17 þúsund króna hækkun strax og 26 þúsund króna eingreiðsla handan við hornið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. apríl 2019 00:26 Drífa Snædal og Katrín Jakobsdóttir að lokinni kynningu um það leyti sem klukkan sló miðnætti. Vísir/Vilhelm Kjarasamningar verslunar-, skrifstofu- og verkafólks sem undirritaðir voru í dag gilda frá 1. apríl síðastliðnum og til 1. nóvember 2022. Um er að ræða þriggja ára og átta mánaða samningstíma. Í tilkynningu frá Alþýðusambandi Íslands eru tölulegar breytingar kynntar sem samningurinn felur í sér. 17 þúsund krónu hækkun verður á öll mánaðarlaun frá 1. apríl 2019. Lægstu laun hækka mest og er um að ræða 30% hækkun á lægsta taxta. Þá verður aukið vinnustaðalýðræði með möguleika á verulegri styttingu vinnutímans sem ASÍ segir vera mestu breytingar í hálfa öld. Eingreiðsla upp á 26 þúsund krónur kemur til útborgunar í byrjun maí 2019. Þá eru skilyrði sköpuð fyrir verulega vaxtalækkun á samningstímanum og skattbyrði hinna tekjulægstu lækkar um 10 þúsund kr. á mánuði. Nánar um tölulegar breytingar að neðan.Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.Vísir/VilhelmAlmenn hækkun á mánaðarlaun fyrir fullt starf1. apríl 2019 17.000 kr. á mánuði 1. apríl 2020 18.000 kr. 1. janúar 2021 15.750 kr. 1. janúar 2022 17.250 kr.Kauptaxtar hækka sérstaklega 1. apríl 2019 17.000 kr. 1. apríl 2020 24.000 kr. 1. janúar 2021 23.000 kr. 1. janúar 2022 26.000 kr. Á árunum 2020-2023 komi til framkvæmda launaauki að gefinni ákveðinnar þróunar á vergri landsframleiðslu á hvern íbúa. Tenging við hagvöxt (hagvaxtarauki) tryggir launafólki hlutdeild í verðmætasköpuninni. Þetta ákvæði nýtist best þeim tekjulægri þar sem þessi hækkun fer af fullum þunga á taxtakaup og ¾ á önnur laun. Hagvaxtarauki getur hækkað taxtalaun um 3-13 þúsund á ári eftir því hvað verg landsframleiðsla á mann hækkar mikið á tímabilinu. 2,5% hækkun á aðra liði kjarasamninganna eins og bónusa 2020-2022.Lágmarkstekjur fyrir fullt starf 1. apríl 2019 317.000 kr. á mánuði 1. apríl 2020 335.000 kr. 1. janúar 2021 351.000 kr. 1. janúar 2022 368.000 krDesemberuppót (var 89.000 kr. 2018) 2019 92.000 kr. 2020 94.000 kr. 2021 96.000 kr. 2022 98.000 kr.Orlofsuppbót fyrir hvert orlofsár (var 48.000 kr. 2018) 1. maí 2019 50.000 kr. 1. maí 2020 51.000 kr. 1. maí 2021 52.000 kr. 1. maí 2022 53.000 kr. Eingreiðslan kemur sem sérstakt álag á orlofsuppbót árið 2019 uppá 26.000 kr. sem greiðist eigi síðar en 2. maí 2019.Forsendur kjarasamninganna eru eftirfarandi Kaupmáttur launa hafi aukist á samningstímabilinu skv. launavísitölu Hagstofu Íslands. Vextir lækki verulega fram að endurskoðun samnings í september 2020 og haldist lágir út samningstímann. Stjórnvöld standi við gefin fyrirheit skv. yfirlýsingum ríkisstjórnarinnar í tengslum við gerð kjarasamninganna. Forsendur kjarasamninga verða metnar í september 2020 og september 2021. Forsendunefnd verður skipuð þremur fulltrúum frá hvorum samningsaðila. Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Kjarasamningar verslunar-, skrifstofu- og verkafólks sem undirritaðir voru í dag gilda frá 1. apríl síðastliðnum og til 1. nóvember 2022. Um er að ræða þriggja ára og átta mánaða samningstíma. Í tilkynningu frá Alþýðusambandi Íslands eru tölulegar breytingar kynntar sem samningurinn felur í sér. 17 þúsund krónu hækkun verður á öll mánaðarlaun frá 1. apríl 2019. Lægstu laun hækka mest og er um að ræða 30% hækkun á lægsta taxta. Þá verður aukið vinnustaðalýðræði með möguleika á verulegri styttingu vinnutímans sem ASÍ segir vera mestu breytingar í hálfa öld. Eingreiðsla upp á 26 þúsund krónur kemur til útborgunar í byrjun maí 2019. Þá eru skilyrði sköpuð fyrir verulega vaxtalækkun á samningstímanum og skattbyrði hinna tekjulægstu lækkar um 10 þúsund kr. á mánuði. Nánar um tölulegar breytingar að neðan.Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.Vísir/VilhelmAlmenn hækkun á mánaðarlaun fyrir fullt starf1. apríl 2019 17.000 kr. á mánuði 1. apríl 2020 18.000 kr. 1. janúar 2021 15.750 kr. 1. janúar 2022 17.250 kr.Kauptaxtar hækka sérstaklega 1. apríl 2019 17.000 kr. 1. apríl 2020 24.000 kr. 1. janúar 2021 23.000 kr. 1. janúar 2022 26.000 kr. Á árunum 2020-2023 komi til framkvæmda launaauki að gefinni ákveðinnar þróunar á vergri landsframleiðslu á hvern íbúa. Tenging við hagvöxt (hagvaxtarauki) tryggir launafólki hlutdeild í verðmætasköpuninni. Þetta ákvæði nýtist best þeim tekjulægri þar sem þessi hækkun fer af fullum þunga á taxtakaup og ¾ á önnur laun. Hagvaxtarauki getur hækkað taxtalaun um 3-13 þúsund á ári eftir því hvað verg landsframleiðsla á mann hækkar mikið á tímabilinu. 2,5% hækkun á aðra liði kjarasamninganna eins og bónusa 2020-2022.Lágmarkstekjur fyrir fullt starf 1. apríl 2019 317.000 kr. á mánuði 1. apríl 2020 335.000 kr. 1. janúar 2021 351.000 kr. 1. janúar 2022 368.000 krDesemberuppót (var 89.000 kr. 2018) 2019 92.000 kr. 2020 94.000 kr. 2021 96.000 kr. 2022 98.000 kr.Orlofsuppbót fyrir hvert orlofsár (var 48.000 kr. 2018) 1. maí 2019 50.000 kr. 1. maí 2020 51.000 kr. 1. maí 2021 52.000 kr. 1. maí 2022 53.000 kr. Eingreiðslan kemur sem sérstakt álag á orlofsuppbót árið 2019 uppá 26.000 kr. sem greiðist eigi síðar en 2. maí 2019.Forsendur kjarasamninganna eru eftirfarandi Kaupmáttur launa hafi aukist á samningstímabilinu skv. launavísitölu Hagstofu Íslands. Vextir lækki verulega fram að endurskoðun samnings í september 2020 og haldist lágir út samningstímann. Stjórnvöld standi við gefin fyrirheit skv. yfirlýsingum ríkisstjórnarinnar í tengslum við gerð kjarasamninganna. Forsendur kjarasamninga verða metnar í september 2020 og september 2021. Forsendunefnd verður skipuð þremur fulltrúum frá hvorum samningsaðila.
Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira