Fyrsta tap Zidane eftir endurkomuna til Madrídar Anton Ingi Leifsson skrifar 3. apríl 2019 21:15 Lýsandi mynd fyrir leik kvöldsins. vísir/getty Zinedine Zidane tapaði sínum fyrsta leik eftir endurkomuna til Real Madrid er Madrídingar töpuðu 2-1 fyrir Valencia á útivelli í spænska boltanum í kvöld. Þetta var þriðji leikur Real undir stjórn Zidane eftir að hann snéri aftur og hafði Real unnið fyrstu tvo leikina með markatölunni 5-2. Goncalo Guedes kom Valencia yfir á 35. mínútu og var staðan 1-0 í hálfleik. Sjö mínútum fyrir leikslok var það svo varnarmaðurinn Ezequiel Garay sem tvöfaldaði forystuna. Í uppbótartíma minnkaði Karim Benzema muninn en nær komust gestirnir ekki og mikilvægur sigur Valencia. Real er því áfram í þriðja sætinu með 57 stig, þrettán stigum á eftir toppliði Barcelona, og fimm stigum á eftir Atletico Madrid sem er í öðru sætinu. Valencia er í fimmta sætinu með 46 stig. Þeir eru í mikilli baráttu við Getafe og fleiri lið um sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Spænski boltinn
Zinedine Zidane tapaði sínum fyrsta leik eftir endurkomuna til Real Madrid er Madrídingar töpuðu 2-1 fyrir Valencia á útivelli í spænska boltanum í kvöld. Þetta var þriðji leikur Real undir stjórn Zidane eftir að hann snéri aftur og hafði Real unnið fyrstu tvo leikina með markatölunni 5-2. Goncalo Guedes kom Valencia yfir á 35. mínútu og var staðan 1-0 í hálfleik. Sjö mínútum fyrir leikslok var það svo varnarmaðurinn Ezequiel Garay sem tvöfaldaði forystuna. Í uppbótartíma minnkaði Karim Benzema muninn en nær komust gestirnir ekki og mikilvægur sigur Valencia. Real er því áfram í þriðja sætinu með 57 stig, þrettán stigum á eftir toppliði Barcelona, og fimm stigum á eftir Atletico Madrid sem er í öðru sætinu. Valencia er í fimmta sætinu með 46 stig. Þeir eru í mikilli baráttu við Getafe og fleiri lið um sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti