Börn hælisleitenda munu stunda nám í Háaleitisskóla Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. apríl 2019 11:22 Stoðdeildin mun taka til starfa í byrjun ágúst. vísir/vilhelm Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum á þriðjudaginn í síðustu viku að frá og með næsta hausti verður starfrækt sérstök stoðdeild í Háaleitisskóla – Álftamýri fyrir börn hælisleitenda. Áætlaður kostnaður borgarinnar er um 14,5 milljónir en ríkið til tíu milljónir króna. Heildarkostnaður er því áætlaður um 24,5 milljónir króna en ráðið verður í eitt stöðugildi deildarstjóra, þrjú föst stöðugildi kennara og eitt stöðugildi stuðningsfulltrúa. Fyrst var greint frá málinu á vef RÚV en í greinargerð sem lögð var fram með tillögunni á fundi skóla- og frístundaráðs kemur fram að stoðdeildin sé fyrst og fremst hugsuð fyrir börn í 3.-10. bekk sem þurfa sértækan stuðning þegar þau hefja nám við grunnskóla í Reykjavík.Áttu upphaflega að fara í Vogaskóla Fyrst og fremst er um að ræða börn umsækjenda um alþjóðlega vernd og í einhverjum tilfellum börn sem eiga að baki mjög rofna skólagöngu erlendis. Áður hafði verið greint frá tillögum þess efnis að börnin færu í Vogaskóla og myndu fá kennslu í húsnæði frístundaheimilis skólans, Vogaseli. Bæði deildarstjóri sérkennslu við skólann, Helga Helgadóttir, sem og skólastjóri hans, Jónína Ólöf Emilsdóttir, lýstu efasemdum sínum með fyrirkomulagið. Þannig sagði Jónína að álagið á skólastarfið í skólanum yrði of mikið, kæmi til þess að öll börn hælisleitenda á grunnskólaaldri myndu sækja nám við skólann. Sagði hún betra ef börnin færu í tvo til þrjá skóla í borginni.Kennarar lýstu mikilli ánægju með verkefnið Nú er hins vegar komin lending í málið. Í greinargerðinni segir að áætlað sé að stoðdeildin taki til starfa þann 1. ágúst næstkomandi. Umsögn skólaráðs Háaleitisskóla liggur fyrir þar sem segir að ráðið leggist ekki gegn stofnun stoðdeildarinnar. Það sé hins vegar mikilvægt að deildinni verði tryggt nægt fjármagn, aðstaða og aðrar bjargir um ókomna framtíð. Þá fjallaði kennarafundur í skólanum einnig um stofnun deildarinnar og lýsti mikilli ánægju með verkefnið. Þá fjallaði foreldrafélag Háaleitisskóla einnig um deildina. Í umsögn félagsins segir að það leggist ekki gegn stofnun stoðdeildarinnar og það treysti því að starfseminni verði tryggt nægt fjármagn. Einnig óskað eftir því að skólayfirvöldum verði gert kleift að aðlaga nemendur og foreldra þeirra sem nú þegar sækja nám í skólanum að nýrri starfsemi með fræðslu og upplýsingagjöf.Lögð áhersla á að byggja upp heildrænan starfsdag barnanna Í greinargerðinni segir að mikilvægt sé að hlúa að þeim nemendum sem séu börn hælisleitenda. Um sé að ræða viðkvæman hóp og að búast megi við því að stór hluti barnanna staldri stutt við í íslensku samfélagi. Lögð verður áhersla á að nemendur verði tímabundið við stoðdeildina á meðan unnið er að mati á námslegri stöðu þeirra og hlúð að félagslegum og sálrænum þáttum þeirra eftir bestu getu. Þá verður einnig lögð áhersla á að byggja upp „heildrænan starfsdag barnanna með tillit til félagslegrar þátttöku í góðu samstarfi við frístundamiðstöðina Kringlumýri og aðra aðila í hverfinu. Búseta nemenda er víðs vegar í Reykjavík og verða samgöngur tryggðar fyrir þau í og úr skóla meðan á dvölinni í stoðdeildinni stendur,“ að því er segir í greinargerðinni. Hælisleitendur Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Starfshópur leggur til að senda öll börn hælisleitenda í Vogaskóla Skýrsla starfshóps um móttöku og aðlögun barna innflytjenda, flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd leggur til að stofnuð verði stoðdeild í Vogaseli við Vogaskóla í Reykjavík. 13. febrúar 2019 22:06 Skólastjóri Vogaskóla óttast álag yrðu öll börn hælisleitenda send þangað Jónína Ólöf Emilsdóttir segir að betra yrði að koma börnum hælisleitenda á grunnskólaaldri fyrir á tveimur til þremur skólum í borginni. 14. febrúar 2019 14:00 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sjá meira
Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum á þriðjudaginn í síðustu viku að frá og með næsta hausti verður starfrækt sérstök stoðdeild í Háaleitisskóla – Álftamýri fyrir börn hælisleitenda. Áætlaður kostnaður borgarinnar er um 14,5 milljónir en ríkið til tíu milljónir króna. Heildarkostnaður er því áætlaður um 24,5 milljónir króna en ráðið verður í eitt stöðugildi deildarstjóra, þrjú föst stöðugildi kennara og eitt stöðugildi stuðningsfulltrúa. Fyrst var greint frá málinu á vef RÚV en í greinargerð sem lögð var fram með tillögunni á fundi skóla- og frístundaráðs kemur fram að stoðdeildin sé fyrst og fremst hugsuð fyrir börn í 3.-10. bekk sem þurfa sértækan stuðning þegar þau hefja nám við grunnskóla í Reykjavík.Áttu upphaflega að fara í Vogaskóla Fyrst og fremst er um að ræða börn umsækjenda um alþjóðlega vernd og í einhverjum tilfellum börn sem eiga að baki mjög rofna skólagöngu erlendis. Áður hafði verið greint frá tillögum þess efnis að börnin færu í Vogaskóla og myndu fá kennslu í húsnæði frístundaheimilis skólans, Vogaseli. Bæði deildarstjóri sérkennslu við skólann, Helga Helgadóttir, sem og skólastjóri hans, Jónína Ólöf Emilsdóttir, lýstu efasemdum sínum með fyrirkomulagið. Þannig sagði Jónína að álagið á skólastarfið í skólanum yrði of mikið, kæmi til þess að öll börn hælisleitenda á grunnskólaaldri myndu sækja nám við skólann. Sagði hún betra ef börnin færu í tvo til þrjá skóla í borginni.Kennarar lýstu mikilli ánægju með verkefnið Nú er hins vegar komin lending í málið. Í greinargerðinni segir að áætlað sé að stoðdeildin taki til starfa þann 1. ágúst næstkomandi. Umsögn skólaráðs Háaleitisskóla liggur fyrir þar sem segir að ráðið leggist ekki gegn stofnun stoðdeildarinnar. Það sé hins vegar mikilvægt að deildinni verði tryggt nægt fjármagn, aðstaða og aðrar bjargir um ókomna framtíð. Þá fjallaði kennarafundur í skólanum einnig um stofnun deildarinnar og lýsti mikilli ánægju með verkefnið. Þá fjallaði foreldrafélag Háaleitisskóla einnig um deildina. Í umsögn félagsins segir að það leggist ekki gegn stofnun stoðdeildarinnar og það treysti því að starfseminni verði tryggt nægt fjármagn. Einnig óskað eftir því að skólayfirvöldum verði gert kleift að aðlaga nemendur og foreldra þeirra sem nú þegar sækja nám í skólanum að nýrri starfsemi með fræðslu og upplýsingagjöf.Lögð áhersla á að byggja upp heildrænan starfsdag barnanna Í greinargerðinni segir að mikilvægt sé að hlúa að þeim nemendum sem séu börn hælisleitenda. Um sé að ræða viðkvæman hóp og að búast megi við því að stór hluti barnanna staldri stutt við í íslensku samfélagi. Lögð verður áhersla á að nemendur verði tímabundið við stoðdeildina á meðan unnið er að mati á námslegri stöðu þeirra og hlúð að félagslegum og sálrænum þáttum þeirra eftir bestu getu. Þá verður einnig lögð áhersla á að byggja upp „heildrænan starfsdag barnanna með tillit til félagslegrar þátttöku í góðu samstarfi við frístundamiðstöðina Kringlumýri og aðra aðila í hverfinu. Búseta nemenda er víðs vegar í Reykjavík og verða samgöngur tryggðar fyrir þau í og úr skóla meðan á dvölinni í stoðdeildinni stendur,“ að því er segir í greinargerðinni.
Hælisleitendur Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Starfshópur leggur til að senda öll börn hælisleitenda í Vogaskóla Skýrsla starfshóps um móttöku og aðlögun barna innflytjenda, flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd leggur til að stofnuð verði stoðdeild í Vogaseli við Vogaskóla í Reykjavík. 13. febrúar 2019 22:06 Skólastjóri Vogaskóla óttast álag yrðu öll börn hælisleitenda send þangað Jónína Ólöf Emilsdóttir segir að betra yrði að koma börnum hælisleitenda á grunnskólaaldri fyrir á tveimur til þremur skólum í borginni. 14. febrúar 2019 14:00 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sjá meira
Starfshópur leggur til að senda öll börn hælisleitenda í Vogaskóla Skýrsla starfshóps um móttöku og aðlögun barna innflytjenda, flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd leggur til að stofnuð verði stoðdeild í Vogaseli við Vogaskóla í Reykjavík. 13. febrúar 2019 22:06
Skólastjóri Vogaskóla óttast álag yrðu öll börn hælisleitenda send þangað Jónína Ólöf Emilsdóttir segir að betra yrði að koma börnum hælisleitenda á grunnskólaaldri fyrir á tveimur til þremur skólum í borginni. 14. febrúar 2019 14:00