Fékkst ekki til að svara hvort hún styddi þjóðaratkvæðagreiðslu um NATO Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. apríl 2019 12:23 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, fékkst ekki til þess að svara með afdráttarlausum hætti hvort hún hygðist styðja tillögu félaga sinna í Vinstri hreyfingunni – grænu framboði sem snýst um að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. FBL/stefan Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, fékkst ekki til þess að svara með afdráttarlausum hætti hvort hún hygðist styðja tillögu félaga sinna í Vinstri hreyfingunni – grænu framboði sem snýst um að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. Þó má greina af svörum hennar að þrátt fyrir að vilja persónulega draga Ísland úr Atlantshafsbandalaginu geti hún ekki stutt við tillöguna sökum þess að hún hafi ákveðnum skuldbindingum að gegna vegna stjórnarsáttmálans. Flutningsmenn þingsályktunartillögunnar eru Andrés Ingi Jónsson, Ari Trausti Guðmundsson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir. Katrín var gestur hjá Kristjáni Kristjánssyni á Sprengisandi í morgun og ræddi um þingsályktunartillöguna og kjarasamningana sem voru undirritaðir á dögunum. Katrín segir að eðlilegt sé að þjóðin fái að greiða atkvæði um aðildina. Hún hafi meira að segja verið einn af flutningsmönnum sambærilegrar tillögu á kjörtímabili áranna 2009-2013. „Ég hef auðvitað alltaf sagt það að það er eðlilegt að við veltum því fyrir okkur hvort svona ákvarðanir eigi ekki að taka í þjóðaratkvæðagreiðslu en hins vegar er ég ekki með á þessari tillögu núna af því ég hef skrifað undir stjórnarsáttmála og hef ákveðnu hlutverki að gegna sem forsætisráðherra gagnvart Atlantshafsbandalaginu. Þannig að ég er ekki á henni núna en hef verið á henni áður.“ Spurð hvort hún hyggist greiða atkvæði með eða á móti tillögunni svarar Katrín: „Ja, nú skulum við bara sjá með það en það er auðvitað svo að mín hreyfing hefur verið eina stjórnmálahreyfingin sem hefur lýst opinni andstöðu við NATÓ en það breytir því ekki að okkar stefna er alveg óbreytt en við höfum hins vegar undirgengist það í stjórnarsáttmála að fallast bara á þjóðaröryggisstefnuna þar sem þetta er ein af grunnstoðunum af þeim sem eru nefndar þannig að ég stend við hann.“ Þrátt fyrir að vera búin að fallast á ákveðna málamiðlun í málinu segist hún bíða spennt eftir því að VG fái 52% atkvæða til að koma málinu raunverulega á dagskrá. Alþingi NATO Utanríkismál Tengdar fréttir Ávarpaði sameinaðan þingfund fyrstur framkvæmdastjóra NATO Jens Stoltenberg sagði bandalagið standa sterkara en áður. 3. apríl 2019 19:00 Þjóðin kjósi um aðild að NATO Átta þingmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að ríkisstjórnin efni til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. 1. apríl 2019 07:15 Samstaða á sjötíu ára afmæli NATO Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sótti fund utanríkisráðherra NATO í Washington. Rætt um samskiptin við Rússa, hryðjuverkaógnina og stöðuna í Úkraínu. 5. apríl 2019 08:00 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, fékkst ekki til þess að svara með afdráttarlausum hætti hvort hún hygðist styðja tillögu félaga sinna í Vinstri hreyfingunni – grænu framboði sem snýst um að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. Þó má greina af svörum hennar að þrátt fyrir að vilja persónulega draga Ísland úr Atlantshafsbandalaginu geti hún ekki stutt við tillöguna sökum þess að hún hafi ákveðnum skuldbindingum að gegna vegna stjórnarsáttmálans. Flutningsmenn þingsályktunartillögunnar eru Andrés Ingi Jónsson, Ari Trausti Guðmundsson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir. Katrín var gestur hjá Kristjáni Kristjánssyni á Sprengisandi í morgun og ræddi um þingsályktunartillöguna og kjarasamningana sem voru undirritaðir á dögunum. Katrín segir að eðlilegt sé að þjóðin fái að greiða atkvæði um aðildina. Hún hafi meira að segja verið einn af flutningsmönnum sambærilegrar tillögu á kjörtímabili áranna 2009-2013. „Ég hef auðvitað alltaf sagt það að það er eðlilegt að við veltum því fyrir okkur hvort svona ákvarðanir eigi ekki að taka í þjóðaratkvæðagreiðslu en hins vegar er ég ekki með á þessari tillögu núna af því ég hef skrifað undir stjórnarsáttmála og hef ákveðnu hlutverki að gegna sem forsætisráðherra gagnvart Atlantshafsbandalaginu. Þannig að ég er ekki á henni núna en hef verið á henni áður.“ Spurð hvort hún hyggist greiða atkvæði með eða á móti tillögunni svarar Katrín: „Ja, nú skulum við bara sjá með það en það er auðvitað svo að mín hreyfing hefur verið eina stjórnmálahreyfingin sem hefur lýst opinni andstöðu við NATÓ en það breytir því ekki að okkar stefna er alveg óbreytt en við höfum hins vegar undirgengist það í stjórnarsáttmála að fallast bara á þjóðaröryggisstefnuna þar sem þetta er ein af grunnstoðunum af þeim sem eru nefndar þannig að ég stend við hann.“ Þrátt fyrir að vera búin að fallast á ákveðna málamiðlun í málinu segist hún bíða spennt eftir því að VG fái 52% atkvæða til að koma málinu raunverulega á dagskrá.
Alþingi NATO Utanríkismál Tengdar fréttir Ávarpaði sameinaðan þingfund fyrstur framkvæmdastjóra NATO Jens Stoltenberg sagði bandalagið standa sterkara en áður. 3. apríl 2019 19:00 Þjóðin kjósi um aðild að NATO Átta þingmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að ríkisstjórnin efni til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. 1. apríl 2019 07:15 Samstaða á sjötíu ára afmæli NATO Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sótti fund utanríkisráðherra NATO í Washington. Rætt um samskiptin við Rússa, hryðjuverkaógnina og stöðuna í Úkraínu. 5. apríl 2019 08:00 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Sjá meira
Ávarpaði sameinaðan þingfund fyrstur framkvæmdastjóra NATO Jens Stoltenberg sagði bandalagið standa sterkara en áður. 3. apríl 2019 19:00
Þjóðin kjósi um aðild að NATO Átta þingmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að ríkisstjórnin efni til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. 1. apríl 2019 07:15
Samstaða á sjötíu ára afmæli NATO Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sótti fund utanríkisráðherra NATO í Washington. Rætt um samskiptin við Rússa, hryðjuverkaógnina og stöðuna í Úkraínu. 5. apríl 2019 08:00
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent