Ný leið Hörður Ægisson skrifar 5. apríl 2019 07:00 Óvissunni hefur loksins verið aflétt. Stemningin fyrir verkfallsaðgerðum, samtímis fjöldauppsögnum og niðursveiflu í efnahagslífinu, reyndist afar lítil þegar á hólminn var komið. Það þurfti hins vegar því miður að koma til gjaldþrots kerfislega mikilvægs fyrirtækis. Reynslulitlir leiðtogar hinnar nýju herskáu verkalýðshreyfingar rákust harkalega á hinn efnahagslega veruleika við fall WOW air. Við þessar efnahagsaðstæður, sem voru eins fyrirsjáanlegar og hugsast getur, var ljóst að breyta þurfti um kúrs. Eftir einar hatrömmustu deilur sem sést hafa um langt skeið sýndu aðilar vinnumarkaðarins þá ábyrgð sem kallað var eftir. Stærstu stéttarfélögin, sem höfðu mislesið stöðuna framan af og haldið til streitu kröfum sem aldrei var innstæða fyrir, sáu að sér og komu myndarlega til móts við þá miklu og réttmætu gagnrýni – sem sumir kusu að kalla hræðsluáróður – sem þau höfðu fengið á sig. Það er lofsvert og niðurstaðan er nærri fjögurra ára kjarasamningur sem ætti að styðja við stöðugleika, bæði efnahags- og félagslegan, á komandi árum. Á því græða allir. Það var ávallt ljóst að svigrúm atvinnulífsins væri hverfandi. Flestir þekkja ástæðurnar. Rekstrarumhverfi fyrirtækja, einkum í útflutningsgreinunum, hefur versnað til muna síðustu ár samhliða gengisstyrkingu og gríðarlegum nafnlaunahækkunum. Kjarasamningurinn ber þess merki að miklar launahækkanir voru ekki í boði í þetta sinn. Það hefur legið lengi fyrir að aðkoma stjórnvalda, að því marki sem hægt var, gæti því skipt sköpum til að miðla málum. Það varð reyndin en útspil ríkisstjórnarinnar, meðal annars skattalækkanir, auknar barnabætur og aðgerðir í húsnæðismálum, er metið á um 80 milljarða yfir samningstímabilið. Ríkisstjórnin var ekki hvað síst mynduð til að tryggja stöðugleika á vinnumarkaði. Nú þegar það er að takast, sem um tíma var ekki útlit fyrir að yrði niðurstaðan, er ljóst að staða hennar – og þá einkum Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra – hefur styrkst til muna. Það er samt teflt á tæpasta vað. Talsverð hækkun lægstu launa, eða sem nemur 90 þúsundum króna á samningstímabilinu, verður sumum fyrirtækjum þungbær og afleiðingarnar munu brjótast fram í fækkun starfsfólks og/eða hækkandi verðlagi. Þá er hættan sú, sem helgast af þeirri staðreynd að tekjujöfnuður er óvíða meiri en hér á landi, að slíkar hækkanir eigi eftir að leita upp í millitekjuhópana. Á móti kemur að samið er um hóflegar almennar launahækkanir, sem jafngilda um 2,5 prósentum á ári sé litið til meðalheildarlauna, sem styður við verðbólgumarkmið Seðlabankans. Sú leið sem einnig er farin, sem er nýmæli, að aukinn hagvöxtur gefi af sér meiri launahækkanir er til eftirbreytni. Hún er viðurkenning á þeim sannindum, sem sumir hafa skeytt lítið um, að laun verða aldrei ákvörðuð án tillits til verðmætasköpunar í hagkerfinu. Stærsti ávinningur launafólks er ekki endilega fólginn í krónutöluhækkunum. Fyrir meginþorra heimila, sem þurfa að greiða mánaðarlegar afborganir af húsnæðislánum sínum, skiptir ekki síður máli að hér skapist skilyrði fyrir því að vextir lækki á sama tíma og það er að kreppa að í efnahagslífinu. Ein af forsendunum sem samningarnar hvíla á, sem vegur ekki að sjálfstæði Seðlabankans á nokkurn hátt, er einmitt að vextir lækki verulega fram í september 2020. Þeir kjarasamningar sem nú hafa náðst þýða að raunhæft er að ætla að slíkar vaxalækkanir verði að veruleika. Það yrði þá söguleg niðurstaða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Óvissunni