Farþegar WOW air yngri, dvöldu skemur og eyddu minna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. apríl 2019 11:26 Ferðamenn sjást hér lenda á Keflavíkurflugvelli með flugi WOW air í sumar. Vísir/vilhelm Samsetning WOW air ferðamanna eftir markaðssvæðum var ólík samsetningu ferðamanna Icelandair og annarra flugfélaga samkvæmt greiningu Ferðamálastofu á könnum meðal erlendra ferðamanna sem framkvæmd var á síðasta ári.Ferðamálastofa hefur birt lykilniðurstöður úr könnunni á vef stofnunarinnar. Ráðist var í greininguna vegna gjaldþrots WOW air til þess að fá mynd af ferðamynstri þeirra farþega sem komu með félaginu til landsins á síðasta ári. Í greiningunni kemur fram að hlutfall ferðamanna í yngri aldurshópum var hærra hjá WOW air en hjá öðrum flugfélögum, ferðamenn sem komu með WOW air dvöldu skemur en aðrir ferðamenn. Þá nýttu þeir sér íbúðagistingu á borð við AirBnb í meira mæli en aðrir ferðamenn. Auk þess voru meðalútgjöld ferðamanna WOW air lægri en ferðamanna Icelandair en álíka há og þeirra sem ferðuðust með öðrum flugfélögum. Ferðamenn sem komu til landsins með WOW air dvöldu að jafnaði sex nætur hér á landi á síðasta ári en meðaldvalarlengd ferðamanna á sama tíma var 6,3 nætur. Ferðamenn Icelandair dvöldu hér á landi í 6,4 nætur og farþegar annarra flugfélag 6,5 nætur.Mynd/Ferðamálastofa.Þá kemur fram að farþegar WOW air hafi skorið sig töluvert úr þegar kom að tegund gistingar. Um 38 prósent farþega WOW air gistu á hótelum, marktækt lægra hlutfall en hjá Icelandair-farþegum og þeim sem ferðuðust með öðrum flugfélögum, 47 prósent annars vegar og 42 prósent hins vegar. Fimmtungur ferðamanna WOW air gisti íbúðagistingu sem var marktækt hærra hlutfall en hjá ferðamönnum Icelandair (17 prósent) og annarra flugfélaga (15 prósent).Mynd/Ferðamálastofa60 prósent farþega WOW air var yngri en 34 ára en aðeins 46 prósent farþega Icelandair voru á sama aldursbili. Þegar niðurstöður eru skoðaðar eftir útgjöldum ferðamanna hér á landi og eftir því með hvaða flugfélagi var ferðast kemur í ljós að meðalútgjöld WOW air ferðamanna voru lægri en Icelandair ferðamanna og þeirra sem komu með öðrum flugfélögum. Meðalútgjöld WOW air ferðamanna voru 189.600 árið 2018, 222.400 að sumri og 151.700 að vetri en sömu tölur hjá Icelandair voru 233.937 árið 2018, 206.756 að sumri og 256.765 að sumri. Þá eyddu farþegar WOW air að meðaltali marktækt minna en ferðamenn Icelandair á kaffihúsum og veitingastöðum. Ekki var hins vegar marktækur munir á meðalútgjöldum ferðamanna í gistingu.Greiningu Ferðamálastofu má nálgast hér.Mynd/Ferðamálastofa. Ferðamennska á Íslandi WOW Air Tengdar fréttir Fall WOW air: „Allt vinnur þetta svolítið gegn landsbyggðinni“ Ráðherra ferðamála segir ljóst að fall WOW air muni hafa mest áhrif á ferðaþjónustufyrirtæki á landsbygðinni. Þar séu smærri fyrirtæki sem þoli ef til vill höggið sem fylgir gjaldþroti flugfélagsins verr en þau stærri. 4. apríl 2019 10:26 700 umsóknir til Vinnumálastofnunar vegna WOW air Rúmlega 700 umsóknir hafa borist Vinnumálastofnun vegna gjaldþrots WOW air. Flugliðar í fullu námi sem fá ekki atvinnuleysisbætur óska eftir því að stofnunin grípi inn í varðandi tímabundnar greiðslur. 40 fyrrverandi flugmenn WOW air hafa sótt um vinnu hjá erlendu flugfélagi sem kynnti starfsemi sína hér á landi í dag. 2. apríl 2019 20:00 Skúli reiknar með að tapa sjálfur fjórum milljörðum á falli WOW Skúli Mogensen, stofnandi WOW air, fer yfir aðdraganda falls WOW air í aðsendri grein sem barst síðdegis í dag. 3. apríl 2019 17:15 Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Samsetning WOW air ferðamanna eftir markaðssvæðum var ólík samsetningu ferðamanna Icelandair og annarra flugfélaga samkvæmt greiningu Ferðamálastofu á könnum meðal erlendra ferðamanna sem framkvæmd var á síðasta ári.Ferðamálastofa hefur birt lykilniðurstöður úr könnunni á vef stofnunarinnar. Ráðist var í greininguna vegna gjaldþrots WOW air til þess að fá mynd af ferðamynstri þeirra farþega sem komu með félaginu til landsins á síðasta ári. Í greiningunni kemur fram að hlutfall ferðamanna í yngri aldurshópum var hærra hjá WOW air en hjá öðrum flugfélögum, ferðamenn sem komu með WOW air dvöldu skemur en aðrir ferðamenn. Þá nýttu þeir sér íbúðagistingu á borð við AirBnb í meira mæli en aðrir ferðamenn. Auk þess voru meðalútgjöld ferðamanna WOW air lægri en ferðamanna Icelandair en álíka há og þeirra sem ferðuðust með öðrum flugfélögum. Ferðamenn sem komu til landsins með WOW air dvöldu að jafnaði sex nætur hér á landi á síðasta ári en meðaldvalarlengd ferðamanna á sama tíma var 6,3 nætur. Ferðamenn Icelandair dvöldu hér á landi í 6,4 nætur og farþegar annarra flugfélag 6,5 nætur.Mynd/Ferðamálastofa.Þá kemur fram að farþegar WOW air hafi skorið sig töluvert úr þegar kom að tegund gistingar. Um 38 prósent farþega WOW air gistu á hótelum, marktækt lægra hlutfall en hjá Icelandair-farþegum og þeim sem ferðuðust með öðrum flugfélögum, 47 prósent annars vegar og 42 prósent hins vegar. Fimmtungur ferðamanna WOW air gisti íbúðagistingu sem var marktækt hærra hlutfall en hjá ferðamönnum Icelandair (17 prósent) og annarra flugfélaga (15 prósent).Mynd/Ferðamálastofa60 prósent farþega WOW air var yngri en 34 ára en aðeins 46 prósent farþega Icelandair voru á sama aldursbili. Þegar niðurstöður eru skoðaðar eftir útgjöldum ferðamanna hér á landi og eftir því með hvaða flugfélagi var ferðast kemur í ljós að meðalútgjöld WOW air ferðamanna voru lægri en Icelandair ferðamanna og þeirra sem komu með öðrum flugfélögum. Meðalútgjöld WOW air ferðamanna voru 189.600 árið 2018, 222.400 að sumri og 151.700 að vetri en sömu tölur hjá Icelandair voru 233.937 árið 2018, 206.756 að sumri og 256.765 að sumri. Þá eyddu farþegar WOW air að meðaltali marktækt minna en ferðamenn Icelandair á kaffihúsum og veitingastöðum. Ekki var hins vegar marktækur munir á meðalútgjöldum ferðamanna í gistingu.Greiningu Ferðamálastofu má nálgast hér.Mynd/Ferðamálastofa.
Ferðamennska á Íslandi WOW Air Tengdar fréttir Fall WOW air: „Allt vinnur þetta svolítið gegn landsbyggðinni“ Ráðherra ferðamála segir ljóst að fall WOW air muni hafa mest áhrif á ferðaþjónustufyrirtæki á landsbygðinni. Þar séu smærri fyrirtæki sem þoli ef til vill höggið sem fylgir gjaldþroti flugfélagsins verr en þau stærri. 4. apríl 2019 10:26 700 umsóknir til Vinnumálastofnunar vegna WOW air Rúmlega 700 umsóknir hafa borist Vinnumálastofnun vegna gjaldþrots WOW air. Flugliðar í fullu námi sem fá ekki atvinnuleysisbætur óska eftir því að stofnunin grípi inn í varðandi tímabundnar greiðslur. 40 fyrrverandi flugmenn WOW air hafa sótt um vinnu hjá erlendu flugfélagi sem kynnti starfsemi sína hér á landi í dag. 2. apríl 2019 20:00 Skúli reiknar með að tapa sjálfur fjórum milljörðum á falli WOW Skúli Mogensen, stofnandi WOW air, fer yfir aðdraganda falls WOW air í aðsendri grein sem barst síðdegis í dag. 3. apríl 2019 17:15 Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Fall WOW air: „Allt vinnur þetta svolítið gegn landsbyggðinni“ Ráðherra ferðamála segir ljóst að fall WOW air muni hafa mest áhrif á ferðaþjónustufyrirtæki á landsbygðinni. Þar séu smærri fyrirtæki sem þoli ef til vill höggið sem fylgir gjaldþroti flugfélagsins verr en þau stærri. 4. apríl 2019 10:26
700 umsóknir til Vinnumálastofnunar vegna WOW air Rúmlega 700 umsóknir hafa borist Vinnumálastofnun vegna gjaldþrots WOW air. Flugliðar í fullu námi sem fá ekki atvinnuleysisbætur óska eftir því að stofnunin grípi inn í varðandi tímabundnar greiðslur. 40 fyrrverandi flugmenn WOW air hafa sótt um vinnu hjá erlendu flugfélagi sem kynnti starfsemi sína hér á landi í dag. 2. apríl 2019 20:00
Skúli reiknar með að tapa sjálfur fjórum milljörðum á falli WOW Skúli Mogensen, stofnandi WOW air, fer yfir aðdraganda falls WOW air í aðsendri grein sem barst síðdegis í dag. 3. apríl 2019 17:15