Kjarasamningarnir hafi ekki verið dýrkeyptir fyrir SA: „Vel gert fyrir þá“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. apríl 2019 14:19 Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, sem þarf að gera samning fyrir hönd félagsmanna, telur að kjarasamningarnir sem sex verkalýðsfélög gerðu við Samtök atvinnulífsins og skrifuðu undir á dögunum hafi ekki reynst dýrkeyptir fyrir SA. FBL/SAJ Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, sem þarf að gera samning fyrir hönd félagsmanna, telur að kjarasamningarnir sem sex verkalýðsfélög gerðu við Samtök atvinnulífsins og skrifuðu undir á dögunum hafi ekki reynst dýrkeyptir fyrir SA. „Ég sé ekki, í fljótu bragði, að þetta sé samningur sem sé dýrkeyptur fyrir Samtök atvinnulífsins, ég get ekki sé það. Allt sem máli skiptir þarna er eitthvað sem ríkisstjórnin setur á borðið. Það getur vel verið að það hafi verið eina lausnin sem hægt var að ná. En mér hefur þótt það athyglisvert að fylgjast með þessu í vetur hvernig í rauninni Samtök atvinnulífsins hafa getað haldið sig til hlés á meðan á þessi hluti verkalýðshreyfingarinnar hefur gert mjög miklar kröfur til stjórnvalda.“ Þórunn segir að það sé ástæða til að óska SA til hamingju með samninginn. „Vel gert fyrir þá“. „Eftir að hafa kynnt mér þetta þá sýnist mér að þetta hafi verið mjög útlátalítið fyrir Samtök atvinnulífsins. Það er verið að semja um auðvitað krónutöluhækkanir sem, eðli málsins samkvæmt, kosta minna en prósentuhækkanir. Það er verið að setja inn alls kyns atriði sem eru á valdi stjórnvalda og stjórnvöld eru að lofa,“ segir Þórunn.Binda vonir við að ríkið komi líka til móts við háskólafólk Kjarasamningarnir gefi háskólamönnum vonir um að ríkið sé tilbúið til að teygja sig í átt til krafna BHM um að meta menntun til launa og koma til móts við háskólafólk vegna afborgunarbyrgði námslána. „Við viljum að sjálfsögðu að það sé þannig hér að fyrir fólk sem er á bilinu 25-45 ára að það sé gott og frekar auðvelt að setjast að á Íslandi. Við eigum auðvitað líka við það að fólk með góða menntun getur flest hvert unnið annars staðar en hér en við viljum auðvitað hafa mannauðinn hér að sem mestu leyti og að það skapi þessa dínamík og nýsköpun sem við þurfum að hafa í samfélaginu af því hún eflir velsæld allra.“Kjarasamningar á almenna markaðnum voru undirritaðir á dögunum.Fréttablaðið/ErnirKjarasamningar á almenna markaðnum ekki forskrift fyrir BHM Þórunn segir að kjarasamningarnir sem undirritaðir voru á almenna markaðnum á dögunum séu ekki leiðarvísir fyrir kröfugerð BHM þrátt fyrir að kjarasamningarnir búi til ákveðið samhengi. „Þessi niðurstaða á almenna markaðnum setur okkar verkefni í ákveðið samhengi en ég er nú ekki þeirrar skoðunar að hann segi okkur fyrir um hvernig við eigum að semja.“ Er hugsi yfir forsendum kjarasamninganna Þórunn segist vera hugsi yfir forsendum kjarasamninganna. „Síðan eru þarna inni lykilforsendur um að vextir lækki, það hefur nú verið líka aðeins í umræðunni og eftir að hafa hugsað þetta á undanförnum sólarhringum að þá kannski sýnist mér að þarna sé útgönguleiðin fyrir Alþýðusambandið það er að segja ef það gengur ekki eftir þá er það forsendubrestur. Þetta er forsenda sem samningsaðilar hafa bara óbeina stjórn á, eðli málsins samkvæmt, það er Seðlabankinn sem ákvarðar þetta og er sjálfstæð stofnun en tekur auðvitað mið af efnahagsástandinu í landinu, þannig að þarna eru svona hlutir sem ég held að sé kannski erfitt að segja um núna hvernig muni þróast.