Ökumaður á rauðu ljósi ók á barn rétt hjá hinum slysstaðnum á Hringbraut Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. apríl 2019 12:07 Frá slysstað á Hringbraut á föstudaginn langa. Drengurinn var fluttur á slysadeild með minniháttar meiðsl. Mynd/Erik Hirt Ekið var á tólf ára dreng á Hringbraut við Bræðraborgarstíg á föstudaginn langa. Ökumaðurinn ók gegn rauðu ljósi en ekið var á stúlku á svipuðum stað í janúar. Lækkun hámarkshraða hefur þegar tekið gildi á Hringbraut en ekki verður hægt að framfylgja lækkuninni fyrr en merkingar verða settar upp í maí. Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu staðfestir í samtali við Vísi að ekið hafi verið á drenginn, sem var gangandi, á ljósunum við Bræðraborgarstíg um klukkan fimm síðdegis á föstudaginn langa. Drengurinn var fluttur á slysadeild með minniháttar meiðsl.Kom líka að hinu slysinu Erik Hirt, íbúi á Víðimel í grennd við umrædd gatnamót, deildi mynd af viðbragðsaðilum athafna sig á slysstað á föstudaginn langa í íbúahóp Vesturbæinga á Facebook. Erik lýsti þar yfir áhyggjum af stöðunni, sérstaklega í ljósi slyssins í janúar. Þetta ítrekar Erik í samtali við Vísi og segir áhyggjurnar stanslausar. „Ég fylgi börnunum mínum í skólann á hverjum degi, þeir eru að verða tíu og ellefu ára, en ég labba enn þá með þeim yfir Hringbrautina. Ég kom að hinu slysinu í vetur líka, það gerðist andartaki áður en ég kom að.“Sjá einnig: Brunaði yfir á rauðu ljósi eftir að gangbrautarvörður var farinn Þá kveðst Erik hafa beðið lengi eftir því að ljósin við Bræðraborgarstíg verði löguð. Nú sé staðan þannig að gangandi vegfarendur þurfi að bíða óhemju lengi eftir því að komast yfir götuna á grænu ljósi. Þetta skapi hættu. „Hálftíma eftir slysið á föstudaginn langa sá ég föður labba yfir á rauðu með barnið sitt. Hann nennti ekki að bíða lengur,“ segir Erik.Þessi mynd var tekin að morgni dags við gönguljósin á Hringbraut við Meistaravelli daginn eftir slysið í janúar. Ökumaður á jeppa brunar yfir á rauðu ljósi.Vísir/Kolbeinn TumiLækkunin þegar í gildi en merkingar ekki settar upp fyrr en í maí Umferðaröryggi við Hringbraut komst í hámæli eftir að keyrt var á þrettán ára stúlku þann 9. janúar síðastliðinn á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla, aðeins nokkrum metrum frá slysstaðnum á föstudaginn langa. Í byrjun apríl samþykkti lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu að lækka hámarkshraða víða í Vesturbænum, m.a. á Hringbraut milli Sæmundargötu og Ánanausta, úr 50 kílómetra á klukkustund niður í 40 kílómetra á klukkustund. Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að lækkunin hafi þegar tekið gildi, þ.e. hún hafi verið auglýst í Stjórnartíðindum í byrjun apríl. Lögregla muni byrja að sekta fyrir of hraðan akstur í götunni þegar nýjar hraðamerkingar verði settar upp. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Vísi að merkingarnar verði settar upp í byrjun maí. Reykjavík Samgöngur Samgönguslys Skipulag Umferðaröryggi Tengdar fréttir Hámarkshraði lækkaður víða í Vesturbænum Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, hefur staðfest lækkun hámarkshraða á Hringbraut, Hofsvallagötu, Birkimel, Hagatorgi og víðar í Vesturbænum. 6. apríl 2019 13:52 Íbúafundur í Vesturbænum: Lögreglustjóri býst við því að samþykkja lækkun umferðarhraða á Hringbraut Boðað var til íbúafundar í Vestubænum eftir að ekið hafði verið á stúlku á Hringbraut sem var á leið til skóla í janúar síðastliðnum. 6. febrúar 2019 21:33 Samþykktu að lækka umferðarhraða á vesturhluta Hringbrautar í 40 km/klst Samþykktu einnig að fara í fleiri úrbætur í samstarfi við Vegagerðina. 30. janúar 2019 15:15 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Ekið var á tólf ára dreng á Hringbraut við Bræðraborgarstíg á föstudaginn langa. Ökumaðurinn ók gegn rauðu ljósi en ekið var á stúlku á svipuðum stað í janúar. Lækkun hámarkshraða hefur þegar tekið gildi á Hringbraut en ekki verður hægt að framfylgja lækkuninni fyrr en merkingar verða settar upp í maí. Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu staðfestir í samtali við Vísi að ekið hafi verið á drenginn, sem var gangandi, á ljósunum við Bræðraborgarstíg um klukkan fimm síðdegis á föstudaginn langa. Drengurinn var fluttur á slysadeild með minniháttar meiðsl.Kom líka að hinu slysinu Erik Hirt, íbúi á Víðimel í grennd við umrædd gatnamót, deildi mynd af viðbragðsaðilum athafna sig á slysstað á föstudaginn langa í íbúahóp Vesturbæinga á Facebook. Erik lýsti þar yfir áhyggjum af stöðunni, sérstaklega í ljósi slyssins í janúar. Þetta ítrekar Erik í samtali við Vísi og segir áhyggjurnar stanslausar. „Ég fylgi börnunum mínum í skólann á hverjum degi, þeir eru að verða tíu og ellefu ára, en ég labba enn þá með þeim yfir Hringbrautina. Ég kom að hinu slysinu í vetur líka, það gerðist andartaki áður en ég kom að.“Sjá einnig: Brunaði yfir á rauðu ljósi eftir að gangbrautarvörður var farinn Þá kveðst Erik hafa beðið lengi eftir því að ljósin við Bræðraborgarstíg verði löguð. Nú sé staðan þannig að gangandi vegfarendur þurfi að bíða óhemju lengi eftir því að komast yfir götuna á grænu ljósi. Þetta skapi hættu. „Hálftíma eftir slysið á föstudaginn langa sá ég föður labba yfir á rauðu með barnið sitt. Hann nennti ekki að bíða lengur,“ segir Erik.Þessi mynd var tekin að morgni dags við gönguljósin á Hringbraut við Meistaravelli daginn eftir slysið í janúar. Ökumaður á jeppa brunar yfir á rauðu ljósi.Vísir/Kolbeinn TumiLækkunin þegar í gildi en merkingar ekki settar upp fyrr en í maí Umferðaröryggi við Hringbraut komst í hámæli eftir að keyrt var á þrettán ára stúlku þann 9. janúar síðastliðinn á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla, aðeins nokkrum metrum frá slysstaðnum á föstudaginn langa. Í byrjun apríl samþykkti lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu að lækka hámarkshraða víða í Vesturbænum, m.a. á Hringbraut milli Sæmundargötu og Ánanausta, úr 50 kílómetra á klukkustund niður í 40 kílómetra á klukkustund. Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að lækkunin hafi þegar tekið gildi, þ.e. hún hafi verið auglýst í Stjórnartíðindum í byrjun apríl. Lögregla muni byrja að sekta fyrir of hraðan akstur í götunni þegar nýjar hraðamerkingar verði settar upp. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Vísi að merkingarnar verði settar upp í byrjun maí.
Reykjavík Samgöngur Samgönguslys Skipulag Umferðaröryggi Tengdar fréttir Hámarkshraði lækkaður víða í Vesturbænum Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, hefur staðfest lækkun hámarkshraða á Hringbraut, Hofsvallagötu, Birkimel, Hagatorgi og víðar í Vesturbænum. 6. apríl 2019 13:52 Íbúafundur í Vesturbænum: Lögreglustjóri býst við því að samþykkja lækkun umferðarhraða á Hringbraut Boðað var til íbúafundar í Vestubænum eftir að ekið hafði verið á stúlku á Hringbraut sem var á leið til skóla í janúar síðastliðnum. 6. febrúar 2019 21:33 Samþykktu að lækka umferðarhraða á vesturhluta Hringbrautar í 40 km/klst Samþykktu einnig að fara í fleiri úrbætur í samstarfi við Vegagerðina. 30. janúar 2019 15:15 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Hámarkshraði lækkaður víða í Vesturbænum Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, hefur staðfest lækkun hámarkshraða á Hringbraut, Hofsvallagötu, Birkimel, Hagatorgi og víðar í Vesturbænum. 6. apríl 2019 13:52
Íbúafundur í Vesturbænum: Lögreglustjóri býst við því að samþykkja lækkun umferðarhraða á Hringbraut Boðað var til íbúafundar í Vestubænum eftir að ekið hafði verið á stúlku á Hringbraut sem var á leið til skóla í janúar síðastliðnum. 6. febrúar 2019 21:33
Samþykktu að lækka umferðarhraða á vesturhluta Hringbrautar í 40 km/klst Samþykktu einnig að fara í fleiri úrbætur í samstarfi við Vegagerðina. 30. janúar 2019 15:15