Kollspyrnur Benzema tryggðu Madrídingum stigin þrjú

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Benzema hefur verið drjúgur í vetur.
Benzema hefur verið drjúgur í vetur. vísir/getty
Karim Benzema gerði gæfumuninn þegar Real Madrid bar sigurorð af Eibar, 2-1, í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Hann skoraði bæði mörk Evrópumeistaranna og er kominn með 17 deildarmörk í vetur.

Eibar vann fyrri deildarleik liðanna, 3-0, og smáliðið leiddi í hálfleik á Santiago Bernabéu í dag. Marc Cardona kom þeim á 39. mínútu.

Real Madrid lék mun betur í seinni hálfleik en þeim fyrri og á 59. mínútu skallaði Benzema fyrirgjöf Marcos Asensio í netið.

Þegar níu mínútur voru til leiksloka skoraði Benzema aftur með skalla, að þessu sinni eftir fyrirgjöf frá Toni Kroos.

Fleiri urðu mörkin ekki og Real Madrid fagnaði þriðja sigri sínum í fjórum leikjum eftir að Zinedine Zidane tók aftur við liðinu.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira