Segir frjálslega farið með staðreyndir í umræðu um orkupakkann Heimir Már Pétursson skrifar 9. apríl 2019 12:00 Þorsteinn Víglundsson er þingmaður Viðreisnar. vísir/vilhelm Fjögur þingmál sem tengjast innleiðingu þriðja orkupakkans eru á dagskrá Alþingis í dag og ljóst að þingmenn ætla sér langan tíma til að ræða þau. Þingmenn hafa enn ekki komist í að ræða frumvörp vegna málsins og eru enn í fyrri umferð umræðna um þingsályktun utanríkisráðherra um málið. Tuttugu og tveir þingmenn eru enn á mælendaskrá við framhald fyrri umræðunnar um þingsályktun utanríkisráðherra um innleiðingu þriðja orkupakkans. Þegar búið er að ræða þingsályktunina þarf að afgreiða tvö stjórnarfrumvörp ferðamála, iðnaðar og nýsköpunarráðherra um málið og þingsályktunartillögu hennar vegna málsins. Þau fjalla um breytt hlutverk Orkustofnunar Íslands meðal annars varðandi eftirlit, uppbyggingu flutningskerfis raforku. Málin snúa öll að ákvæðum um neytendavernd og aðskilnað dreifingar og framleiðslu á raforku. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar gagnrýndi málflutning andstæðinga innleiðingarinnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun og sagði þá mála skrattann á vegginn. En margir einarðir andstæðingar Evrópusambandsins úr Framsóknarflokki, Sjálfstæðisflokki , Vinstri grænum og Miðflokki hafa safnast saman undir heitinu Orkan okkar. „Þeim málflutningi sem beitt er í þessu máli er dæmigerður fyrir það sem við sjáum vaxandi hjá þeim sem ég kalla lýðskrumara eða þjóðernispopúlista í Evrópu og víðar. Það er verið að fara mjög frjálslega með staðreyndir mála eða jafnvel hreinar rangfærslur í málflutningi. Það er verið að reyna að tengja einhver hughrif fólks við að það sé verið að vega að sjálfstæði eða vega að auðlindum þjóðarinnar eins og í þessu tilfelli,“ sagði Þorsteinn. Þótt þriðji orkupakkinn fjalli um sameiginlegan orkumarkað Evrópusambandsins selja Íslendingar ekki orku til Evrópu og kaupa hana heldur ekki þaðan. Þá liggur fyrir sameiginlegur skilningur íslenskra stjórnvalda og Evrópusambandsins um að ákvæði um orkuverð nái ekki til Íslands á meðan enginn sæstrengur er héðan til sambandsins og að slíkur strengur verði ekki lagður án lagasetningar á Alþingi. Þá verði ágreiningur um orkupakkana tekinn fyrir hjá Eftirlitsstofnun EFTA en ekki innan ESB. Árið 2008 voru síðan sett lög sem banna að orkuauðlindir eða eignarhlutir í orkufyrirtækjum yrðu seldar úr eigu ríkis og sveitarfélaga. „Það er ekki tilgangur þessa sameiginlega raforkumarkaðar að skipta sér að því hvað einstök ríki vilja gera. Hvort þau vilji virkja eða ekki virkja, hvort þau vilji bora eftir olíu eða ekki bora eftir olíu og svo framvegis. Það er verið að tengja saman flutningsnetin og búa til regluverkið utan um það. Svo tökum við okkar sjálfstæðu ákvarðanir út frá þeim grunni,“ sagði Þorsteinn Víglundsson. Alþingi Orkumál Viðreisn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Tekist á um hvort Ísland afsali ákvörðunarrétt til Evrópusambandsins með íslenska raforku Tekist er á hvort Ísland afsali sér heimildir, vald eða ákvörðunarrétt til Evrópusambandsins með íslenska raforku og hvort við séum að framselja þannig fullveldi Íslands til nýrrar orkustofnunnar Evrópu verði Þriðji orku pakkinn samþykktur. 8. apríl 2019 19:37 Orkupakkinn á dagskrá í dag Fyrri umræða um þingsályktunartillögu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um þriðja orkupakka ESB hefst á Alþingi í dag. 8. apríl 2019 06:15 Segir umræðuna of sjálfhverfa Gagnsemi þriðja orkupakkans snýst ekki bara um hagsmuni Íslendinga segir þingmaður. Sæstrengur verður ekki lagður héðan nema með heimild Alþingis. Deilt um fullveldi og auðlindir á Alþingi í gær. 9. apríl 2019 06:15 Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
Fjögur þingmál sem tengjast innleiðingu þriðja orkupakkans eru á dagskrá Alþingis í dag og ljóst að þingmenn ætla sér langan tíma til að ræða þau. Þingmenn hafa enn ekki komist í að ræða frumvörp vegna málsins og eru enn í fyrri umferð umræðna um þingsályktun utanríkisráðherra um málið. Tuttugu og tveir þingmenn eru enn á mælendaskrá við framhald fyrri umræðunnar um þingsályktun utanríkisráðherra um innleiðingu þriðja orkupakkans. Þegar búið er að ræða þingsályktunina þarf að afgreiða tvö stjórnarfrumvörp ferðamála, iðnaðar og nýsköpunarráðherra um málið og þingsályktunartillögu hennar vegna málsins. Þau fjalla um breytt hlutverk Orkustofnunar Íslands meðal annars varðandi eftirlit, uppbyggingu flutningskerfis raforku. Málin snúa öll að ákvæðum um neytendavernd og aðskilnað dreifingar og framleiðslu á raforku. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar gagnrýndi málflutning andstæðinga innleiðingarinnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun og sagði þá mála skrattann á vegginn. En margir einarðir andstæðingar Evrópusambandsins úr Framsóknarflokki, Sjálfstæðisflokki , Vinstri grænum og Miðflokki hafa safnast saman undir heitinu Orkan okkar. „Þeim málflutningi sem beitt er í þessu máli er dæmigerður fyrir það sem við sjáum vaxandi hjá þeim sem ég kalla lýðskrumara eða þjóðernispopúlista í Evrópu og víðar. Það er verið að fara mjög frjálslega með staðreyndir mála eða jafnvel hreinar rangfærslur í málflutningi. Það er verið að reyna að tengja einhver hughrif fólks við að það sé verið að vega að sjálfstæði eða vega að auðlindum þjóðarinnar eins og í þessu tilfelli,“ sagði Þorsteinn. Þótt þriðji orkupakkinn fjalli um sameiginlegan orkumarkað Evrópusambandsins selja Íslendingar ekki orku til Evrópu og kaupa hana heldur ekki þaðan. Þá liggur fyrir sameiginlegur skilningur íslenskra stjórnvalda og Evrópusambandsins um að ákvæði um orkuverð nái ekki til Íslands á meðan enginn sæstrengur er héðan til sambandsins og að slíkur strengur verði ekki lagður án lagasetningar á Alþingi. Þá verði ágreiningur um orkupakkana tekinn fyrir hjá Eftirlitsstofnun EFTA en ekki innan ESB. Árið 2008 voru síðan sett lög sem banna að orkuauðlindir eða eignarhlutir í orkufyrirtækjum yrðu seldar úr eigu ríkis og sveitarfélaga. „Það er ekki tilgangur þessa sameiginlega raforkumarkaðar að skipta sér að því hvað einstök ríki vilja gera. Hvort þau vilji virkja eða ekki virkja, hvort þau vilji bora eftir olíu eða ekki bora eftir olíu og svo framvegis. Það er verið að tengja saman flutningsnetin og búa til regluverkið utan um það. Svo tökum við okkar sjálfstæðu ákvarðanir út frá þeim grunni,“ sagði Þorsteinn Víglundsson.
Alþingi Orkumál Viðreisn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Tekist á um hvort Ísland afsali ákvörðunarrétt til Evrópusambandsins með íslenska raforku Tekist er á hvort Ísland afsali sér heimildir, vald eða ákvörðunarrétt til Evrópusambandsins með íslenska raforku og hvort við séum að framselja þannig fullveldi Íslands til nýrrar orkustofnunnar Evrópu verði Þriðji orku pakkinn samþykktur. 8. apríl 2019 19:37 Orkupakkinn á dagskrá í dag Fyrri umræða um þingsályktunartillögu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um þriðja orkupakka ESB hefst á Alþingi í dag. 8. apríl 2019 06:15 Segir umræðuna of sjálfhverfa Gagnsemi þriðja orkupakkans snýst ekki bara um hagsmuni Íslendinga segir þingmaður. Sæstrengur verður ekki lagður héðan nema með heimild Alþingis. Deilt um fullveldi og auðlindir á Alþingi í gær. 9. apríl 2019 06:15 Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
Tekist á um hvort Ísland afsali ákvörðunarrétt til Evrópusambandsins með íslenska raforku Tekist er á hvort Ísland afsali sér heimildir, vald eða ákvörðunarrétt til Evrópusambandsins með íslenska raforku og hvort við séum að framselja þannig fullveldi Íslands til nýrrar orkustofnunnar Evrópu verði Þriðji orku pakkinn samþykktur. 8. apríl 2019 19:37
Orkupakkinn á dagskrá í dag Fyrri umræða um þingsályktunartillögu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um þriðja orkupakka ESB hefst á Alþingi í dag. 8. apríl 2019 06:15
Segir umræðuna of sjálfhverfa Gagnsemi þriðja orkupakkans snýst ekki bara um hagsmuni Íslendinga segir þingmaður. Sæstrengur verður ekki lagður héðan nema með heimild Alþingis. Deilt um fullveldi og auðlindir á Alþingi í gær. 9. apríl 2019 06:15