“ Alþingi Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Telur það skýrast um helgina hvort aðilar séu að ná saman Formaður VR segir að það þurfi ekki lengri tíma en helgina til að komast að niðurstöðu um hvort aðilar séu að landa kjarasamningi eða ekki. Mál gætu jafnvel farið að skýrast í dag en að óbreyttu hefjast næstu verkföll á þriðjuddag. Fundur SA og SGS í gær var tíðindalaus. 30. mars 2019 07:30 Menntun verði metin til launa en ekki ávísun á skuldaklafa Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir of snemmt að segja til um það hver viðbrögðin verða innan aðildarfélaga bandalagsins við nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum. 4. apríl 2019 14:15 Spyr hvort aðhaldskrafan þýði aukið álag á ríkisstarfsmenn Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, spurði í fyrstu umræðu um fjármálaáætlun til næstu fimm ára hvort aðhaldskrafa ríkisstjórnarinnar muni þýða aukið álag á ríkisstarfsmenn og niðurskurð. 26. mars 2019 16:08 Telur verkfræðinga tilbúna að taka á sig hlutfallslega lægri launahækkun Birkir Hrafn Jóakimsson, formaður kjaradeildar Verkfræðingafélags Íslands og byggingarverkfræðingar hjá Vegagerðinni, segist telja að ef það sé hluti af einhverri sátt að taka á sig hlutfallslega lægri hækkun launa til þess að rétta hlut þeirra lægst launuðu þá séu félagsmenn tilbúnir í það. 4. apríl 2019 15:51 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, sem þarf að gera samning fyrir hönd félagsmanna, telur að kjarasamningarnir sem sex verkalýðsfélög gerðu við Samtök atvinnulífsins og skrifuðu undir á dögunum hafi ekki reynst dýrkeyptir fyrir SA. „Ég sé ekki, í fljótu bragði, að þetta sé samningur sem sé dýrkeyptur fyrir Samtök atvinnulífsins, ég get ekki sé það. Allt sem máli skiptir þarna er eitthvað sem ríkisstjórnin setur á borðið. Það getur vel verið að það hafi verið eina lausnin sem hægt var að ná. En mér hefur þótt það athyglisvert að fylgjast með þessu í vetur hvernig í rauninni Samtök atvinnulífsins hafa getað haldið sig til hlés á meðan á þessi hluti verkalýðshreyfingarinnar hefur gert mjög miklar kröfur til stjórnvalda.“ Þórunn segir að það sé ástæða til að óska SA til hamingju með samninginn. „Vel gert fyrir þá“. „Eftir að hafa kynnt mér þetta þá sýnist mér að þetta hafi verið mjög útlátalítið fyrir Samtök atvinnulífsins. Það er verið að semja um auðvitað krónutöluhækkanir sem, eðli málsins samkvæmt, kosta minna en prósentuhækkanir. Það er verið að setja inn alls kyns atriði sem eru á valdi stjórnvalda og stjórnvöld eru að lofa,“ segir Þórunn.Binda vonir við að ríkið komi líka til móts við háskólafólk Kjarasamningarnir gefi háskólamönnum vonir um að ríkið sé tilbúið til að teygja sig í átt til krafna BHM um að meta menntun til launa og koma til móts við háskólafólk vegna afborgunarbyrgði námslána. „Við viljum að sjálfsögðu að það sé þannig hér að fyrir fólk sem er á bilinu 25-45 ára að það sé gott og frekar auðvelt að setjast að á Íslandi. Við eigum auðvitað líka við það að fólk með góða menntun getur flest hvert unnið annars staðar en hér en við viljum auðvitað hafa mannauðinn hér að sem mestu leyti og að það skapi þessa dínamík og nýsköpun sem við þurfum að hafa í samfélaginu af því hún eflir velsæld allra.“Kjarasamningar á almenna markaðnum voru undirritaðir á dögunum.Fréttablaðið/ErnirKjarasamningar á almenna markaðnum ekki forskrift fyrir BHM Þórunn segir að kjarasamningarnir sem undirritaðir voru á almenna markaðnum á dögunum séu ekki leiðarvísir fyrir kröfugerð BHM þrátt fyrir að kjarasamningarnir búi til ákveðið samhengi. „Þessi niðurstaða á almenna markaðnum setur okkar verkefni í ákveðið samhengi en ég er nú ekki þeirrar skoðunar að hann segi okkur fyrir um hvernig við eigum að semja.