9. apríl 2019 12:19 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Fleiri fréttir Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Sjá meira
Útlit er fyrir að fyrstu umræður um mál sem tengjast þriðja orkupakkann standi að minnsta kosti alla þessa viku á Alþingi. Andstæðingar málsins eru sakaðir um að fara með rangt mál og sá tortryggni. Þingmenn eiga eftir að ræða tvö frumvörp og tvær þingsályktanir frá ríkisstjórninni vegna þriðja orkupakkans og hafa frá því um miðjan dag í gær ekki náð að klára fyrri umræðu í annarri þingsályktuninni. Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins er einn andstæðinga málsins sem vara við framsali þjóðarinnar á sjálfsákvörðunarrétti og efast um að orkupakkinn standist stjórnarskrá. „Og það er alveg kristaltært ef fyrirtæki eins og til dæmis þýski raforkurisinn Eon hefur tæknilegan undirbúning að rafstreng frá Ísland þá dugir það ekkert fyrir okkur að mótmæla því,” sagði Birgir. Reyndar eru fyrirvarar í frumvörpunum um að sæstrengur verði aldrei lagður, hvorki af innlendum né erlendum aðilum, nema Alþingi taki um það ákvörðun með lögum og hefur Evrópusambandið tekið undir þann skilning í viðræðum við utanríkisráðherra. „Málið verður á valdsviði Evrópusambandsins og það er hugsanlegt að þetta stangist á við EES samninginn um magntakmarkanir á inn og útflutningi,” sagði Birgir. Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði Birgi ekki hafa neitt fyrir sér í málflutningi sínum. „Þetta eru bara einhverjar áhyggjur. Ég get alveg eins haft áhyggjur af því að sólardögum fækkaði ef við innleiddum þennan orkupakka. Ég hef ekkert fyrir mér í því. Þarna er bara verið að sá endalaust tortryggni. Velta upp einhverjum hlutum. Það er ekkert í þessu sem sviftir okkur forræði yfir orkulindunum. Skyldar okkur ekkert til að fara inn í þennan orkumarkað. Fjöldi þingmanna hefur tekið til máls um orkupakkann sem flestir þingmenn allra flokka nema Miðflokksins og Flokks fólksins styðja. Með sama áframhaldi er afar ólíklegt að fyrstu umræðum um málin fjögur ljúki í þessari viku en þingfundur mun standa fram á kvöld.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Smári sakar Þorstein um að fara vísvitandi með rangt mál Þingmaður Pírata segir Þorstein Sæmundsson ljúga til að ala á ótta. 8. apríl 2019 15:38 Segir frjálslega farið með staðreyndir í umræðu um orkupakkann Fjögur þingmál sem tengjast innleiðingu þriðja orkupakkans eru á dagskrá Alþingis í dag og ljóst að þingmenn ætla sér langan tíma til að ræða þau. 9. apríl 2019 12:00 Þorsteinn hellir sér yfir Miðflokksmenn Þingmaðurinn segir óþolandi að sitja undir ásökunum um að hann sitji á svikráðum við þjóð sína. 9. apríl 2019 15:53 Segir umræðuna of sjálfhverfa Gagnsemi þriðja orkupakkans snýst ekki bara um hagsmuni Íslendinga segir þingmaður. Sæstrengur verður ekki lagður héðan nema með heimild Alþingis. Deilt um fullveldi og auðlindir á Alþingi í gær. 9. apríl 2019 06:15 Öll einkenni þjóðernispopúlisma til staðar í umræðu um þriðja orkupakkann Það er auðvelt að grípa til þjóðernispopúlískra aðferða í umræðunni um þriðja orkupakkann vegna þess hvernig málið er vaxið en það er tiltölulega flókið og erlendir aðilar eiga hlut að máli. Þetta er mat Eiríks Bergmanns, prófessor í stjórnmálafræði, sem hefur í sínum rannsóknum á síðustu árum sérhæft sig í popúlisma. 9. apríl 2019 12:19 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Fleiri fréttir Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Sjá meira
Smári sakar Þorstein um að fara vísvitandi með rangt mál Þingmaður Pírata segir Þorstein Sæmundsson ljúga til að ala á ótta. 8. apríl 2019 15:38
Segir frjálslega farið með staðreyndir í umræðu um orkupakkann Fjögur þingmál sem tengjast innleiðingu þriðja orkupakkans eru á dagskrá Alþingis í dag og ljóst að þingmenn ætla sér langan tíma til að ræða þau. 9. apríl 2019 12:00
Þorsteinn hellir sér yfir Miðflokksmenn Þingmaðurinn segir óþolandi að sitja undir ásökunum um að hann sitji á svikráðum við þjóð sína. 9. apríl 2019 15:53
Segir umræðuna of sjálfhverfa Gagnsemi þriðja orkupakkans snýst ekki bara um hagsmuni Íslendinga segir þingmaður. Sæstrengur verður ekki lagður héðan nema með heimild Alþingis. Deilt um fullveldi og auðlindir á Alþingi í gær. 9. apríl 2019 06:15
Öll einkenni þjóðernispopúlisma til staðar í umræðu um þriðja orkupakkann Það er auðvelt að grípa til þjóðernispopúlískra aðferða í umræðunni um þriðja orkupakkann vegna þess hvernig málið er vaxið en það er tiltölulega flókið og erlendir aðilar eiga hlut að máli. Þetta er mat Eiríks Bergmanns, prófessor í stjórnmálafræði, sem hefur í sínum rannsóknum á síðustu árum sérhæft sig í popúlisma. 9. apríl 2019 12:19