Forseti NRA segir sér bolað burt Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. apríl 2019 22:15 Oliver North er í miklum metum hjá íhaldsmönnum í Bandaríkjunum. Getty/Daniel Acker Fyrrverandi undirofurstinn Oliver North segist neyddur til að draga framboð sitt til áframhaldandi forsetastarfa fyrir bandarísku skotvopnasamtökin, NRA, til baka. Verið sé að bola honum burt vegna ásakana hans um að aðrir forkólfar NRA hafi farið glæpsamlega með fjármuni samtakanna. North greindi frá ákvörðun sinni í bréfi sem lesið var upp á aðalþingi samtakanna í Indianapolis í dag. Í bréfinu, sem einn stjórnarmanna NRA er sagður hafa kynnt fyrir viðstöddum, segist North hafa vonast til að geta boðið sig fram til endurkjörs, en kjörtímabili hans lýkur á mánudag. „Mér hefur við tjáð að af því verði hins vegar ekki,“ skrifar North. Mikil ólga hefur verið í framvarðasveit NRA á síðustu dögum. Framkvæmdastjóri samtakanna, Wayne LaPierre, sendi bréf til stjórnarmanna NRA á fimmtudag þar sem hann sakaði fyrrnefndan North um að reyna að setja sig af. Framkvæmdastjóri NRA, Wayne LaPierre, horfir hér í átt að auðu sæti forsetans á aðalþingi NRA.Getty/Daniel AckerÞað hafi forsetinn ætlað sér að gera með því að opinbera miður fallegar upplýsingar um framkvæmdastjórann, sem væru til þess fallnar að niðurlægja LaPierre og kasta rýrð á samtökin. Það, að mati LaPierre, myndi aðeins grafa undan baráttunni fyrir öðru stjórnarskrárákvæðinu, sem kveður á um rétt Bandaríkjamanna til þess að bera vopn. North svaraði skrifum framkvæmdastjórans í gær. Í bréfi sem hann sendi til sömu stjórnarmanna ver hann ákvarðanir sínar og segir þær til þess fallnar að styrkja ímynd NRA. Þá ætli hann sér að stofna nefnd sem muni taka fjármál samtakanna til skoðunar. Ekki virðist vera vanþörf á ef marka má fréttaflutning bandarískra miðla. Þannig á ríkissaksóknari New York-ríkis að hafa hafið rannsókn á undanþágum NRA frá skatti og krafist gagna sem varpa ljósi á fjárhagsstöðu samtakanna. Meðlimir bandarísku skotvopnasamtakanna eru rúmlega 5 milljón talsins og eru þau án efa öflugustu talsmenn síns málstaðar vestanhafs. Samtökin hafa unnið náið með þingmönnum á síðustu áratugum og eru þau talin hafa leikið lykilhlutverk í baráttunni gegn strangari skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Nýr forseti NRA hlaut dóm í tengslum við eitt mesta hneyksli bandarískra stjórnmála Oliver North, sem varð alræmdur á 9. áratugnum vegna Íran-kontra-skandalsins, er nýr forseti Samtaka byssueigenda í Bandaríkjunum, NRA. 7. maí 2018 22:58 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira
Fyrrverandi undirofurstinn Oliver North segist neyddur til að draga framboð sitt til áframhaldandi forsetastarfa fyrir bandarísku skotvopnasamtökin, NRA, til baka. Verið sé að bola honum burt vegna ásakana hans um að aðrir forkólfar NRA hafi farið glæpsamlega með fjármuni samtakanna. North greindi frá ákvörðun sinni í bréfi sem lesið var upp á aðalþingi samtakanna í Indianapolis í dag. Í bréfinu, sem einn stjórnarmanna NRA er sagður hafa kynnt fyrir viðstöddum, segist North hafa vonast til að geta boðið sig fram til endurkjörs, en kjörtímabili hans lýkur á mánudag. „Mér hefur við tjáð að af því verði hins vegar ekki,“ skrifar North. Mikil ólga hefur verið í framvarðasveit NRA á síðustu dögum. Framkvæmdastjóri samtakanna, Wayne LaPierre, sendi bréf til stjórnarmanna NRA á fimmtudag þar sem hann sakaði fyrrnefndan North um að reyna að setja sig af. Framkvæmdastjóri NRA, Wayne LaPierre, horfir hér í átt að auðu sæti forsetans á aðalþingi NRA.Getty/Daniel AckerÞað hafi forsetinn ætlað sér að gera með því að opinbera miður fallegar upplýsingar um framkvæmdastjórann, sem væru til þess fallnar að niðurlægja LaPierre og kasta rýrð á samtökin. Það, að mati LaPierre, myndi aðeins grafa undan baráttunni fyrir öðru stjórnarskrárákvæðinu, sem kveður á um rétt Bandaríkjamanna til þess að bera vopn. North svaraði skrifum framkvæmdastjórans í gær. Í bréfi sem hann sendi til sömu stjórnarmanna ver hann ákvarðanir sínar og segir þær til þess fallnar að styrkja ímynd NRA. Þá ætli hann sér að stofna nefnd sem muni taka fjármál samtakanna til skoðunar. Ekki virðist vera vanþörf á ef marka má fréttaflutning bandarískra miðla. Þannig á ríkissaksóknari New York-ríkis að hafa hafið rannsókn á undanþágum NRA frá skatti og krafist gagna sem varpa ljósi á fjárhagsstöðu samtakanna. Meðlimir bandarísku skotvopnasamtakanna eru rúmlega 5 milljón talsins og eru þau án efa öflugustu talsmenn síns málstaðar vestanhafs. Samtökin hafa unnið náið með þingmönnum á síðustu áratugum og eru þau talin hafa leikið lykilhlutverk í baráttunni gegn strangari skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Nýr forseti NRA hlaut dóm í tengslum við eitt mesta hneyksli bandarískra stjórnmála Oliver North, sem varð alræmdur á 9. áratugnum vegna Íran-kontra-skandalsins, er nýr forseti Samtaka byssueigenda í Bandaríkjunum, NRA. 7. maí 2018 22:58 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira
Nýr forseti NRA hlaut dóm í tengslum við eitt mesta hneyksli bandarískra stjórnmála Oliver North, sem varð alræmdur á 9. áratugnum vegna Íran-kontra-skandalsins, er nýr forseti Samtaka byssueigenda í Bandaríkjunum, NRA. 7. maí 2018 22:58