“ Er hugsi yfir forsendum kjarasamninganna Þórunn segist vera hugsi yfir forsendum kjarasamninganna. „Síðan eru þarna inni lykilforsendur um að vextir lækki, það hefur nú verið líka aðeins í umræðunni og eftir að hafa hugsað þetta á undanförnum sólarhringum að þá kannski sýnist mér að þarna sé útgönguleiðin fyrir Alþýðusambandið það er að segja ef það gengur ekki eftir þá er það forsendubrestur. Þetta er forsenda sem samningsaðilar hafa bara óbeina stjórn á, eðli málsins samkvæmt, það er Seðlabankinn sem ákvarðar þetta og er sjálfstæð stofnun en tekur auðvitað mið af efnahagsástandinu í landinu, þannig að þarna eru svona hlutir sem ég held að sé kannski erfitt að segja um núna hvernig muni þróast.“
Alþingi Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Telur það skýrast um helgina hvort aðilar séu að ná saman Formaður VR segir að það þurfi ekki lengri tíma en helgina til að komast að niðurstöðu um hvort aðilar séu að landa kjarasamningi eða ekki. Mál gætu jafnvel farið að skýrast í dag en að óbreyttu hefjast næstu verkföll á þriðjuddag. Fundur SA og SGS í gær var tíðindalaus. 30. mars 2019 07:30 Menntun verði metin til launa en ekki ávísun á skuldaklafa Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir of snemmt að segja til um það hver viðbrögðin verða innan aðildarfélaga bandalagsins við nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum. 4. apríl 2019 14:15 Spyr hvort aðhaldskrafan þýði aukið álag á ríkisstarfsmenn Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, spurði í fyrstu umræðu um fjármálaáætlun til næstu fimm ára hvort aðhaldskrafa ríkisstjórnarinnar muni þýða aukið álag á ríkisstarfsmenn og niðurskurð. 26. mars 2019 16:08 Telur verkfræðinga tilbúna að taka á sig hlutfallslega lægri launahækkun Birkir Hrafn Jóakimsson, formaður kjaradeildar Verkfræðingafélags Íslands og byggingarverkfræðingar hjá Vegagerðinni, segist telja að ef það sé hluti af einhverri sátt að taka á sig hlutfallslega lægri hækkun launa til þess að rétta hlut þeirra lægst launuðu þá séu félagsmenn tilbúnir í það. 4. apríl 2019 15:51 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Telur það skýrast um helgina hvort aðilar séu að ná saman Formaður VR segir að það þurfi ekki lengri tíma en helgina til að komast að niðurstöðu um hvort aðilar séu að landa kjarasamningi eða ekki. Mál gætu jafnvel farið að skýrast í dag en að óbreyttu hefjast næstu verkföll á þriðjuddag. Fundur SA og SGS í gær var tíðindalaus. 30. mars 2019 07:30
Menntun verði metin til launa en ekki ávísun á skuldaklafa Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir of snemmt að segja til um það hver viðbrögðin verða innan aðildarfélaga bandalagsins við nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum. 4. apríl 2019 14:15
Spyr hvort aðhaldskrafan þýði aukið álag á ríkisstarfsmenn Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, spurði í fyrstu umræðu um fjármálaáætlun til næstu fimm ára hvort aðhaldskrafa ríkisstjórnarinnar muni þýða aukið álag á ríkisstarfsmenn og niðurskurð. 26. mars 2019 16:08
Telur verkfræðinga tilbúna að taka á sig hlutfallslega lægri launahækkun Birkir Hrafn Jóakimsson, formaður kjaradeildar Verkfræðingafélags Íslands og byggingarverkfræðingar hjá Vegagerðinni, segist telja að ef það sé hluti af einhverri sátt að taka á sig hlutfallslega lægri hækkun launa til þess að rétta hlut þeirra lægst launuðu þá séu félagsmenn tilbúnir í það. 4. apríl 2019 15:51