Sleggjan í Fjölskyldugarðinn og hringekjan gerð upp Atli Ísleifsson skrifar 1. apríl 2019 13:07 Hringekjan hefur þurft að þola íslenskra veðráttu í um tuttugu ár og er kominn tími á andlitslyftingu. Vísir/Atli Gestir Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa tekið eftir að lítið er eftir af hringekjunni sem staðið hefur í garðinum síðustu ár og áratugi. Þorkell Heiðarsson, framkvæmdastjóri garðsins, segir að verið sé að gera hringekjuna upp og að mikið standi til í garðinum á næstu mánuðum. Þorkell segir að þannig verði Sleggjan, sem var eitt helsta aðdráttarafl Smáratívolís í Smáralind sem nýverið lokaði, sett saman og opnuð í Fjölskyldugarðinum í sumar. Hann segir að ákveðið hafi verið að taka hringekjuna í Húsdýragarðinum í sundur og gera hana upp þar sem hún hafi verið mjög slitin. „Hún var smíðuð fyrir um tuttugu árum og er búin að standa úti og þola íslenska veðráttu síðan. Hún var því orðin mjög illa farin og er verið að taka hana í gegn.“ Þorkell segir að hringekjan hafi verið tekin í sundur og einingar sendar til framleiðandans á Ítalíu þar sem þær eru málaðar upp á nýtt. Verði hringekjan svo sett saman á ný og standi vonir til að það gerist í maí, fyrir sumarvertíðina. „Það fer eftir því hvernig gengur að gera við þessa hluti úti.“ Sleggjan svokallaða í Smáratívolíi.Smáratívolí Á nýjan stað Þorkell segist gera ráð fyrir að hringekjan verði flutt úr Húsdýragarðinum og í Fjölskyldugarðinn þar sem alltaf stóð til að hún ætti að vera. Hringekjunni hafi upphaflega verið komið fyrir við hlið hestagerðisins í garðinum til bráðabirgða þar sem hún svo ílengdist. Ráðist var í miklar framkvæmdir í Fjölskyldugarðinum á síðasta ári þar sem nýr fallturn var meðal annars opnaður, ökuskólinn tekinn í gegn og nýr leikkastali settur saman. Þorkell segir að áframhald verði í sumar. „Við höldum áfram í sumar og munum leggja nokkra áherslu á svæði sem hefur verið að koðna niður á síðustu árum, þar sem torfærubílarnir voru hér áður fyrr.“ Hann segir að með komu Sleggjunnar og nýjum fallturni sé verið að svara kalli um að höfða betur til eldri barna og unglinga. Börn og uppeldi Reykjavík Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Tengdar fréttir Rekstur Smáratívolís þungur alveg frá opnun Smáratívolí mun loka í lok febrúar næstkomandi. 27. desember 2018 13:50 Smáratívolí heyrir brátt sögunni til Smáratívolí í Smáralind mun hætta starfsemi í lok febrúar. 27. desember 2018 09:20 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fleiri fréttir Umdeildur brottflutningur vekur ugg innan Samfylkingarinnar Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Sjá meira
Gestir Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa tekið eftir að lítið er eftir af hringekjunni sem staðið hefur í garðinum síðustu ár og áratugi. Þorkell Heiðarsson, framkvæmdastjóri garðsins, segir að verið sé að gera hringekjuna upp og að mikið standi til í garðinum á næstu mánuðum. Þorkell segir að þannig verði Sleggjan, sem var eitt helsta aðdráttarafl Smáratívolís í Smáralind sem nýverið lokaði, sett saman og opnuð í Fjölskyldugarðinum í sumar. Hann segir að ákveðið hafi verið að taka hringekjuna í Húsdýragarðinum í sundur og gera hana upp þar sem hún hafi verið mjög slitin. „Hún var smíðuð fyrir um tuttugu árum og er búin að standa úti og þola íslenska veðráttu síðan. Hún var því orðin mjög illa farin og er verið að taka hana í gegn.“ Þorkell segir að hringekjan hafi verið tekin í sundur og einingar sendar til framleiðandans á Ítalíu þar sem þær eru málaðar upp á nýtt. Verði hringekjan svo sett saman á ný og standi vonir til að það gerist í maí, fyrir sumarvertíðina. „Það fer eftir því hvernig gengur að gera við þessa hluti úti.“ Sleggjan svokallaða í Smáratívolíi.Smáratívolí Á nýjan stað Þorkell segist gera ráð fyrir að hringekjan verði flutt úr Húsdýragarðinum og í Fjölskyldugarðinn þar sem alltaf stóð til að hún ætti að vera. Hringekjunni hafi upphaflega verið komið fyrir við hlið hestagerðisins í garðinum til bráðabirgða þar sem hún svo ílengdist. Ráðist var í miklar framkvæmdir í Fjölskyldugarðinum á síðasta ári þar sem nýr fallturn var meðal annars opnaður, ökuskólinn tekinn í gegn og nýr leikkastali settur saman. Þorkell segir að áframhald verði í sumar. „Við höldum áfram í sumar og munum leggja nokkra áherslu á svæði sem hefur verið að koðna niður á síðustu árum, þar sem torfærubílarnir voru hér áður fyrr.“ Hann segir að með komu Sleggjunnar og nýjum fallturni sé verið að svara kalli um að höfða betur til eldri barna og unglinga.
Börn og uppeldi Reykjavík Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Tengdar fréttir Rekstur Smáratívolís þungur alveg frá opnun Smáratívolí mun loka í lok febrúar næstkomandi. 27. desember 2018 13:50 Smáratívolí heyrir brátt sögunni til Smáratívolí í Smáralind mun hætta starfsemi í lok febrúar. 27. desember 2018 09:20 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fleiri fréttir Umdeildur brottflutningur vekur ugg innan Samfylkingarinnar Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Sjá meira
Rekstur Smáratívolís þungur alveg frá opnun Smáratívolí mun loka í lok febrúar næstkomandi. 27. desember 2018 13:50
Smáratívolí heyrir brátt sögunni til Smáratívolí í Smáralind mun hætta starfsemi í lok febrúar. 27. desember 2018 09:20