hefur loksins verið aflétt. Stemningin fyrir verkfallsaðgerðum, samtímis fjöldauppsögnum og niðursveiflu í efnahagslífinu, reyndist afar lítil þegar á hólminn var komið. Það þurfti hins vegar því miður að koma til gjaldþrots kerfislega mikilvægs fyrirtækis. Reynslulitlir leiðtogar hinnar nýju herskáu verkalýðshreyfingar rákust harkalega á hinn efnahagslega veruleika við fall WOW air. Við þessar efnahagsaðstæður, sem voru eins fyrirsjáanlegar og hugsast getur, var ljóst að breyta þurfti um kúrs. Eftir einar hatrömmustu deilur sem sést hafa um langt skeið sýndu aðilar vinnumarkaðarins þá ábyrgð sem kallað var eftir. Stærstu stéttarfélögin, sem höfðu mislesið stöðuna framan af og haldið til streitu kröfum sem aldrei var innstæða fyrir, sáu að sér og komu myndarlega til móts við þá miklu og réttmætu gagnrýni – sem sumir kusu að kalla hræðsluáróður – sem þau höfðu fengið á sig. Það er lofsvert og niðurstaðan er nærri fjögurra ára kjarasamningur sem ætti að styðja við stöðugleika, bæði efnahags- og félagslegan, á komandi árum. Á því græða allir. Það var ávallt ljóst að svigrúm atvinnulífsins væri hverfandi. Flestir þekkja ástæðurnar. Rekstrarumhverfi fyrirtækja, einkum í útflutningsgreinunum, hefur versnað til muna síðustu ár samhliða gengisstyrkingu og gríðarlegum nafnlaunahækkunum. Kjarasamningurinn ber þess merki að miklar launahækkanir voru ekki í boði í þetta sinn. Það hefur legið lengi fyrir að aðkoma stjórnvalda, að því marki sem hægt var, gæti því skipt sköpum til að miðla málum. Það varð reyndin en útspil ríkisstjórnarinnar, meðal annars skattalækkanir, auknar barnabætur og aðgerðir í húsnæðismálum, er metið á um 80 milljarða yfir samningstímabilið. Ríkisstjórnin var ekki hvað síst mynduð til að tryggja stöðugleika á vinnumarkaði. Nú þegar það er að takast, sem um tíma var ekki útlit fyrir að yrði niðurstaðan, er ljóst að staða hennar – og þá einkum Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra – hefur styrkst til muna. Það er samt teflt á tæpasta vað. Talsverð hækkun lægstu launa, eða sem nemur 90 þúsundum króna á samningstímabilinu, verður sumum fyrirtækjum þungbær og afleiðingarnar munu brjótast fram í fækkun starfsfólks og/eða hækkandi verðlagi. Þá er hættan sú, sem helgast af þeirri staðreynd að tekjujöfnuður er óvíða meiri en hér á landi, að slíkar hækkanir eigi eftir að leita upp í millitekjuhópana. Á móti kemur að samið er um hóflegar almennar launahækkanir, sem jafngilda um 2,5 prósentum á ári sé litið til meðalheildarlauna, sem styður við verðbólgumarkmið Seðlabankans. Sú leið sem einnig er farin, sem er nýmæli, að aukinn hagvöxtur gefi af sér meiri launahækkanir er til eftirbreytni. Hún er viðurkenning á þeim sannindum, sem sumir hafa skeytt lítið um, að laun verða aldrei ákvörðuð án tillits til verðmætasköpunar í hagkerfinu. Stærsti ávinningur launafólks er ekki endilega fólginn í krónutöluhækkunum. Fyrir meginþorra heimila, sem þurfa að greiða mánaðarlegar afborganir af húsnæðislánum sínum, skiptir ekki síður máli að hér skapist skilyrði fyrir því að vextir lækki á sama tíma og það er að kreppa að í efnahagslífinu. Ein af forsendunum sem samningarnar hvíla á, sem vegur ekki að sjálfstæði Seðlabankans á nokkurn hátt, er einmitt að vextir lækki verulega fram í september 2020. Þeir kjarasamningar sem nú hafa náðst þýða að raunhæft er að ætla að slíkar vaxalækkanir verði að veruleika. Það yrði þá söguleg niðurstaða.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun